Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Þegar Norðurlöndin runnu saman: Margrét drottning og slagurinn í Åsle

Þann 24. fe­brú­ar 1389 mætt­ust her­ir tveir grá­ir fyr­ir járn­um skammt ut­an við smá­þorp­ið Åsle í suð­ur­hluta Sví­þjóð­ar, þetta var á mýr­lendu svæði milli stóru vatn­anna Vätt­ern og Vänern, ekki langt frá Jön­k­öp­ing. Um það bil þús­und dát­ar voru í hvor­um her og fór sjálf­ur kon­ung­ur­inn yf­ir Svía­ríki fyr­ir öðr­um þeirra, hans tign Al­brekt af Mek­len­búrg. Hann var fyrst og fremst þýsk­ur her­toga­son­ur en hafði ver­ið val­inn kon­ung­ur Svía þeg­ar há­sæt­ið var um stund laust þar í landi 1364.

Þegar Norðurlöndin runnu saman: Margrét drottning og slagurinn í Åsle
Albrekt frá Meklenbúrg Svíakonungur Eftir að hann tapaði orrustunni við Åsle var hann í haldi Margrétar drottningar í sex ár. Á þeim tíma héldu hans menn Stokkhólmi en að lokum var samið um lausn Albrekts gegn því að Meklenbúrgarar yfirgæfu Stokkhólm. Sonur Albrekts og krónprins var þá látinn og Albrekt afsalaði sér öllum kröfum til sænsku krúnunnar og bjó í Meklenbúrg þar sem hann lést rétt á undan Margréti 1412.

Ástæðan fyrir því að þessi Meklenbúrgari hafði verið valinn Svíakóngur var sú að móðir hans var systir Magnúsar nokkurs sem var um hríð kóngur bæði í Noregi og Svíþjóð þar til um miðja 14. öld. Það leið hins vegar ekki á löngu þar til sænskir barónar fengu nóg af Albrekt þegar hann flutti með sér til landsins gíruga þýska aðals- og embættismenn sem sátu um að maka krókinn á vináttu við kónginn.

Einkum hreiðruðu þessir ribbaldar Albrekts um sig í þeim Stokkhólmi sem mátti heita þýskur bær um þær mundir.

Af andspyrnu Svía gegn Albrekt er flókin saga en hér dugar að taka fram að barónar gripu margir tækifærið þegar til valda var komin bæði í Noregi og Danmörku dugmikil kona sem Margrét hét Valdimarsdóttir og ákváðu að binda trúss sitt við hana fremur en Albrekt frá Meklenbúrg.

Margrét húsbóndi

Þau tengdust reyndar á vissan hátt því Margrét hafði verið …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár