Bókasöfn: Hallir fólksins
Mikilvægi félagslegra innviða Bandaríski félagsfræðingurinn Eric Klinenberg kynntist fyrst hugtakinu um félagslega innviði fyrir tuttugu árum síðan eftir að hann hafði rannsakað hvers vegna einmana fólk í Chicago varð útsettari fyrir því að deyja í hitabylgjunni sem lagðist yfir borgina árið 1995. Mynd: Heimildin / Davíð Þór
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Bókasöfn: Hallir fólksins

Banda­ríski fé­lags­fræð­ing­ur­inn Eric Klin­en­berg ræð­ir við Heim­ild­ina um ein­mana­leika, fé­lags­lega ein­angr­un og fé­lags­lega inn­viði. Hann lýs­ir al­menn­ings­rým­um, stöð­um og stofn­un­um sem eru opn­ar öll­um og hafa mót­andi áhrif á tengslamynd­un, á borð við bóka­söfn, sem höll­um fyr­ir fólk­ið, al­menn­ing. Þá seg­ir hann fé­lags­lega inn­viði ekki bara hægt að nýta í bar­átt­unni við ein­mana­leika held­ur séu þeir grunnstoð heil­brigðs lýð­ræð­is.

Á annarri hæð á Borgarbókasafninu í Grófinni, gegnt stórum glugga sem hleypir viðkvæmri vetrarbirtunni inn, hefur Eric Klinenberg komið sér vel fyrir í rauðum hægindastól. Hann er þreyttur og ekki að ástæðulausu enda nýkominn úr löngu flugi yfir hafið frá Bandaríkjunum, New York-borg, nánar tiltekið, þar sem hann býr og starfar. Hann er félagsfræðingur og skrif hans og rannsóknir um félagslega innviði, félagslega einangrun og einmanaleika hafa birst og fangað athygli víða um heim og nú á Íslandi.

Hingað var honum boðið til að taka þátt og halda tölu á alþjóðlegri ráðstefnu um hlutverk almenningsbókasafna í samfélögum sem haldin var í lok októbermánaðar í tilefni af hundrað ára afmæli Borgarbókasafnsins.

Eric, sem í tilkynningu frá bókasafninu var kallaður „einn fremsti félagsfræðingur okkar tíma“, er ekki ókunnugur hlutverki almenningsbókasafna en í fyrirlestrinum, sem hann hélt á nýja borgarbókasafninu í Úlfarsárdal, kynnti hann bók sína Hallir fyrir fólkið: Hvernig félagslegir inniviðir geta …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KHP
    Kristján Hrannar Pálsson skrifaði
    Geggjað viðtal!
    1
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    https://www.ala.org/advocacy/intfreedom/librarybill

    Library Bill of Rights, grein 5.
    “ A person’s right to use a library should not be denied or abridged because of origin, age, background, or views”

    Og svo hefði mátt koma því að í þessari grein að ÖLL bókasafns árskort eru ókeypis í Bandaríkjunum. Það þykir mér afar mikilvægt að segja frá því þar liggur réttur alls til að leyta sér upplýsingar og fræðslu, afþreyingingar og lista.

    Já, Bandaríkin eru soldið mikið kúl þó það sé erfitt fyrir þá að halda þvi við.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár