Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Engin sjáanleg virkni í gossprungunum

Eng­in sjá­an­leg virkni er í gossprung­un­um við Grinda­vík. Áfram er tal­in mik­il hætta á svæð­inu og er of snemmt að lýsa yf­ir gos­lok­um. Sprung­ur halda áfram að koma í ljós inn­an Grinda­vík­ur.

Engin sjáanleg virkni í gossprungunum
200 smáskjálftar Jarðskjálftavirkni hefur dregist saman en 200 smáskjáltar hafa mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Mynd: Golli

Seinustu hraunspýjur komu upp úr nyrðri sprungunni nálægt Grindavík rétt upp úr klukkan eitt í nótt. Síðan þá hefur engin sjáanleg virkni verið í gossprungunum kemur fram í tilkynningu Veðurstofu Íslands. Sprungur halda áfram að koma í ljós innan Grindavíkur.

Jarðskjálftavirkni dregst áfram saman og hafa um 200 smáskjálftar mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Bendir það til þess að það sé kvika á hreyfingu og svæðið að jafna sig. Það er of snemmt að lýsa yfir goslokum en mesta skjálftavirknin er við Hagafell, nálægt fyrri gossprungunni sem opnaðist á sunnudaginn. 

Sprungur suðvestanvert við Grindavík sem áður höfðu verið kortlagaðar hafa stækkað töluvert. Var það skoðað með hitamyndum úr dróna í nótt. Drónar hafa verið notaðir til að meta aðstæður í Grindavík. Það er áfram mikil hætta á svæðinu. 

Veð­ur­stof­an var­aði við því að nýj­ar sprung­ur og gosop mynd­ist í eða við Grinda­vík í gær. Jafnt og þétt hafði dregist úr krafti eldgossins við Grindavík. Þrátt fyrir vísbendingar um að gosinu fari senn að ljúka hafa náttúruvársérfræðingar Veðurstofu Íslands lagt áherslu á að svæðið er enn skilgreint sem hættusvæði og óvissan um hvað gerist næst er enn mikil. Varað er við mögulegri opnun nýrra gossprungna á svæðinu.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár