Bókasöfn: Margir sem koma daglega en taka aldrei út bækur
Kunningjar Ársæll og Gunnar hittast á bókasafninu. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Bókasöfn: Margir sem koma daglega en taka aldrei út bækur

Á Borg­ar­bóka­safn­inu í Sól­heim­um kem­ur fólk á hverj­um degi sem tek­ur aldrei út bæk­ur. Þau sækja í kaffi, fé­lags­skap, and­rúms­loft­ið, blöð­in og bæk­urn­ar. Á Borg­ar­bóka­safn­inu í Úlfarsár­dal er amma með dótt­ur­son sinn sem er ekki enn kom­inn með pláss á leik­skóla og bóka­safnsvörð­ur sem finnst virð­ing vera mik­il­væg­ari en þögn á safn­inu.

Við borð eitt á Borgarbókasafninu í Sólheimum situr Gunnar Lúðvíksson og flettir í gegnum Morgunblaðið. Þarna hefur hann setið í klukkutíma að „leiðrétta Moggann“ eins og hann orðar það og er ekki alveg búinn enn enda tekur það sinn tíma að hans sögn. Þetta gerir hann flesta morgna, flettir í gegnum blöðin og blaðar í bókum. Hann tekur ekki mikið af bókum í láni, hann les þær bara hér á safninu. Hann telur mikilvægi bókasafna felast í fróðleiknum sem þar er að finna.  

Hann er ekki mættur á slaginu þegar bókasafnið er opnað, sem er klukkan tíu, en svona næstum því. Gunnar á heima í hverfinu og að hans sögn er þetta eini staðurinn, opinbera rýmið, sem hann nýtir sér, í raun eini staðurinn utan heimilisins sem hann ver miklum tíma á. Gunnar er orðinn níræður. 

Hann er ekki sá eini sem mætir á hverjum …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Bókasöfn eru ómissandi, þar á meðal Sólheimasafn sem er gimsteinn
    og hefur alltaf verið, reglulegt barnasetur frá fyrstu tíð.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár