Í dag, 27. janúar 2024, eru 79 ár síðan 332. riffladeild 60. hers Sovétríkjanna hrakti þýskar varnarsveitir burt frá þremur smáþorpum í suðurhluta Póllands, nánar tiltekið í Slesíu, sem Hitlers-Þýskaland hafði innlimað haustið 1939. Þorpin hétu Monowitz, Birkenau og Auschwitz og stóðu í þéttum hnapp við ána Sola.
Hinn Rauði her Sovétríkjanna hóf þann 12. janúar mikla sókn við og yfir ána Vislu og fátt varð um varnir hjá Þjóðverjum. Þann 17. janúar tóku hersveitir Georgí Sjúkovs marskálks Varsjá, sem þá var lítið annað en rjúkandi rústir, og tveim dögum seinna sendi Sjúkov sína menn inn í Łódź sem Þjóðverjar kölluðu Lemberg. Og um sama leyti ruddist 60. herinn í suðri inn í Slesíu undir æðstu stjórn Ívans Konévs marskálks.
Enn voru varnir Þjóðverja í molum en þó svolítið farnar að styrkjast svo það kostaði líf 231 dáta úr 332. riffladeildinni að reka þýska varnarliðið burt frá litlu þorpunum þremur við Sola þann 27. janúar.
Óbreyttir dátar riffladeildarinnar vissu ekki til þess að neitt væri merkilegt við þessi litlu þorp og þeir ráku því upp stór augu þegar þeir fóru að svipast um síðdegis þennan dag og gengu fram á fangabúðir þar sem illa leiknar manneskjur stóðu þegjandi bak við gaddavírsgirðingar.
Allir fangaverðir voru greinilega flúnir en fanganir voru greinilega svo illa á sig komnir að þeir höfðu ekki megnað að hafa sig út úr girðingunum. Margir voru svo máttfarnir að þeir máttu sig varla hreyfa.
Fjölmörg börn voru á meðal þeirra.
Nú á dögum þekkja allir nafnið Auschwitz en við búðir í því þorpi eru útrýmingar- og þrælkunarbúðir í þorpunum þremur allar kenndar.
60.000 manns höfðu verið í Auschwitz þegar sókn Rauða hersins hófst þann 12. en meiriparti fanganna var þá smalað saman í sannkallaða „dauðagöngu“ vestur á bóginn til Þýskalands.
Eftir í Auschwitz urðu 6.000 manns sem 332. rifflasveitin frelsaði þennan dag en töluvert mörg þeirra voru reyndar svo illa haldin af hungri og sjúkdómum að þau dóu næstu daga. Í verksmiðjum IG Farben iðnveldisins í Monowitz fundust líka 800 illa haldnir þrælar enn á lífi.
Sovésku hermennirnir fundu í búðunum í Auschwitz og Birkenau 600 lík, jakkaföt á 370.000 manns, 837.000 kvenmannsflíkur og 7,7 tonn af mannshári.
Síðar var reiknað saman að meira en 1,1 milljónir manna höfðu dáið í Auschwitz.
Flest dóu í gasklefunum en öðrum var þrælkað út eða hreinlega myrt „með handafli“ af SS-vörðunum og öðru illþýði sem gætti fanganna. Langflest hinna látnu voru Gyðingar frá flestum löndum Evrópu en töluvert þó af Róma-fólki, pólskum og sovéskum stríðsföngum og samkynhneigðum.
Auschwitz hefur síðan orðið tákn fyrir þá ógnarlegu illsku sem getur búið í mannsálinni en þó um leið líka fyrir von og þolgæði því ótrúlega mörgum tókst að lifa af hryllingsvist sína í fangabúðunum og halda þó mennsku sinni óskertri.
En hve mörg þeirra sem lifðu af helförina gegn Gyðingum eru enn á lífi? Svo vill til að fyrr í mánuðinum kom út skýrsla þar sem niðurstöður rannsóknar á því eru birtar.
Það var sérstök stofnun sem tók að sér að rannsaka það en sú hefur verið að skoða og rannsaka kröfur sem samtök Gyðinga ætla að gera á hendur Þjóðverjum. Hér má lesa þessa skýrslu.
Þar eru talin saman öll sem telja má fórnarlömb helfararinnar.
Þá ekki aðeins þau sem lentu í útrýmingar- og fangabúðum heldur líka fólk sem var í felum á yfirráðasvæði Þjóðverja eða í liði skæruliða á hernumdum svæðum.
Jafnframt eru talin með öll börn, hversu ung sem þau voru og meira að segja líka börn sem voru í móðurkviði allt framtil uppgjafar Þjóðverja í byrjun maí 1945.
Þess vegna er yngsta fólkið á listanum fætt í blábyrjun ársins 1946.
En niðurstaðan er sem sagt sú að um 245.000 manns séu enn á lífi af fórnarlömbum helfararinnar.
Af þeim eru 60 prósent konur.
Langflest þeirra búa í Ísrael en skiptingin er þessi (hér eru nefnd þau lönd þar sem meira en 1,0 prósent eftirlifenda býr):
1. Ísrael 48,7 prósent (119,300 einstaklingar)
2. Bandaríkin 15,7 prósent
3. Frakkland 8,9 prósent
4. Þýskaland 5,8 prósent
5. Rússland 7,4 prósent
6. Úkraína 3,0 prósent
7. Kanada 2,5 prósent
8. Ungverjaland 1,4 prósent
9. Ástralía 1,1 prósent
Þar næst koma Belarús, Ítalía, Holland, Bretland og Belgía.
Hér má sjá samantekt Washington Post um ýmsar niðurstöður skýrslunnar.
Kvað er a Islandi arlega ekki neitt. Her var flokkur manna sem Klæddist SS Buningum a Sunnudögum. Þeir Gufuðu upp i striðslok og gengu i Sjalfstæðisflokk. Siðar eða-- 30 mars 1949 þekttu glöggir menn þa a Austurvelli með Borða um Handlegg og Gasgrimur og Eikarkilfur fra Sendiraði USA og Taragas sem þeir notuðu ospart a Folkið sem var a Austurvelli þann eftirmidag þar voru ekki Bara Sosialistar samankomnir, nei mikið af folki sem kom þar af forvitni var þar. Það er svartasti dagur i sögu Lyðveldisins. 1946 Hafði sami Flokkur sem Let Lemja Saklaust folk a Austurvelli, Fengið islenska Striðsglæpamenn Lausa ur fangelsum fyrir Hollustu við Hitler. Ljotur Atburður var er Hermann Jonasson þa Domsmalaraðherra let senda 40 Gyðinga mentaða vel ur landi, þeir enduðu allir i Utrimingabuðum Auschwitz og Birkenau. Það er Ævarandi sköm fyrir Island.
Sem betur fer hefur verið ritað mikið um Islenska Nasista siðast Byr Islendindur Her
Þar kemur fram að 1 Glæpamanna sem Rikistjornin fekk framseldan til Islands kom Leif
Möller i Fangabuðir Nasista. Sa Raðherra sem fekk þa lausa, Sotti Fund þar sem Adolf Hitler kom fram 1936 i Þiskalandi
Með honum var annar namsmaður i Þiskalandi a þeim arum Allabal siðar Bæjarstjori i Kopavogi. Svona voru menn Sjukir af Hugsjon Hitlers.