Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stólaskipti í ráðhúsinu

Ein­ar Þor­steins­son tók við sem borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur í dag. Ein­ar verð­ur fyrsti Fram­sókn­ar­mað­ur­inn til þess að gegna embætti borg­ar­stjóra. Frá­far­andi borg­ar­stjóri, Dag­ur B. Eggerts­son, tek­ur nú við stöðu for­manns borg­ar­ráðs. Ein­ar og Dag­ur skipt­ust á lykl­um á skrif­stofu borg­ar­stjóra.

Stólaskipti í ráðhúsinu
Einar Þorsteinsson tekur við sem borgarstjóri í dag Fráfarandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, hefur gegnt embætti borgarstjóri í tíu ár Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, tók við embætti borgarstjóra í dag. Einar var kjörinn nýr borgarstjóri Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar klukkan þrjú. Var hann kosinn með 14 atkvæðum en auðir kosningaseðlar voru 9. Að fundi loknum munu nýr borgarstjóri og fráfarandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, skiptast á lyklum með formlegri athöfn sem fer fram á skrifstofu borgarstjóra. 

Í ræðu sinni þakkaði Einar fráfarandi borgarstjóra fyrir störf sín en minnti þó á þetta væri ekki kveðjustund og Dagur væri ekki farinn. Hann muni ennþá gegna mikilvægu hlutverki í borgarstjórn, sem formaður borgarráðs. 

Kveðið var á um sætaskipti Einars og Dags í meirihlutasáttmála Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar sem undirritaður var sumarið 2022. Á fyrstu 18 mánuðum kjörtímabilsins hefur Einar verið formaður borgarráðs en nú mun Dagur gegna því embætti út kjörtímabilið.

Langur ferill í borgarstjórn

Dagur B. Eggertsson hefur verið borgarstjóri samfellt frá árinu 2014. Áður, eða haustið 2007, gegndi Dagur embætti borgarstjóra í hundrað daga. Hann hefur setið í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna frá árinu 2002. Enginn hefur setið lengur í borgarstjórn en hann.   

Í nýlegu viðtali við Heimildina sagðist Dagur ekki sjá fyrir sér að fara aftur í borgarstjórnarkosningar. Hann sagðist þó ekki útiloka að fara í landsmálin og taka þátt í næstu alþingiskosningum.

Samfylkingin hefur verið að mælast vel í könnunum og mælist nú með mest fylgi allra flokka á landsvísu. Í desemberkönnun Maskínu mældist flokkurinn með 26 prósenta fylgi, sem er um níu prósentum meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem er með næstmest fylgi.

Í ræðu á borgarstjórnarfundi í dag hrósaði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, Degi fyrir festu í stjórnmálum og þakkaði honum fyrir vel unnin störf. Þá bætti Dóra við „að sagan muni fara mjúkum höndum um Dag.“

Einar Þorsteinsson borgarstjóri

Einar er fyrsti Framsóknarmaðurinn til að gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur. Þrátt fyrir stuttan feril í stjórnmálum tókst Einari að tryggja sér borgarstjórastólinn í krafti sögulega góðs gengis Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningunum árið 2022.

Í kosningunum fékk Framsóknarflokkurinn 18,7 prósent greiddra atkvæða. Jókst fylgi þeirra um rúm 15 prósent frá síðustu kosningum árið 2018, þar sem Framsóknarflokkurinn fékk um 3,2 prósent atkvæða.

Einar starfaði áður sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu um árabil. Áður en hann hóf feril sinn í stjórnmálum var hann flestum kunnur sem þáttastjórnandi í Kastljósi. Hann sagði upp störfum þar í ársbyrjun 2022 og í mars tilkynnti hann um framboð sitt í þættinum Vikunni með Gísla Marteini.

Áður en Einar gekk til liðs við Framsóknarflokkinn var hann meðlimur í Sjálfstæðisflokknum og var til að mynda eitt sinn formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi. 

Einar er fæddur á aðfangadag 1978 og er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hann er kvæntur Millu Ósk Magnúsdóttur, sem starfar sem aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar.

Sjá má fund borgarstjórnar í beinu streymi hér:

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
3
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Næstum jafn gamall og Sighvatur í Eyvindarholti
6
Erlent

Næst­um jafn gam­all og Sig­hvat­ur í Ey­vind­ar­holti

Þeg­ar Don­ald Trump tók við embætti for­seta Banda­ríkj­anna á mánu­dag var hann ein­ung­is 49 dög­um yngri en elsti mað­ur­inn sem set­ið hef­ur á Al­þingi Ís­lend­inga. Með embættis­tök­unni varð Trump elsti mað­ur­inn til að taka við embætti for­seta og ef hann sit­ur út kjör­tíma­bil­ið skák­ar hann Joe Biden, en eng­inn hef­ur ver­ið eldri en hann var á síð­asta degi sín­um í embætt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
3
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
5
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Lilja Rafney Magnúsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár