Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Fegurðin hlýtur að bæta okkur

Þröst­ur Helga­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Les­bók­ar Morg­un­blaðs­ins og dag­skrár­stjóri á Rás 1, hef­ur nú söðl­að um og stofn­að bóka­út­gáf­una KIND. Ný­lega gaf hann út stórt og mik­ið verk um Eggert Pét­urs­son og lífs­verk hans. Hann stefn­ir á að gefa út bæk­ur um mynd­list og aðr­ar sjón­list­ir, auk sann­sagna af ýmsu tagi.

Fegurðin hlýtur að bæta okkur
Þröstur Helgason Fyrrum ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins og dagskrástjóri Rásar 1 hefur nú stofnað bókaútgáfu. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Málverk Eggerts Péturssonar af íslenskri flóru eru skáldverk í þeim skilningi að þau eru ekki af tiltekinni blómabreiðu eða lyngmóa heldur eru þau sprottin úr höfði listamannsins – segir í formála eftir Þröst Helgason í nýrri bók um Eggert sem inniheldur 109 myndir af málverkum listamannsins, frá 25 ára tímabili, og greinar um lífsverk hans og ævi.

Áfram heldur formálinn: Verkin sýna vissulega blóm og grös sem eru til og þau gera það meira að segja af mikilli nákvæmni, en þau birta ekki neinn tiltekinn stað í náttúrunni. Þau eru af ímynduðum stað – og stundum eru þau minning um stað – sem er fyrst og fremst til innan tvívíðs flatarins ...

Þröstur gefur bókina sjálfur út en nýlega stofnaði hann bókaútgáfuna KIND. Bókmenntafræðingurinn mun ekki gefa út skáldskap heldur er ætlunin að gefa út bækur um myndlist og aðrar sjónlistir, auk sannsagna af ýmsu tagi, þó að viðbúið sé …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár