Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Nýrri skiptistöð við rætur Klapparstígs mótmælt

Íbú­ar í fjöl­býl­is­hús­um neðst á Klapp­ar­stíg mót­mæla áform­um borg­ar­inn­ar um að setja nið­ur skipti­stöð Strætó á bíla­plan við Skúla­götu. Skipti­stöð­in er önn­ur tveggja sem á að taka tíma­bund­ið við hlut­verki Hlemms sem enda­stöðv­ar, á með­an fram­kvæmd­ir við Hlemm­torg standa yf­ir.

Nýrri skiptistöð við rætur Klapparstígs mótmælt
Skúlagata Íbúar í húsunum sem liggja á mótum Skúlagötu og Klapparstígs hafa andmæt áformum um nýja skiptistöð Strætó á svæðinu. Borgaryfirvöld hyggjast þó halda sínu striki. Mynd: Golli

Vegna framkvæmda á Hlemmtorgi og fyrirhugaðra breytinga á leiðakerfi Strætó er stefnt að því að Hlemmur verði ekki lengur endastöð strætisvagna. Þar verði í staðinn einungis einfalt strætisvagnastopp, þar sem vagnar staldra ekki við á milli ferða. Vegna þessara breytinga þarf að koma upp stærri skiptistöðvum á öðrum stöðum og ákveðið hefur verið af hálfu borgaryfirvalda að ný endastöð verði sett upp á Skúlagötu, nánar tiltekið á svæði sem í dag er bílastæði með 62 stæðum, við rætur Klapparstígs. 

Ráðstöfunin á að vera tímabundin, en samkvæmt fyrstu hugmyndum að nýju leiðaneti Strætó, sem kynntar voru árið 2019, er fyrirhugað að endastöð og meginskiptistöð Strætó (og þá Borgarlínu) verði við samgöngumiðstöð á BSÍ-reit, í framtíðinni. Til að byrja með munu þó skiptistöðin við Skúlagötu og önnur, á bílastæði Háskóla Íslands við Hringbraut, í sameiningu taka við því endastöðvarhlutverki sem Hlemmur hefur í dag.

Deiliskipulagsbreytingar eru nauðsynlegar til þess að hægt sé …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár