Vegna framkvæmda á Hlemmtorgi og fyrirhugaðra breytinga á leiðakerfi Strætó er stefnt að því að Hlemmur verði ekki lengur endastöð strætisvagna. Þar verði í staðinn einungis einfalt strætisvagnastopp, þar sem vagnar staldra ekki við á milli ferða. Vegna þessara breytinga þarf að koma upp stærri skiptistöðvum á öðrum stöðum og ákveðið hefur verið af hálfu borgaryfirvalda að ný endastöð verði sett upp á Skúlagötu, nánar tiltekið á svæði sem í dag er bílastæði með 62 stæðum, við rætur Klapparstígs.
Ráðstöfunin á að vera tímabundin, en samkvæmt fyrstu hugmyndum að nýju leiðaneti Strætó, sem kynntar voru árið 2019, er fyrirhugað að endastöð og meginskiptistöð Strætó (og þá Borgarlínu) verði við samgöngumiðstöð á BSÍ-reit, í framtíðinni. Til að byrja með munu þó skiptistöðin við Skúlagötu og önnur, á bílastæði Háskóla Íslands við Hringbraut, í sameiningu taka við því endastöðvarhlutverki sem Hlemmur hefur í dag.
Deiliskipulagsbreytingar eru nauðsynlegar til þess að hægt sé …
Athugasemdir