Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hlaðvörp þéna hátt í þrjú hundruð milljónir

Tekj­ur af hlað­vörp­um marg­fald­ast á milli ára og nálg­ast óð­fluga þrjú hundruð millj­ón­ir á ári. Hlut­fall þeirra af heild­ar­tekj­um fjöl­miðla nem­ur einu pró­senti, sama og tekj­ur vef­miðla voru í upp­hafi ald­ar. Þing­kona Sjálf­stæð­is­flokks seg­ir RÚV ráð­ast inn á hlað­varps­mark­að­inn þar sem ríki blóm­leg sam­keppni einka­að­ila.

Hlaðvörp þéna hátt í þrjú hundruð milljónir
Uppleið Famboð á íslenskum hlaðvörpum hefur aukist töluvert undanfarin ár og samhliða hafa tekjurnar af þeim aukist líka. MYND: Golli Mynd: Golli

Tekjur af hlaðvörpum námu 265 milljónum króna árið 2022, sem er margfalt meira en tekjurnar voru árið 2020 þegar þær voru fyrst teknar saman með skipulögðum hætti. Þetta sýna nýbirtar tölur Hagstofunnar um tekjur eftir tegund fjölmiðla. Þótt tekjurnar séu margfalt það sem þær voru fyrir fáeinum árum eru þær þó enn aðeins um eitt prósent af heildartekjum íslenskra fjölmiðla. 

Fannar Þór Arnarsson, framkvæmdastjóri Kiwi, fyrirtækis sem meðal annars framleiðir hlaðvörp, segir greinina hafa vaxið hratt. „Þó Spotify og Apple podcasts gefi ekki upp hlustunartölur opinberlega, er ljóst að hlaðvörp eru að vaxa í vinsældum og ég spái því að tekjur þeirra hækki í samræmi við aukna hlustun á komandi árum,“ segir hann í skriflegu svari til Heimildarinnar.

Að sögn Fannars hefur starfsfólk Kiwi orðið vart við aukna eftirspurn á framleiðslu hlaðvarpa fyrir bæði stofnanir og einstaklinga á síðustu mánuðum. „Þessir aðilar vilja framleiða hlaðvörp til fræðslu og eða skemmtunar. …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár