Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Myndband: Báru eld að húsnæði Sverris Einars

Glugg­ar voru brotn­ir á hót­eli og gerð til­raun til íkveikju í hús­næði Sverr­is Ein­ars Ei­ríks­son­ar í Skip­holti í gær­morg­un. Hann seg­ist hafa ráð­ið ör­ygg­is­fyr­ir­tæki til að finna brennu­varg­ana, sem séu hluti stráka­geng­is.

Myndband: Báru eld að húsnæði Sverris Einars

Tveir drengir gerðu tilraun til íkveikju á hóteli í Skipholti 27 í Reykjavík á sunnudagsmorgun. Sverrir Einar Eiríksson, rekstraraðili hótelsins, segir í yfirlýsingu sinni að hann hafi leitað til lögreglu vegna skemmdarverka og hótana. Segir hann hótanirnar vera frá strákagengi sem hafði komist upp á kant við dyraverði frá fyrirtæki sem leigir út dyravörslu til skemmtistaða. 

„Ég leitaði til lögreglu vegna skemmdarverka og hótana frá einhverju strákagengi sem komist hafði upp á kant við dyraverði hjá fyrirtæki sem leigir út dyravörslu til skemmtistaða fyrir um hálfum mánuði. Strákarnir eru ekki klárari en svo að þeir hafa beint reiði sinni að mér,“ segir Sverrir Einar í yfirlýsingu til Heimildarinnar.

Sverrir segist ekki lengur vera í viðskiptum við þetta dyravarðafyrirtæki eftir að þessar hótanir byrjuðu. „Síðan þetta gerðist hef ég látið af viðskiptum við þetta dyravarðafyrirtæki og hafði vonast til þess að laganna verðir myndu bregðast skjótt við til að tryggja öryggi fólks gegn þessum drengjum sem í fávisku sinni virðast til alls vísir.“

Hann segist grípa til þess að birta myndbandið eftir að lögregla náði engum árangri í rannsókninni.

„Eftirgrennslan lögreglu hefur hins vegar engu skilað og ekki að sjá að rannsókn málsins gangi nokkuð. Þess vegna ákvað ég að birta sjálfur þetta myndband í von um að hafa uppi á þessum pörupiltum. Á myndbandinu sést tilraun til íkveikju á hóteli sem ég rek sem gerð var núna á sunnudagsmorguninn. Þetta er að sjálfsögðu stóralvarlegur glæpur. Betur fór en á horfðist og skaði sem betur fer lítill.“

Sverrir kveðst hafa ráðið öryggisfyrirtæki til að finna gerendurna. „Til að tryggja eigið öryggi og viðskiptavina minna hef ég líka ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu og finna þessa drengi til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki.“

Rannsókn málsins telur Sverrir hafa engu skilað og því ákvað hann að birta sjálfur þetta myndband í þeirri von um að hafa uppi á brennu vörgunum. Hann bíður 100.000 krónur í fundarlaun fyrir þá sem geta „með óyggjandi hætti“ bent sér á aðilana.  

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sverrir stendur í stórræðum. Í sama húsnæði og eldur var borinn að er skráð til heimilis Nýja Vínbúðin, sem og Kaupum Gull ehf. Sverrir keypti skemmtistaðinn B5 í fyrra, sem hafði orðið þekktur vegna hópárásar árið áður. Í september var hann handtekinn á staðnum og leiddur út í járnum eftir að lögregla hafði afskipti vegna of mikils fjölda gesta. Í október lokaði lögreglan skemmtistaðnum vegna gesta undir lögaldri. Skemmtistaðurinn heitir nú B, eftir að gerð var athugasemd við að Sverrir hefði notað vörumerkið B5 án heimildar eiganda þess.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár