Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

„Þrjú ár í lífi fatlaðrar stúlku er langur tími“

Ung kona sem not­ast við hjóla­stól fær ekki styrk frá Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands fyr­ir hjóli sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur að hún eigi rétt á. Fað­ir stúlk­unn­ar seg­ir hjól­ið eitt nauð­syn­leg­asta hjálp­ar­tæk­ið henn­ar og íhug­ar skaða­bóta­mál.

„Þrjú ár í lífi fatlaðrar stúlku er langur tími“
Sunna Valdís og pabbi hennar, Sigurður „Hún er örugg á hjólinu og getur talað við fólk og getur alltaf farið ef áreiti verður of mikið.“ Mynd: Aðsend

Sunna Valdís Sigurðardóttir er sautján ára glaðlynd stelpa sem notast við hjólastól í daglegu lífi. Vegna fötlunar sinnar hefur hún rekist á hindranir og nú hafa Sjúkratryggingar Íslands neitað henni um hjól, þrátt fyrir að Umboðsmaður Alþingis hafi kveðið á um að hún eigi rétt á því. 

Faðir Sunnu, Sigurður Hólmar Jóhannesson, segir að hún sé með einn sjaldgæfasta og flóknasta taugasjúkdóm sem til er. „Hann heitir AHC sem stendur fyrir Alternating Hemiplegia of Childhood. Hún er bæði með þroskaskerðingu og öll einkenni allra annarra taugasjúkdóma,“ segir Sigurður.

Nánast daglega fer Sunna út á hjóli, með aðstoð föður síns. „Hjólið er mikilvægasta hjálpartækið sem hún notar. Það hjálpar mikið til við umönnun hennar. Henni líður svo vel að fara út og fá ferskt loft og hún borðar betur ef hún fer út á hjólinu. Allt gengur bara betur. Út frá heilsu og lífsgæðum er hjólið því nauðsynlegt hjálpartæki fyrir hana. Í raun nauðsynlegra en hjólastóllinn,“ segir Sigurður.

Neitað um styrk fyrir hjólinu

Í gegnum tíðina hefur Sunna átt nokkur hjól, en fyrstu hjólin voru keypt notuð. Árið 2019 keyptu foreldrar hennar nýtt hjól og sóttu um styrk frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir hjólinu. Styrktarbeiðni þeirra var hins vegar hafnað. 

Árið 2021 sóttu þau aftur um styrk fyrir nýju hjóli, en aftur fengu þau neitun. Rökin fyrir neituninni voru þau að Sunna hjólar ekki sjálf á hjólinu. Faðir hennar segir það súrelískt. „Það er náttúrulega súrrealískt að það sé verið að veita styrki til fatlaðra barna, en þau megi ekki hafa rafmagnsstuðning og verði að hjóla sjálf. Það er náttúrulega galið þegar verið er að tala um fötluð börn.“

Árið 2022 gerðu þau enn eina atlöguna að Sjúkratryggingum Íslands. „Þá fundum við hjól sem er þannig að tveir hjóla því saman, svo annar aðilinn getur þá tekið sér pásu. Við hugsuðum með okkur að kannski gæti þetta verið rétta hjólið fyrir Sunnu. Við sóttum um styrk fyrir því, þar sem hún hjólar þá sjálf og það er ekki hægt að hafna umsókninni á þeim forsendum. En þá fengum við neitun á öðrum forsendum.“

Ákvörðun Sjúkratryggingar Íslands var því kærð til úrskurðarnefndar velferðarmála. Sigurður segir að nefndin hafi tekið sinn tíma til að fara yfir málið, en niðurstaðan hafi verið sú sama. 

Ósátt við niðurstöðuna

Fjölskyldan var ekki sátt við niðurstöðuna og vísaði málinu til Umboðsmanns Alþingis. „Hann segir að Sunna eigi fullan rétt á því að fá þetta hjól.“ 

„Þau eru að hafa af henni lífsgæði“
segir Sigurður

Í ljósi þessa kærðu þau ákvörðun Sjúkratryggingar Íslands aftur til úrskurðarnefndar velferðarmála og óska eftir því að málið verði endurskoðað. Nefndin sendi Sjúkratryggingum í kjölfarið bréf og óskaði eftir rökstuðningi fyrir neituninni. Sigurður var ósáttur við rökin sem bárust frá Sjúkratryggingum. „Síðan áttum við að koma með okkar mótrök, sem við gerðum en svo hefur ekki heyrst neitt meira frá þessari nefnd.“

Þetta var í júlí á síðasta ári. Sigurður er ósáttur við málsmeðferðina og þann tíma sem hún hefur tekið. Í færslu sem hann birti á Facebook um málið segir hann: „Þrjú ár í lífi fatlaðrar stúlku er langur tími“.

Tækifæri til að fara út á meðal fólks 

Hjólið sé mikilvægt fyrir þroska dóttur sinnar og veiti henni tækifæri á að hitta annað fólk. „Hún hefur takmarkaða möguleika til þess þar sem hún þolir illa áreiti. En hún er örugg á hjólinu, getur talað við fólk og alltaf farið ef áreitið verður of mikið.“

Fjölskyldan sé að skoða rétt sinn. „Við að skoða að fara í einkamál við ríkið, skaðabótamál. Hér er ekki farið eftir lögum og málum er potað hingað og þangað, og lélegar afsakanir eru færðar fram sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Við vitum að fullt af öðrum börnum sem eru ekki heldur að fá samþykki fyrir nauðsynlegum hjálpartækjum. Við viljum við fara alla leið með þetta og lítum svo á að okkar mál sé fordæmisgefandi.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvernig væri að framsóknarflokkurinn hætti að eyða peningum í tóma vitleysu og einkavini ? Nóg komið af peningaaustri til einkavina . Hjálpið stúlkunni að fjármagna hjólið ? Hvernig væri að framsóknarflokkurinn geri eitthvað að viti ?
    0
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Hvernig væri að tala við Mumma góða þennan sem gaf S 78 hvað var það 200 millur?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár