Bókasöfn: Margir sem koma daglega en taka aldrei út bækur
Kunningjar Ársæll og Gunnar hittast á bókasafninu. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Bókasöfn: Margir sem koma daglega en taka aldrei út bækur

Á Borg­ar­bóka­safn­inu í Sól­heim­um kem­ur fólk á hverj­um degi sem tek­ur aldrei út bæk­ur. Þau sækja í kaffi, fé­lags­skap, and­rúms­loft­ið, blöð­in og bæk­urn­ar. Á Borg­ar­bóka­safn­inu í Úlfarsár­dal er amma með dótt­ur­son sinn sem er ekki enn kom­inn með pláss á leik­skóla og bóka­safnsvörð­ur sem finnst virð­ing vera mik­il­væg­ari en þögn á safn­inu.

Við borð eitt á Borgarbókasafninu í Sólheimum situr Gunnar Lúðvíksson og flettir í gegnum Morgunblaðið. Þarna hefur hann setið í klukkutíma að „leiðrétta Moggann“ eins og hann orðar það og er ekki alveg búinn enn enda tekur það sinn tíma að hans sögn. Þetta gerir hann flesta morgna, flettir í gegnum blöðin og blaðar í bókum. Hann tekur ekki mikið af bókum í láni, hann les þær bara hér á safninu. Hann telur mikilvægi bókasafna felast í fróðleiknum sem þar er að finna.  

Hann er ekki mættur á slaginu þegar bókasafnið er opnað, sem er klukkan tíu, en svona næstum því. Gunnar á heima í hverfinu og að hans sögn er þetta eini staðurinn, opinbera rýmið, sem hann nýtir sér, í raun eini staðurinn utan heimilisins sem hann ver miklum tíma á. Gunnar er orðinn níræður. 

Hann er ekki sá eini sem mætir á hverjum …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Bókasöfn eru ómissandi, þar á meðal Sólheimasafn sem er gimsteinn
    og hefur alltaf verið, reglulegt barnasetur frá fyrstu tíð.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár