Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Áfallaár í umferðinni: Sjötta banaslysið varð vestur af Vík

Ár­ið byrj­ar með áföll­um í um­ferð­inni. Enn eitt bana­slys­ið varð í gær­kvöldi þeg­ar jeppi og drátt­ar­vél rák­ust sam­an vest­ur af Vík.

Áfallaár í umferðinni: Sjötta banaslysið varð vestur af Vík
Sólheimasandur Bílslysið í gærkvöldi varð skammt vestur af Pétursey, sem liggur austan við Sólheimasand. Mynd: Wikipedia / Hyppolyte de Saint-Rambert

Einn var úrskurðaður látinn þar sem bílslys varð skammt vestur af Pétursey, milli Sólheimasands og Víkur í Mýrdal, um miðaftann, klukkan 18. Í slysinu rákust á jeppi og dráttarvél. 

„Aðrir slasaðir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala í Fossvogi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi. Tildrög slyssins eru í rannsókn. Mikil hláka hafði verið þar sem slysið varð, en veghiti við frostmark og stinningskaldi úr vestri.

Óvenjumörg banaslys hafa orðið í umferðinni í janúarmánuði. Nú eru sex látnir í umferðinni innan eins mánaðar en allt árið í fyrra létust níu manns á þjóðvegunum.

Fyrir tveimur vikum lést ökumaður fólksbíls eftir að hafa lent í árekstri við flutningabíl sem kom úr andstæðri átt og rekist á annan flutningabíl í kjölfarið á þjóðvegi 1 skammt frá Hvalfjarðarvegi. Þann 12. janúar létust tveir í slysi á Hringveginum vestan við Skaftafell og 5. janúar lést tvennt á Grindavíkurvegi.

Í samtali við Ríkisútvarpið fyrr í mánuðinum sagðist Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, fjölda banaslysa vera einsdæmi. „Ég man alla vega ekki eftir að svo margir hafi látist svona snemma á árinu.“

Á þessari öld létust flestir í umferðinni árið 2000, eða 32. Í venjulegu árferði eru banaslys fátíðari á Íslandi en í flestum öðrum löndum. Árin 2018 til 2022 létust sem samsvarar 2,78 af hverjum 100 þúsund íbúum í bílslysum hérlendis. Af evrópskum samanburðarlöndum létust eingöngu færri í Bretlandi, Svíþjóð og Noregi.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefnuræða forsætisráðherra: „Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst?“
6
Fréttir

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra: „Hvar ann­ars stað­ar en á Ís­landi gæti þetta gerst?“

Kristrún Frosta­dótt­ir jós sam­starfs­kon­ur sín­ar lofi í stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra og sagði að burt­séð frá póli­tísk­um skoð­un­um mætt­um við öll vera stolt af Ingu Sæ­land. Hún minnt­ist einnig Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur sem var jarð­sung­in í dag og hét því að bæta rétt­ar­kerf­ið fyr­ir brota­þola of­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár