Lúna
Leikmynd Börkur Jónsson
Búningar Helga I. Stefánsdóttir
Lýsing Gunnar Hildimar Halldórsson
Tónlist og hljóðmynd Ísidór Jökull Bjarnason
Leikgervi Elín S. Gísladóttir
Á föstudag var nýjasta verk Tyrfings Tyrfingssonar, Lúna, frumsýnt. Spennan í Borgarleikhúsinu stafaði ekki aðeins af eftirvæntingunni sem liggur jafnan í loftinu á frumsýningu nýs íslensks leikverks, heldur mátti einnig skynja áhrif þeirrar umræðu sem skapast hefur um erindi og afleiðingar þess að höfuðpersóna verksins sé byggð á Heiðari Jónssyni snyrti, í ljósi blygðunarsemisbrota hans gagnvart ungum mönnum á tíunda áratug síðustu aldar.
„Við erum miklir vinir. Ég er búinn að fara í litgreiningu. [...] Við erum búnir að tala saman í nokkur ár núna, reglulega og verið að vinna í [leikritinu],“ sagði Tyrfingur í viðtali við Vísi frá 2023 um væntanlegt verk hans, Kvöldstund með Heiðari snyrti, síðar Lúnu. Þá mátti skilja á skáldinu að verkið væri vissulega um Heiðar sjálfan, en ekki persónu byggða á honum, eins og viðkvæðið varð hjá borgarleikhússtjóra og Tyrfingi í kjölfar gagnrýni forstöðukonu Stígamóta, Drífu Snædal, á verkið. Yfirlýsing Drífu var sett fram …
Athugasemdir