Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Myndband: Báru eld að húsnæði Sverris Einars

Glugg­ar voru brotn­ir á hót­eli og gerð til­raun til íkveikju í hús­næði Sverr­is Ein­ars Ei­ríks­son­ar í Skip­holti í gær­morg­un. Hann seg­ist hafa ráð­ið ör­ygg­is­fyr­ir­tæki til að finna brennu­varg­ana, sem séu hluti stráka­geng­is.

Myndband: Báru eld að húsnæði Sverris Einars

Tveir drengir gerðu tilraun til íkveikju á hóteli í Skipholti 27 í Reykjavík á sunnudagsmorgun. Sverrir Einar Eiríksson, rekstraraðili hótelsins, segir í yfirlýsingu sinni að hann hafi leitað til lögreglu vegna skemmdarverka og hótana. Segir hann hótanirnar vera frá strákagengi sem hafði komist upp á kant við dyraverði frá fyrirtæki sem leigir út dyravörslu til skemmtistaða. 

„Ég leitaði til lögreglu vegna skemmdarverka og hótana frá einhverju strákagengi sem komist hafði upp á kant við dyraverði hjá fyrirtæki sem leigir út dyravörslu til skemmtistaða fyrir um hálfum mánuði. Strákarnir eru ekki klárari en svo að þeir hafa beint reiði sinni að mér,“ segir Sverrir Einar í yfirlýsingu til Heimildarinnar.

Sverrir segist ekki lengur vera í viðskiptum við þetta dyravarðafyrirtæki eftir að þessar hótanir byrjuðu. „Síðan þetta gerðist hef ég látið af viðskiptum við þetta dyravarðafyrirtæki og hafði vonast til þess að laganna verðir myndu bregðast skjótt við til að tryggja öryggi fólks gegn þessum drengjum sem í fávisku sinni virðast til alls vísir.“

Hann segist grípa til þess að birta myndbandið eftir að lögregla náði engum árangri í rannsókninni.

„Eftirgrennslan lögreglu hefur hins vegar engu skilað og ekki að sjá að rannsókn málsins gangi nokkuð. Þess vegna ákvað ég að birta sjálfur þetta myndband í von um að hafa uppi á þessum pörupiltum. Á myndbandinu sést tilraun til íkveikju á hóteli sem ég rek sem gerð var núna á sunnudagsmorguninn. Þetta er að sjálfsögðu stóralvarlegur glæpur. Betur fór en á horfðist og skaði sem betur fer lítill.“

Sverrir kveðst hafa ráðið öryggisfyrirtæki til að finna gerendurna. „Til að tryggja eigið öryggi og viðskiptavina minna hef ég líka ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu og finna þessa drengi til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki.“

Rannsókn málsins telur Sverrir hafa engu skilað og því ákvað hann að birta sjálfur þetta myndband í þeirri von um að hafa uppi á brennu vörgunum. Hann bíður 100.000 krónur í fundarlaun fyrir þá sem geta „með óyggjandi hætti“ bent sér á aðilana.  

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sverrir stendur í stórræðum. Í sama húsnæði og eldur var borinn að er skráð til heimilis Nýja Vínbúðin, sem og Kaupum Gull ehf. Sverrir keypti skemmtistaðinn B5 í fyrra, sem hafði orðið þekktur vegna hópárásar árið áður. Í september var hann handtekinn á staðnum og leiddur út í járnum eftir að lögregla hafði afskipti vegna of mikils fjölda gesta. Í október lokaði lögreglan skemmtistaðnum vegna gesta undir lögaldri. Skemmtistaðurinn heitir nú B, eftir að gerð var athugasemd við að Sverrir hefði notað vörumerkið B5 án heimildar eiganda þess.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár