Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stólaskipti í ráðhúsinu

Ein­ar Þor­steins­son tók við sem borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur í dag. Ein­ar verð­ur fyrsti Fram­sókn­ar­mað­ur­inn til þess að gegna embætti borg­ar­stjóra. Frá­far­andi borg­ar­stjóri, Dag­ur B. Eggerts­son, tek­ur nú við stöðu for­manns borg­ar­ráðs. Ein­ar og Dag­ur skipt­ust á lykl­um á skrif­stofu borg­ar­stjóra.

Stólaskipti í ráðhúsinu
Einar Þorsteinsson tekur við sem borgarstjóri í dag Fráfarandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, hefur gegnt embætti borgarstjóri í tíu ár Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, tók við embætti borgarstjóra í dag. Einar var kjörinn nýr borgarstjóri Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar klukkan þrjú. Var hann kosinn með 14 atkvæðum en auðir kosningaseðlar voru 9. Að fundi loknum munu nýr borgarstjóri og fráfarandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, skiptast á lyklum með formlegri athöfn sem fer fram á skrifstofu borgarstjóra. 

Í ræðu sinni þakkaði Einar fráfarandi borgarstjóra fyrir störf sín en minnti þó á þetta væri ekki kveðjustund og Dagur væri ekki farinn. Hann muni ennþá gegna mikilvægu hlutverki í borgarstjórn, sem formaður borgarráðs. 

Kveðið var á um sætaskipti Einars og Dags í meirihlutasáttmála Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar sem undirritaður var sumarið 2022. Á fyrstu 18 mánuðum kjörtímabilsins hefur Einar verið formaður borgarráðs en nú mun Dagur gegna því embætti út kjörtímabilið.

Langur ferill í borgarstjórn

Dagur B. Eggertsson hefur verið borgarstjóri samfellt frá árinu 2014. Áður, eða haustið 2007, gegndi Dagur embætti borgarstjóra í hundrað daga. Hann hefur setið í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna frá árinu 2002. Enginn hefur setið lengur í borgarstjórn en hann.   

Í nýlegu viðtali við Heimildina sagðist Dagur ekki sjá fyrir sér að fara aftur í borgarstjórnarkosningar. Hann sagðist þó ekki útiloka að fara í landsmálin og taka þátt í næstu alþingiskosningum.

Samfylkingin hefur verið að mælast vel í könnunum og mælist nú með mest fylgi allra flokka á landsvísu. Í desemberkönnun Maskínu mældist flokkurinn með 26 prósenta fylgi, sem er um níu prósentum meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem er með næstmest fylgi.

Í ræðu á borgarstjórnarfundi í dag hrósaði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, Degi fyrir festu í stjórnmálum og þakkaði honum fyrir vel unnin störf. Þá bætti Dóra við „að sagan muni fara mjúkum höndum um Dag.“

Einar Þorsteinsson borgarstjóri

Einar er fyrsti Framsóknarmaðurinn til að gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur. Þrátt fyrir stuttan feril í stjórnmálum tókst Einari að tryggja sér borgarstjórastólinn í krafti sögulega góðs gengis Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningunum árið 2022.

Í kosningunum fékk Framsóknarflokkurinn 18,7 prósent greiddra atkvæða. Jókst fylgi þeirra um rúm 15 prósent frá síðustu kosningum árið 2018, þar sem Framsóknarflokkurinn fékk um 3,2 prósent atkvæða.

Einar starfaði áður sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu um árabil. Áður en hann hóf feril sinn í stjórnmálum var hann flestum kunnur sem þáttastjórnandi í Kastljósi. Hann sagði upp störfum þar í ársbyrjun 2022 og í mars tilkynnti hann um framboð sitt í þættinum Vikunni með Gísla Marteini.

Áður en Einar gekk til liðs við Framsóknarflokkinn var hann meðlimur í Sjálfstæðisflokknum og var til að mynda eitt sinn formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi. 

Einar er fæddur á aðfangadag 1978 og er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hann er kvæntur Millu Ósk Magnúsdóttur, sem starfar sem aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar.

Sjá má fund borgarstjórnar í beinu streymi hér:

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár