Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

79 ár frá frelsun Auschwitz: 245 þúsund fórnarlömb helfararinnar enn á lífi

79 ár frá frelsun Auschwitz: 245 þúsund fórnarlömb helfararinnar enn á lífi
Hluti fanganna fer í síðasta sinn út um hliðið alræmda, þar sem stóð Arbeit macht frei, eða Vinnan mun gera yður frjáls.

Í dag, 27. janúar 2024, eru 79 ár síðan 332. riffladeild 60. hers Sovétríkjanna hrakti þýskar varnarsveitir burt frá þremur smáþorpum í suðurhluta Póllands, nánar tiltekið í Slesíu, sem Hitlers-Þýskaland hafði innlimað haustið 1939. Þorpin hétu Monowitz, Birkenau og Auschwitz og stóðu í þéttum hnapp við ána Sola.

Hinn Rauði her Sovétríkjanna hóf þann 12. janúar mikla sókn við og yfir ána Vislu og fátt varð um varnir hjá Þjóðverjum. Þann 17. janúar tóku hersveitir Georgí Sjúkovs marskálks Varsjá, sem þá var lítið annað en rjúkandi rústir, og tveim dögum seinna sendi Sjúkov sína menn inn í Łódź sem Þjóðverjar kölluðu Lemberg. Og um sama leyti ruddist 60. herinn í suðri inn í Slesíu undir æðstu stjórn Ívans Konévs marskálks.

Sovéskar stríðskonur með hluta barnanna sem enn voru á lífi í Auschwitz.

Enn voru varnir Þjóðverja í molum en þó svolítið farnar að styrkjast svo það kostaði líf 231 dáta úr 332. riffladeildinni að reka þýska varnarliðið burt frá litlu þorpunum þremur við Sola þann 27. janúar.

Óbreyttir dátar riffladeildarinnar vissu ekki til þess að neitt væri merkilegt við þessi litlu þorp og þeir ráku því upp stór augu þegar þeir fóru að svipast um síðdegis þennan dag og gengu fram á fangabúðir þar sem illa leiknar manneskjur stóðu þegjandi bak við gaddavírsgirðingar.

Allir fangaverðir voru greinilega flúnir en fanganir voru greinilega svo illa á sig komnir að þeir höfðu ekki megnað að hafa sig út úr girðingunum. Margir voru svo máttfarnir að þeir máttu sig varla hreyfa.

Fjölmörg börn voru á meðal þeirra.

Nú á dögum þekkja allir nafnið Auschwitz en við búðir í því þorpi eru útrýmingar- og þrælkunarbúðir í þorpunum þremur allar kenndar.

60.000 manns höfðu verið í Auschwitz þegar sókn Rauða hersins hófst þann 12. en meiriparti fanganna var þá smalað saman í sannkallaða „dauðagöngu“ vestur á bóginn til Þýskalands.

Eftir í Auschwitz urðu 6.000 manns sem 332. rifflasveitin frelsaði þennan dag en töluvert mörg þeirra voru reyndar svo illa haldin af hungri og sjúkdómum að þau dóu næstu daga. Í verksmiðjum IG Farben iðnveldisins í Monowitz fundust líka 800 illa haldnir þrælar enn á lífi.

Sovésku hermennirnir fundu í búðunum í Auschwitz og Birkenau 600 lík, jakkaföt á 370.000 manns, 837.000 kvenmannsflíkur og 7,7 tonn af mannshári.

Síðar var reiknað saman að meira en 1,1 milljónir manna höfðu dáið í Auschwitz.

Flest dóu í gasklefunum en öðrum var þrælkað út eða hreinlega myrt „með handafli“ af SS-vörðunum og öðru illþýði sem gætti fanganna. Langflest hinna látnu voru Gyðingar frá flestum löndum Evrópu en töluvert þó af Róma-fólki, pólskum og sovéskum stríðsföngum og samkynhneigðum.

Auschwitz hefur síðan orðið tákn fyrir þá ógnarlegu illsku sem getur búið í mannsálinni en þó um leið líka fyrir von og þolgæði því ótrúlega mörgum tókst að lifa af hryllingsvist sína í fangabúðunum og halda þó mennsku sinni óskertri.

En hve mörg þeirra sem lifðu af helförina gegn Gyðingum eru enn á lífi? Svo vill til að fyrr í mánuðinum kom út skýrsla þar sem niðurstöður rannsóknar á því eru birtar.

Það var sérstök stofnun sem tók að sér að rannsaka það en sú hefur verið að skoða og rannsaka kröfur sem samtök Gyðinga ætla að gera á hendur Þjóðverjum. Hér má lesa þessa skýrslu.

Nokkrir fanganna sem blöstu við sovésku dátunum 27. janúar 1945.

Þar eru talin saman öll sem telja má fórnarlömb helfararinnar.

Þá ekki aðeins þau sem lentu í útrýmingar- og fangabúðum heldur líka fólk sem var í felum á yfirráðasvæði Þjóðverja eða í liði skæruliða á hernumdum svæðum.

Jafnframt eru talin með öll börn, hversu ung sem þau voru og meira að segja líka börn sem voru í móðurkviði allt framtil uppgjafar Þjóðverja í byrjun maí 1945.

Þess vegna er yngsta fólkið á listanum fætt í blábyrjun ársins 1946.

En niðurstaðan er sem sagt sú að um 245.000 manns séu enn á lífi af fórnarlömbum helfararinnar.

Af þeim eru 60 prósent konur.

Langflest þeirra búa í Ísrael en skiptingin er þessi (hér eru nefnd þau lönd þar sem meira en 1,0 prósent eftirlifenda býr):

1.  Ísrael 48,7 prósent (119,300 einstaklingar)

2.  Bandaríkin 15,7 prósent

3.  Frakkland 8,9 prósent

4.  Þýskaland 5,8 prósent

5.  Rússland 7,4 prósent

6.  Úkraína 3,0 prósent

7.  Kanada 2,5 prósent

8.  Ungverjaland 1,4 prósent

9.  Ástralía 1,1 prósent

Þar næst koma Belarús, Ítalía, Holland, Bretland og Belgía.

Hér má sjá samantekt Washington Post um ýmsar niðurstöður skýrslunnar.

Það var oft glatt á hjalla hjá starfsfólki Auschwitz þegar það skrapp í sumarbústaðinn Solahütte.Solahütte var rúma 20 kílómetra frá Auschwitz. Myndin er tekin síðsumars eða snemma hausts 1944 þegar starfsfólk fékk helgarfrí frá mjög miklum önnum við að drepa ungverska Gyðinga.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er vel skrifað fra þeim meistara er her Skrifar. Eg bjo i Bretlandi i 20 ar þar er venja föst að i Öllum skolum landsins er 1 Skoladagur tekin i að minnast Helfararinar i mali og mindum og Umfjöllun ekkert er annað a dagskra þan dag. Bretar vilja að þessi Hörmung gleimist ekki, lika er BBC riksisonvarpið me mindefni um Helförina og WW2. Einig fer Namsfolk i skolaferðir til Auschwitz og Birkenau og fl staða sem Nasistar Brendu Folk.
    Kvað er a Islandi arlega ekki neitt. Her var flokkur manna sem Klæddist SS Buningum a Sunnudögum. Þeir Gufuðu upp i striðslok og gengu i Sjalfstæðisflokk. Siðar eða-- 30 mars 1949 þekttu glöggir menn þa a Austurvelli með Borða um Handlegg og Gasgrimur og Eikarkilfur fra Sendiraði USA og Taragas sem þeir notuðu ospart a Folkið sem var a Austurvelli þann eftirmidag þar voru ekki Bara Sosialistar samankomnir, nei mikið af folki sem kom þar af forvitni var þar. Það er svartasti dagur i sögu Lyðveldisins. 1946 Hafði sami Flokkur sem Let Lemja Saklaust folk a Austurvelli, Fengið islenska Striðsglæpamenn Lausa ur fangelsum fyrir Hollustu við Hitler. Ljotur Atburður var er Hermann Jonasson þa Domsmalaraðherra let senda 40 Gyðinga mentaða vel ur landi, þeir enduðu allir i Utrimingabuðum Auschwitz og Birkenau. Það er Ævarandi sköm fyrir Island.
    Sem betur fer hefur verið ritað mikið um Islenska Nasista siðast Byr Islendindur Her
    Þar kemur fram að 1 Glæpamanna sem Rikistjornin fekk framseldan til Islands kom Leif
    Möller i Fangabuðir Nasista. Sa Raðherra sem fekk þa lausa, Sotti Fund þar sem Adolf Hitler kom fram 1936 i Þiskalandi
    Með honum var annar namsmaður i Þiskalandi a þeim arum Allabal siðar Bæjarstjori i Kopavogi. Svona voru menn Sjukir af Hugsjon Hitlers.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
4
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár