Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Ekkert toppar vinnubrögðin í þessu grafalvarlega máli“

Formað­ur Af­stöðu seg­ist hafa „horft upp á marga vit­leys­una þeg­ar kem­ur að föng­um með marg­þætt­an vanda“ en ekk­ert toppi vinnu­brögð­in þeg­ar kem­ur að með­ferð á fanga sem ný­lega var sjálfræð­is­svipt­ur án laga­heim­ild­ar og þving­að­ur til að taka geð­lyf. Yf­ir­lækn­ir á sama sjúkra­húsi og neit­aði mann­in­um um vist­un var í hlut­verki dóm­kvadds mats­manns í mál­inu.

„Ekkert toppar vinnubrögðin í þessu grafalvarlega máli“
„Hvert erum við komin?“ Guðmundur Ingi segir ljóst að pottur sé víða brotinn þegar kemur að meðferð þessa máls – á meðan heilbrigðiskerfið og dómskerfið deila um hver eigi að sjá um einstaklinginn sé fólk fársjúkt í fangelsi

„Þessi einstaklingur sem þegar var sviptur frelsi sínu þurfti að sætta sig við sjálfræðissviptingu og það að taka lyf gegn vilja sínum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun.

Hann segir þau hjá Afstöðu hafa haft málefni mannsins til meðferðar hjá sér „en hann hefur um nokkurt skeið talið sig beittan miklum órétti. Að hans mati hafa sérfræðingar brugðist honum með röngum greiningum og í kjölfarið ólöglegum þvingunum,“ segir Guðmundur Ingi.

Reiður og ringlaður

„Hann er eðlilega mjög reiður og ringlaður en einnig sár enda má ekki betur sjá en að hann hafi haft rétt fyrir sér,“ segir hann.

„Að hans mati hafa sérfræðingar brugðist honum með röngum greiningum og í kjölfarið ólöglegum þvingunum“
Guðmundur Ingi, formaður Afstöðu

Maðurinn sem um ræðir hefur verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni síðan í lok mars 2023. Hann hefur lagst gegn því að vera lagður inn á geðdeild og mótmælt því að taka geðrofslyf í töfluformi. Hann var sviptur sjálfræði þann 2. janúar í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur vísaði málinu frá dómi og maðurinn því aftur kominn með sjálfræði. Í millitíðinni var hann þvingaður til að taka geðrofslyf - lyf sem hann vill ekki taka. 

„Allt rangt við þetta“

Verjandi mannsins, Ingi Freyr Ágústsson, sagði við Heimildina á föstudag að grafalvarlegt væri „að dæla lyfjum í fólk án nokkurrar heimildar. Og þetta eru sterk lyf. Það er það sem mér finnst alvarlegast í þessu,“ segir Ingi Freyr og bætir við: „Það er allt rangt við þetta.“

Ingi Freyr kærði úrskurðinn til Landsréttar fyrir hönd skjólstæðings síns. Þegar málið var fyrir héraði var aðalkrafa hans sú að málinu væri vísað frá því það ætti ekki heima hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og þar af leiðandi væri rangur aðili að krefjast sjálfræðissviptingarinnar, velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Landsréttur kemst að þeirri niðurstöðu í úrskurði þann 23. janúar að rétt varnarþing málsins sé Héraðsdómur Suðurlands og réttur aðili sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg.

Farsjúkt fólk í fangelsi

Guðmundur Ingi segir ekki annað hægt en að vera hugsi yfir hvernig komið sé fyrir geðheilbrigðismálum fanga og sömuleiðis vinnubrögðum héraðsdómara í málinu. 

„Það er ekki hægt að meta einstakling mjög veikan en um leið segja að hann eigi heima í fangelsi en ekki á sjúkrahúsi“
Guðmundur Ingi, formaður Afstöðu

„Þá er það gríðarlega gagnrýnivert að ef umræddur einstaklingur er greindur jafn veikur og komið hefur fram að hann skuli enn vera vistaður í fangelsi. Við vitum að geðdeild hefur ekki viljað taka við honum vegna þess að samkvæmt matsmanni er hann of erfiður skjólstæðingur. Við erum þessu að sjálfsögðu ekki sammála eða því að umræddur matsmaður skuli vera yfirlæknir á sama sjúkrahúsi og neitar honum um vistun þar. Það er ekki hægt að meta einstakling mjög veikan en um leið segja að hann eigi heima í fangelsi en ekki á sjúkrahúsi. Það er bein mótsögn og hlýtur hreinlega að vera brot á sjálfsögðum mannréttindum umrædds einstaklings,“ segir Guðmundur Ingi.

„Öllum er ljóst að víða er pottur brotinn þegar kemur að meðferð þessa máls og mörgum öðrum, og á meðan heilbrigðiskerfið og dómskerfið deila um hver eigi að sjá um einstaklinginn er fólk fársjúkt í fangelsi. Hvar erum við eiginlega stödd?“ spyr hann og segist vel geta tekið undir orð Inga Freys lögmanns „um að það er bara allt rangt við þetta og að þetta er mjög alvarlegt mál.“  

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi
4
FréttirBorgarlína

Ráð­herr­ann full bjart­sýnn á fram­kvæmda­hraða í Foss­vogi

Eyj­ólf­ur Ár­manns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra var ekki al­veg með það á hreinu hvenær Foss­vogs­brú ætti að verða til­bú­in til notk­un­ar þeg­ar hann tók fyrstu skóflu­stungu að henni í dag. Skóflu­stung­an að brúnni, sem á að verða klár ár­ið 2028, mark­ar upp­haf fyrstu verk­fram­kvæmda vegna borg­ar­línu­verk­efn­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
5
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár