Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Mér leið eins og ég væri að kveðja húsið“

Grind­vík­ing­ur­inn og fast­eigna­sal­inn Páll Þor­björns­son upp­lifði ákveðna köll­un síð­ast­lið­inn föstu­dag og fann sig knú­inn til að sækja eign­ir sín­ar til Grinda­vík­ur. Hann hef­ur haft það sterk­lega á til­finn­ing­unni að hann myndi upp­lifa eld­gos ná­lægt sér ein­hvern tím­an á lífs­leið­inni.

„Mér leið eins og ég væri að kveðja húsið“
Fótboltatreyja Grindavíkurstoltið fylgir Páli á skrifstofu hans í Mosfellsbæ þar sem fótboltatreyja Grindavíkur fær að njóta sín. Mynd: Aðsend

„Það var þessi köllun,“ sagði Páll Þorbjörnsson, Grindvíkingur og fasteignasali, í samtali við blaðamann Heimildarinnar. Hann fór seinasta laugardagsmorgun til Grindavíkur og sótti verðmæti í húsið sitt eftir að hafa fundið það á sér að hann ætti að gera sér ferð til Grindavíkur. Húsið hans er í Austurhóp í ytri Grindavík, um 300 metra frá ný runnu hrauni. „Ég vaknaði mjög snemma á laugardagsmorguninn og var lagður af stað upp úr átta leytinu til Grindavíkur.“

„Mér leið eins og ég væri að kveðja húsið. Það var svo mikill söknuður en við félagarnir erum að fara í sitthvora áttina,“ sagði Páll um húsið sitt. Páll fór víða um bæinn í ferð sinni til Grindavíkur á föstudag. „Ég keyrði út um allt en bærinn var auðvitað mjög sjúskaður. Það var svona, ég ætla ekki að segja vonleysi og það var ekki depurð, en ég man rosalega vel eftir því þegar ég fór. Það var eins og ég hefði fengið tengingu til að kveðja, en vonandi er hún röng.“

Alltaf vitað að hann myndi upplifa gos

Páll flutti til Grindavíkur fyrir tuttugu árum síðan, þá vegna vinnu. Hann hafði það sterklega á tilfinningunni að hann myndi upplifa gos á sinni ævi, ekki hvar sem er heldur nálægt sér. „Ég sá það alltaf fyrir norð-austan megin við Grindavík. Svo komu Fagradals eldarnir.“ Hann sagði það gos ekki hafa passað alveg inn í þá sýn sem hann hafði á gosinu. Þegar gosið við Grindavík hófst í nóvember fékk hann mörg skilaboð og símtöl frá fólki sem sagði „Palli þetta er allt sem þú hefur verið að tala um.“ 

Litu svo á að þau væru á leiðinni heim

„Eins og staðan er í dag þarf auðvitað að halda rosalega vel um Grindvíkinga. Nú er ástandið allt annað heldur en það var á föstudaginn, þegar við litum svo á að við værum að fara heim,“ sagði Páll.

Páll sagði að plönin hjá fjölskyldu hans voru ekki að flytja aftur til Grindavíkur á næstunni. „Ég er með allt í húsinu mínu fyrir utan rúmin. Allt annað er í húsinu mínu og okkur datt ekki í hug að taka það út því við fengum íbúð með húsgögnum.“

Páll og fjölskylda hans leigja núna íbúð á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum búin að búa í sumarbústað, hótelherbergi, fjórum öðrum eignum áður en við fengum þetta húsnæði.“ Fjölskyldan keypti húsið í Grindavík fyrir fjórum árum síðan og hafa lagt mikið í að gera það að sínu. 

„Það sem situr í manni er að ég veit ekki hvar mig langar að vera ef að Grindavík er ekki staðurinn.“

„Það er mikil óvissa hjá fólki“ 

„Stjórnvöld hafa alveg gert ákveðna hluti en meðal fjölskylda er að punga út núna 300-500 þúsund krónum að lágmark á mánuði meira heldur en hún var að gera áður. Við erum að tala um laun annars makans í útborgun. Þannig fólk er bara að sökkva meira og meira,“ sagði Páll. Lánastofnanir gáfu Grindvíkingum þann kost að fara í greiðsluskjól en það mun renna út í febrúar. „Það er mikil óvissa hjá fólki og nú er bærinn mikið verr farinn. Sprungur gliðnuðu aftur og það er komið hraun inn í bæinn.“ 

Gríðarleg óvissa

„Við sjáum auðvitað ekkert fram í tímann en við vorum öll búin að sjá fyrir okkur að við værum að fara heim og við myndum taka næsta sumar heima og það væri búið að græja bæinn. En í dag erum við auðvitað í gríðarlegri óvissu og spurningin er bara er bærinn byggilegur eftir þetta?“

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár