Ástæðan fyrir því að þessi Meklenbúrgari hafði verið valinn Svíakóngur var sú að móðir hans var systir Magnúsar nokkurs sem var um hríð kóngur bæði í Noregi og Svíþjóð þar til um miðja 14. öld. Það leið hins vegar ekki á löngu þar til sænskir barónar fengu nóg af Albrekt þegar hann flutti með sér til landsins gíruga þýska aðals- og embættismenn sem sátu um að maka krókinn á vináttu við kónginn.
Einkum hreiðruðu þessir ribbaldar Albrekts um sig í þeim Stokkhólmi sem mátti heita þýskur bær um þær mundir.
Af andspyrnu Svía gegn Albrekt er flókin saga en hér dugar að taka fram að barónar gripu margir tækifærið þegar til valda var komin bæði í Noregi og Danmörku dugmikil kona sem Margrét hét Valdimarsdóttir og ákváðu að binda trúss sitt við hana fremur en Albrekt frá Meklenbúrg.
Margrét húsbóndi
Þau tengdust reyndar á vissan hátt því Margrét hafði verið …
Athugasemdir