Við borð eitt á Borgarbókasafninu í Sólheimum situr Gunnar Lúðvíksson og flettir í gegnum Morgunblaðið. Þarna hefur hann setið í klukkutíma að „leiðrétta Moggann“ eins og hann orðar það og er ekki alveg búinn enn enda tekur það sinn tíma að hans sögn. Þetta gerir hann flesta morgna, flettir í gegnum blöðin og blaðar í bókum. Hann tekur ekki mikið af bókum í láni, hann les þær bara hér á safninu. Hann telur mikilvægi bókasafna felast í fróðleiknum sem þar er að finna.
Hann er ekki mættur á slaginu þegar bókasafnið er opnað, sem er klukkan tíu, en svona næstum því. Gunnar á heima í hverfinu og að hans sögn er þetta eini staðurinn, opinbera rýmið, sem hann nýtir sér, í raun eini staðurinn utan heimilisins sem hann ver miklum tíma á. Gunnar er orðinn níræður.
Hann er ekki sá eini sem mætir á hverjum …
og hefur alltaf verið, reglulegt barnasetur frá fyrstu tíð.