Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Svandís kynnir viðbrögð sín: Ætlar hvorki að segja af sér né færa sig

Við­brögð Svandís­ar Svavars­dótt­ur við áliti um­boðs­manns Al­þing­is verða þau að fela óháð­um að­ila að fara yf­ir stjórn­sýslu og lagaum­gjörð hval­veiða og fela rík­is­lög­manni að leggja mat á mögu­legt upp­gjör rík­is­ins við Hval. Van­traust­stil­laga verð­ur lögð fram á Svandísi síð­ar í dag. Óvissa er uppi um hvort all­ir stjórn­ar­þing­menn verji hana.

Svandís kynnir viðbrögð sín: Ætlar hvorki að segja af sér né færa sig
Situr sem fastast Svandís Svavarsdóttir hefur verið undir miklum þrýstingi frá samstarfsflokkum sínum, sérstaklega Sjálfstæðisflokki, um að segja af sér eða færa sig til í starfi. Hún virðist ætla að gera hvorugt. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða, þar með talið alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, og valdheimildir stjórnvalda á þeim grundvelli. Þá verður álitsgjafinn jafnframt beðinn um að gera tillögur að úrbótum eftir því sem við á, og eftir atvikum tillögur að breytingum á lögum. 

Svandís hefur einnig ákveðið að fela ríkislögmanni að leggja mat á framkomið erindi Hvals hf. þar sem félagið óskar eftir viðræðum við ríkið um mögulegt uppgjör vegna álitsins. Í færslu á Facebook segir Svandís að hún grípi „til þessara skýru viðbragða í ljósi þess að mikilvægt er að stjórnvöld beri virðingu fyrir eftirlitsstofnunum og sýni það í verki. Umboðsmaður Alþingis gegnir mikilvægu hlutverki í eftirliti með stjórnsýslu ríkisins í okkar lýðræðissamfélagi.“

Með þessu virðast viðbrögð Vinstri grænna við áliti umboðsmanns Alþingis, sem sagði að Svandís hefði brotið lög með ákvörðun sinni um að banna hvalveiðar tímabundið degi áður en þær áttu að hefjast, fram komin. Þingmenn hinna stjórnarflokkanna, sérstaklega Sjálfstæðisflokksins, hafa þrýst á slík viðbrögð. Þótt það hafi ekki verið sagt opinberlega þá hefur verið krafa uppi um afsögn eða að Svandís feti í fótspor Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og skipti um ráðuneyti. Bjarni gerði slíkt í október eftir að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brostið hæfi til að selja félagi í eigu föður síns hlut í Íslandsbanka. Bjarni fór þá úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu í utanríkisráðuneytið. Í færslu Svandísar er hvorki boðuð afsögn né tilfærsla í annað ráðuneyti.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur sagt að hún muni leggja fram vantrauststillögu á Svandísi í dag þegar þing kemur aftur saman eftir rúmlega mánaðarlangt jólafrí. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki gefið afgerandi svör um hvort þeir muni verja Svandísi vantrausti og hafa margir sagt að það sé í höndum Vinstri grænna að finna réttu viðbrögðin við niðurstöðu umboðsmanns Alþingis. Nú liggja þau viðbrögð fyrir. Búast má við að vantrauststillagan verði tekin fyrir á morgun eða hinn. 

Þungbært og umhugsunarefni

Í færslunni sem birtist í morgun segir Svandís að álit umboðsmanns Alþingis hafi verið sér mikið umhugsunarefni, bæði sem stjórnmálamaður og embættismaður. „Það er hverjum ráðherra þungbært þegar álit umboðsmanns leiðir í ljós að ráðstafanir séu ekki eins og best verður á kosið. Í þessu tilviki að útgáfa reglugerðar um hvalveiðar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum eins og atvikum var háttað í júní. Einnig að aðdragandi og undirbúningur reglugerðarinnar hafi ekki uppfyllt kröfur um meðalhóf.“

Að baki útgáfu reglugerðarinnar á sínum tíma hafi þó ekki verið neinn illur ásetningur. Henni hafi ekki gengið neitt annað til en að fara að lögum og þar á meðal og ekki síst mikilvægum lögum frá 2013 um að okkur beri að koma vel fram við dýr. „Í afar þröngri stöðu í tíma og rúmi þar sem ég fékk í hendur álit fagráðs um dýravelferð sem taldi að veiðar á hval gætu ekki samræmst dýravelferðarlögum fól ég ráðuneyti mínu að gera tillögur að viðbrögðum. Ég fór þá að öllu leyti að ráðgjöf ráðuneytisins og undirritaði reglugerð um frestun á upphafi vertíðarinnar þar sem unnt væri að nýta tímann til að m.a. kanna tillögur leyfishafans um það hvort og þá hvernig bæta mætti framkvæmdina.“

Svandís segir að hún hafi enn ekki heyrt þá rödd sem telji að það sé réttlætanlegt að stunda ómannúðlegar veiðar á hvölum. „Og umboðsmaður tekur raunar undir það að málefnalegt geti verið að líta til sjónarmiða um dýravelferð við reglusetningu á grundvelli hvalveiðilaganna. En nú er álit umboðsmanns komið fram og ég hlusta á þau sjónarmið sem þar koma fram og tek þau til mín.

Ráðuneyti mitt hefur rýnt álitið og lögfræðileg niðurstaða þess er sú að það gefi ekki tilefni til sérstakra viðbragða. Það er í samræmi við niðurstöðu umboðsmanns en hann beinir ekki sérstökum tilmælum um úrbætur til mín, umfram það að hafa sjónarmiðin sem fram koma í álitinu í huga til framtíðar.“

Ætlar að gera tvennt

Engu að síður hafi hún ákveðið eftirfarandi: Í fyrsta lagi að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða, þar með talið alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, og valdheimildir stjórnvalda á þeim grundvelli. „Álitsgjafi verði jafnframt beðinn um að gera tillögur að úrbótum eftir því sem við á, og eftir atvikum tillögur að breytingum á lögum.“

Í öðru lagi að fela ríkislögmanni að leggja mat á framkomið erindi Hvals hf. þar sem félagið óskar eftir viðræðum við ríkið um mögulegt uppgjör vegna álitsins. „Ég gríp til þessara skýru viðbragða í ljósi þess að mikilvægt er að stjórnvöld beri virðingu fyrir eftirlitsstofnunum og sýni það í verki. Umboðsmaður Alþingis gegnir mikilvægu hlutverki í eftirliti með stjórnsýslu ríkisins í okkar lýðræðissamfélagi.“

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það er öllum ljóst að Svandís hefur nú þegar andað á kviku íhaldsins á Íslandi. Ekki bara innan Sjálfsstæðisflokks, einnig á flokksbrotið og Framsókn. Enginn framfarasinnaður stjórnmálamaður hefur til þessa voga sér að míga utaní goð þeirra. Ég hef fulla trú á Svandísi
    0
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Mjög skynsamleg viðbrögð eins of okkar bestu ráðherra.
    Katrín Oddsdóttir júristi hefur dregið fram í þessa umræðu undarleg viðskipti um nálægt 40 hektara lands í Hvalfirði sem er selt ásamt bryggju allt fyrir einungis 10 milljónir til Kristjáns Loftssonar. Næanat fremur gjöf en sala. Líklegt er að þetta land sem var áður í eignasafni ríkisins hafi aldrei verið auglýst til sölu á almennum markaði.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
1
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
5
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár