Akranesbær fjarlægir nafn séra Friðriks Friðrikssonar af lista yfir heiðursborgara bæjarins. Þetta segir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, Valgarður Jónsson, sem einnig er forseti bæjarstjórnar. Málið fór frá bæjarráði Akranes til bæjarstjórnar á fimmtudaginn í síðustu viku.
Í fundargerðinni segir um ákvörðun bæjarráðs: „Bæjarráð, í ljósi yfirlýsingar KFUM og KFUK og upplýsinga sem þar koma fram, leggur til við bæjarstjórn Akraness, að nafn Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM og KFUK, verði fjarlægt af lista yfir heiðursborgara á Akranesi en þann titil veitti bæjarstjórn Akraness honum árið 1947 í tilefni þess að þá voru 35 ár frá stofnun KFUM á Akranesi.“
Ástæðan fyrir því að Akranes ætlar að gera þetta eru fréttir um að séra Friðrik hafi verið haldinn barnagirnd og áreitt drengi. Upphaf þeirrar umfjöllunar var bók um ævi séra Friðriks eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing sem kom út í lok síðasta …
Athugasemdir