Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Svandís kynnir viðbrögð sín: Ætlar hvorki að segja af sér né færa sig

Við­brögð Svandís­ar Svavars­dótt­ur við áliti um­boðs­manns Al­þing­is verða þau að fela óháð­um að­ila að fara yf­ir stjórn­sýslu og lagaum­gjörð hval­veiða og fela rík­is­lög­manni að leggja mat á mögu­legt upp­gjör rík­is­ins við Hval. Van­traust­stil­laga verð­ur lögð fram á Svandísi síð­ar í dag. Óvissa er uppi um hvort all­ir stjórn­ar­þing­menn verji hana.

Svandís kynnir viðbrögð sín: Ætlar hvorki að segja af sér né færa sig
Situr sem fastast Svandís Svavarsdóttir hefur verið undir miklum þrýstingi frá samstarfsflokkum sínum, sérstaklega Sjálfstæðisflokki, um að segja af sér eða færa sig til í starfi. Hún virðist ætla að gera hvorugt. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða, þar með talið alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, og valdheimildir stjórnvalda á þeim grundvelli. Þá verður álitsgjafinn jafnframt beðinn um að gera tillögur að úrbótum eftir því sem við á, og eftir atvikum tillögur að breytingum á lögum. 

Svandís hefur einnig ákveðið að fela ríkislögmanni að leggja mat á framkomið erindi Hvals hf. þar sem félagið óskar eftir viðræðum við ríkið um mögulegt uppgjör vegna álitsins. Í færslu á Facebook segir Svandís að hún grípi „til þessara skýru viðbragða í ljósi þess að mikilvægt er að stjórnvöld beri virðingu fyrir eftirlitsstofnunum og sýni það í verki. Umboðsmaður Alþingis gegnir mikilvægu hlutverki í eftirliti með stjórnsýslu ríkisins í okkar lýðræðissamfélagi.“

Með þessu virðast viðbrögð Vinstri grænna við áliti umboðsmanns Alþingis, sem sagði að Svandís hefði brotið lög með ákvörðun sinni um að banna hvalveiðar tímabundið degi áður en þær áttu að hefjast, fram komin. Þingmenn hinna stjórnarflokkanna, sérstaklega Sjálfstæðisflokksins, hafa þrýst á slík viðbrögð. Þótt það hafi ekki verið sagt opinberlega þá hefur verið krafa uppi um afsögn eða að Svandís feti í fótspor Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og skipti um ráðuneyti. Bjarni gerði slíkt í október eftir að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brostið hæfi til að selja félagi í eigu föður síns hlut í Íslandsbanka. Bjarni fór þá úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu í utanríkisráðuneytið. Í færslu Svandísar er hvorki boðuð afsögn né tilfærsla í annað ráðuneyti.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur sagt að hún muni leggja fram vantrauststillögu á Svandísi í dag þegar þing kemur aftur saman eftir rúmlega mánaðarlangt jólafrí. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki gefið afgerandi svör um hvort þeir muni verja Svandísi vantrausti og hafa margir sagt að það sé í höndum Vinstri grænna að finna réttu viðbrögðin við niðurstöðu umboðsmanns Alþingis. Nú liggja þau viðbrögð fyrir. Búast má við að vantrauststillagan verði tekin fyrir á morgun eða hinn. 

Þungbært og umhugsunarefni

Í færslunni sem birtist í morgun segir Svandís að álit umboðsmanns Alþingis hafi verið sér mikið umhugsunarefni, bæði sem stjórnmálamaður og embættismaður. „Það er hverjum ráðherra þungbært þegar álit umboðsmanns leiðir í ljós að ráðstafanir séu ekki eins og best verður á kosið. Í þessu tilviki að útgáfa reglugerðar um hvalveiðar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum eins og atvikum var háttað í júní. Einnig að aðdragandi og undirbúningur reglugerðarinnar hafi ekki uppfyllt kröfur um meðalhóf.“

Að baki útgáfu reglugerðarinnar á sínum tíma hafi þó ekki verið neinn illur ásetningur. Henni hafi ekki gengið neitt annað til en að fara að lögum og þar á meðal og ekki síst mikilvægum lögum frá 2013 um að okkur beri að koma vel fram við dýr. „Í afar þröngri stöðu í tíma og rúmi þar sem ég fékk í hendur álit fagráðs um dýravelferð sem taldi að veiðar á hval gætu ekki samræmst dýravelferðarlögum fól ég ráðuneyti mínu að gera tillögur að viðbrögðum. Ég fór þá að öllu leyti að ráðgjöf ráðuneytisins og undirritaði reglugerð um frestun á upphafi vertíðarinnar þar sem unnt væri að nýta tímann til að m.a. kanna tillögur leyfishafans um það hvort og þá hvernig bæta mætti framkvæmdina.“

Svandís segir að hún hafi enn ekki heyrt þá rödd sem telji að það sé réttlætanlegt að stunda ómannúðlegar veiðar á hvölum. „Og umboðsmaður tekur raunar undir það að málefnalegt geti verið að líta til sjónarmiða um dýravelferð við reglusetningu á grundvelli hvalveiðilaganna. En nú er álit umboðsmanns komið fram og ég hlusta á þau sjónarmið sem þar koma fram og tek þau til mín.

Ráðuneyti mitt hefur rýnt álitið og lögfræðileg niðurstaða þess er sú að það gefi ekki tilefni til sérstakra viðbragða. Það er í samræmi við niðurstöðu umboðsmanns en hann beinir ekki sérstökum tilmælum um úrbætur til mín, umfram það að hafa sjónarmiðin sem fram koma í álitinu í huga til framtíðar.“

Ætlar að gera tvennt

Engu að síður hafi hún ákveðið eftirfarandi: Í fyrsta lagi að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða, þar með talið alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, og valdheimildir stjórnvalda á þeim grundvelli. „Álitsgjafi verði jafnframt beðinn um að gera tillögur að úrbótum eftir því sem við á, og eftir atvikum tillögur að breytingum á lögum.“

Í öðru lagi að fela ríkislögmanni að leggja mat á framkomið erindi Hvals hf. þar sem félagið óskar eftir viðræðum við ríkið um mögulegt uppgjör vegna álitsins. „Ég gríp til þessara skýru viðbragða í ljósi þess að mikilvægt er að stjórnvöld beri virðingu fyrir eftirlitsstofnunum og sýni það í verki. Umboðsmaður Alþingis gegnir mikilvægu hlutverki í eftirliti með stjórnsýslu ríkisins í okkar lýðræðissamfélagi.“

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það er öllum ljóst að Svandís hefur nú þegar andað á kviku íhaldsins á Íslandi. Ekki bara innan Sjálfsstæðisflokks, einnig á flokksbrotið og Framsókn. Enginn framfarasinnaður stjórnmálamaður hefur til þessa voga sér að míga utaní goð þeirra. Ég hef fulla trú á Svandísi
    0
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Mjög skynsamleg viðbrögð eins of okkar bestu ráðherra.
    Katrín Oddsdóttir júristi hefur dregið fram í þessa umræðu undarleg viðskipti um nálægt 40 hektara lands í Hvalfirði sem er selt ásamt bryggju allt fyrir einungis 10 milljónir til Kristjáns Loftssonar. Næanat fremur gjöf en sala. Líklegt er að þetta land sem var áður í eignasafni ríkisins hafi aldrei verið auglýst til sölu á almennum markaði.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
3
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár