Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Engin sjáanleg virkni í gossprungunum

Eng­in sjá­an­leg virkni er í gossprung­un­um við Grinda­vík. Áfram er tal­in mik­il hætta á svæð­inu og er of snemmt að lýsa yf­ir gos­lok­um. Sprung­ur halda áfram að koma í ljós inn­an Grinda­vík­ur.

Engin sjáanleg virkni í gossprungunum
200 smáskjálftar Jarðskjálftavirkni hefur dregist saman en 200 smáskjáltar hafa mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Mynd: Golli

Seinustu hraunspýjur komu upp úr nyrðri sprungunni nálægt Grindavík rétt upp úr klukkan eitt í nótt. Síðan þá hefur engin sjáanleg virkni verið í gossprungunum kemur fram í tilkynningu Veðurstofu Íslands. Sprungur halda áfram að koma í ljós innan Grindavíkur.

Jarðskjálftavirkni dregst áfram saman og hafa um 200 smáskjálftar mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Bendir það til þess að það sé kvika á hreyfingu og svæðið að jafna sig. Það er of snemmt að lýsa yfir goslokum en mesta skjálftavirknin er við Hagafell, nálægt fyrri gossprungunni sem opnaðist á sunnudaginn. 

Sprungur suðvestanvert við Grindavík sem áður höfðu verið kortlagaðar hafa stækkað töluvert. Var það skoðað með hitamyndum úr dróna í nótt. Drónar hafa verið notaðir til að meta aðstæður í Grindavík. Það er áfram mikil hætta á svæðinu. 

Veð­ur­stof­an var­aði við því að nýj­ar sprung­ur og gosop mynd­ist í eða við Grinda­vík í gær. Jafnt og þétt hafði dregist úr krafti eldgossins við Grindavík. Þrátt fyrir vísbendingar um að gosinu fari senn að ljúka hafa náttúruvársérfræðingar Veðurstofu Íslands lagt áherslu á að svæðið er enn skilgreint sem hættusvæði og óvissan um hvað gerist næst er enn mikil. Varað er við mögulegri opnun nýrra gossprungna á svæðinu.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár