Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Kristín Jónsdóttir ósammála túlkunum starfsbræðra sinna

Krist­ín Jóns­dótt­ir, fag­stjóri nátt­úru­vár á Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ist ekki geta tek­ið und­ir með starfs­bræðr­um sín­um Þor­valdi Þórð­ar­syni og Ár­manni Hösk­ulds­syni sem telja ný­leg­ar jarð­skjálfta­hrin­ur vera til marks um að Brenni­steins­fjalla­kerf­ið sé að vakna til lífs­ins. Eng­ar mæl­ing­ar bendi til kviku­hreyf­ing­ar. Skjálft­arn­ir eru senni­lega af völd­um þekkts mis­geng­is sem er á svæð­inu.

Kristín Jónsdóttir ósammála túlkunum starfsbræðra sinna
Ósammála Kristín Jónsdóttir á nýlegum fundi Almannavarna.

Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, segist ekki vera sammála þeirri túlkun að jarðskjálftahrinur sem mældust suðaustur af Heiðmörk síðastliðinn föstudag bendi til þess Brennisteinsfjallakerfið sé að virkjast.

Engar mælingar bendi til þess að kvikusöfnun sé hafin á svæðinu. Hins vegar telur Kristín líklegra skjálftahrinuna megi rekja til hreyfinga á misgengi sem er á svæðinu. 

 „Þessir skjálftar eru klárlega á þekktu misgengi, sem heitir Hvalhnúksmisgengið. Og þetta Hvalhnúksmisgengi er líklega ábyrgt fyrir stærstu jarðskjálftum sem hafa riðið yfir Reykjanesskagann,“ segir Kristín í samtali við Heimildina. 

Hún bendir á að skjálftar á þessu svæði eigi sér stað á um það bil 50 ára fresti. Sá síðasti var árið 1968 og þar á undan skalf á þessu svæði árið 1929 og mældust þeir báðir um 6 stig.

Skjálftarnir tveir voru nefndir Brennisteinsfjallaskjálftarnir á sínum tíma. Kristín tekur þó fram að misgengið sem er talið hafa valdið skjálftunum sé staðsett austan við Brennisteinsfjöll. 

Engar vísbendingar um kvikuhreyfingu

Í frétt sem birt var í Morgunblaðinu var haft eftir Þorvaldi Þórðarsyni eldfjallafræðingi að nýleg skjálftahrina gætu verið vísbending um að Brennisteinsfjöll hafi virkjast. Þar sagði Þorvaldur mikilvægt að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir við hugsanlegum eldgosum nálægt höfuborgarsvæðinu sem fyrst.

Þá tók Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur undir með Þorvaldi og sagði í viðtali við Vísi að skjálftahrinurnar tengdust jarðhræringunum á Reykjannesi.

Í samtali við Heimildina segir Kristín að ekki sé tímabært að fara tala um kvikuhreyfingar, engar mælingar bendi til þess þess að kvika sé kominn á hreyfingu undir Brennisteinsfjöllum.

„Áður en við förum að tala um einhverjar kvikuhreyfingar þá viljum við sjá einhverjar færslur eða merki sem benda til þess að þetta eru ekki bara jarðskjálftar,“ segir Kristín. 

Til dæmis bendir Kristín á að engin þenslumerki hafi mælst í aflögunarmælingu Veðurstofunnar. „Þannig að það er ekkert sem bendir til þess að það sé kvika að færast á þessum stað,“ segir Kristín.

Stórir skjálftar sem munu finnast vel á höfuðborgarsvæðinu

Jafnvel þó Kristín telji nýlegar jarðhræringar ekki vera til marks um gosóróa á svæðinu segir hún að skjálftar af völdum flekahreyfinga á Hvalhnúksmisgenginu muni finnast vel á höfuðborgarsvæðinu. „Það er skjálfti sem mun finnast um mest allt land. þetta er það stór skjálfti, ef hann verður, mun hann auðvitað hann finnast mjög vel á höfuðborgarsvæðinu.“

Hún tekur þó fram að misgengið sé í þó nokkurri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og að skjálftabylgjurnar dofni hratt hér á landi vegna þess að jarðskorpan sé svo sprungin. Kristín telur ólíklegt að skjálfti frá þessu svæði komi til með valda miklum skemmdum á byggingum. Hún bendir þó á að í skjálftanum ári 1968 hafi sprungur myndast í skólabyggingum á höfuðborgarsvæðinu. 

Tilefni til að glöggva sig á fræðsluefni Almannavarna

„Mesta hættan er í rauninni innanstokksmunir, að þeir fari á hreyfingu,“ segir Kristín sem hvetur fólk að rifja upp eða kynna sér ráðleggingar Almannavarna um varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta. Fræðsluefnið má nálgast á vefsíðu Almannavarna.

Kjósa
54
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
6
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
9
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu