Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni: „Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“

Formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins seg­ir að eng­inn ætti að fá að flagga fána annarra þjóða fyr­ir fram­an Al­þingi til að mót­mæla ís­lensk­um stjórn­völd­um. Hann seg­ir Al­þingi hafa ít­rek­að brugð­ist með því að hafna til­lög­um dóms­mála­ráð­herra um hert­ari regl­ur í mála­flokkn­um og vill auka eft­ir­lit á landa­mær­um.

Bjarni: „Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“
Aukin harka í útlendingamálum Bjarni Benediktsson er formaður eins þeirra flokka sem mynda ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Mynd: Golli

„Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll sem nú hafa staðið þar síðan 27. desember síðastliðinn. Það er óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þessum helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis. Í gær beit Reykjavíkurborg höfuðið af skömminni með því að framlengja leyfið. Það má gera ráð fyrir að það hafi verið hugsað í þeim tilgangi að tryggja að tjöldin stæðu þarna að lágmarki fram yfir samkomudag þingsins í upphafi næstu viku.“

Þetta segir Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook sem birtist í kvöld. 

Þar segist Bjarni þeirrar skoðunar að tjaldbúðirnar hafi ekkert með hefðbundin mótmæli að gera. „Í þessu tilviki hefur Reykjavíkurborg leyft því að gerast að hópur mótmælenda kemur sér í heilan mánuð fyrir með tjöldum og búnaði. Ég gef ekkert fyrir lítillega breytt skilyrði sem fylgja framlengingu leyfisins frá því í gær. Hópurinn flaggar þarna fjölda þjóðfána Palestínu og festir á ljósastaura og tjöld.“

Að mati Bjarna ætti engum að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi Íslands svo vikum skipti til að mótmæla íslenskum stjórnvöldum. „Hvað þá að festa slíka fána á ljósastaura og annað lauslegt og láta þá hanga þar svo vikum skipti.  Óskiljanlegt er að þetta hafi fengið að viðgangast og hvað þá að Reykjavíkurborg leggi sérstaka blessun yfir flöggun fánans við framlengingu leyfisins. Þeir sem mótmæla eru í landi sem fær margfalt fleiri umsóknir hælisleitenda en nágrannaríkin. Hærra hlutfall umsókna er jafnframt tekið til efnislegrar meðferðar hér með jákvæðri niðurstöðu. Ekkert Norðurlandanna hefur tekið við fleiri Palestínumönnum en Ísland undanfarið og ekkert annað land hefur tekið til flýtimeðferðar beiðnir um fjölskyldusameiningar eftir 7. október. Þessi hópur krefst þess nú að íslensk stjórnvöld gangi einnig lengra en allar nágrannaþjóðir til þess að tryggja að það fólk komist frá Gaza.“

Bjarni segir að .að sem næst þurfi að gerast í þessum málaflokki sé að herða reglur um hælisleitendamál, samræma við það sem gerist hjá nágrannaþjóðum og auka eftirlit á landamærum. „Núverandi fyrirkomulag er algerlega komið úr böndunum, bæði varðandi kostnað og fjölda umsókna. Innviðir okkar komnir að þolmörkum og á því þingi sem tekur aftur til starfa á mánudaginn fram á sumar skiptir öllu að á þessum málum verði tekið af festu og öryggi. Alþingi hefur ítrekað brugðist og hafnað tillögum dómsmálaráðherra sem m.a. hafa átt að taka á þessari stöðu, þótt nokkur jákvæð skref hafi verið tekin.   Samhliða þessu þarf að styrkja lögregluna m.a. með auknum heimildum í baráttunni gegn brotastarfsemi, þ.m.t. alþjóðlegri brotastarfsemi.“

Nálægt átta af hverjum tíu frá Úkraínu eða Venesúela

Alls 223 flóttamenn frá Palestínu sóttu um vernd á Íslandi í fyrra, þegar umsóknum um vernd fækkaði frá metárinu 2022. Nálægt 80 prósent þeirra sem sóttust eftir vernd á Íslandi á árunum 2022 og 2023 komu annað hvort frá Úkraínu eða Venesúela. Það fólk hefur sótt til Íslands vegna stjórnvaldsákvarðanna sem teknar voru af ríkisstjórninni sem setið hefur á Íslandi frá árinu 2017. 

Þar er annars vegar um ákvörðun um að veita öllum þeim sem hér sóttu um hæli svokallaða viðbótarvernd vegna slæmra aðstæðna í Venesúela á árunum 2018 til 2020. Þegar Útlendingastofnun fór að neita fólki um vernd 2021 komst kærunefnd útlendingamála aftur og aftur að því að ekki ætti að senda venesúelska hælisleitendur úr landi, fremur ætti að veita þeim viðbótarvernd. Því má segja að frá 2018 og út árið 2021 hafi meira og minna allir venesúelskir sem hér sóttu um vernd fengið hæli vegna þess að ástandið í heimalandinu væri það slæmt. 

Þannig var staðan þangað til fyrir rúmu ári þegar Útlendingastofnun ákvað að bíða með umsóknir fólks frá Venesúela þar til að kærunefnd útlendingamála myndi kveða upp nýjan dóm í málum þess. Sá dómur kom í september og var á þá leið að ástandið í heimalandi þeirra væri ekki lengur nægilega slæmt til að fólk frá Venesúela gæti talist flóttafólk á þeim grunni. 

Hins vegar var tekin stjórnvaldsákvörðun sem veitir Úkraínufólki viðbótarvernd umfram aðra vegna stríðsins sem þar geisar. 

 

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Það má fastlega gera ráð fyrir að ef bjarN1 benediksson foringi stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisflokksins hefði fordæmt þjóðarmorð zioista á paletínsku þjóðinni á þeim tíma sem hann gerði það ekki.
    Þá hefðu þessar tjaldbúðir aldrei risið.
    Þannig að það sem þú er að grenja yfir bjarN1 vælukjói.
    Er afleiðingar af þínum egin gjörðum.
    So cry me a river skíhæll. PUNKTUR!
    -2
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Það er líka hörmung að sjá Utanríkisráðherra gera sig að fífli á blaðamannafundi erlendis. "Þú segir að það hafi verið árás" Eru aumustu ummæli sem ég hef orðið vitni að og sannfærði mig endanlega um að Bjarni er svo takmarkaður að hann er bara til heimabrúks, því þar þekkjum við þó okkar sauði og vitum hvernig þeir eru og bregður síður við asnastrik. En á alþjóðavettvangi er svona framkoma þjóðinni allri til skammar.
    4
    • Steinþór Grímsson skrifaði
      Ég myndi skamma hann fyrir eitt, að mæta á norræna ráðstefnu sem utanríkisráðherra og tala ensku! :)
      4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu