Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Lögreglan hætt rannsókn á meintum líflátshótunum í garð blaðamanna

Lög­regl­an á Norð­ur­landi eystra hef­ur fellt nið­ur rann­sókn á kæru sem tveir blaða­menn lögðu fram gegn skip­stjóra hjá Sam­herja. Blaða­menn­irn­ir líta svo á að þeim hafi ver­ið hót­að af mann­in­um þeg­ar“ hann sendi þeim póst um að hann neydd­ist til að „grípa til ann­ara ráða til þess að stoppa ykk­ur.“ Áð­ur hafði mað­ur­inn ýj­að að því op­in­ber­lega að hann vildi nota skot­vopn gegn blaða­mönn­um.

Lögreglan hætt rannsókn á meintum líflátshótunum í garð blaðamanna
Blaðamennirnir upplifðu orð Páls sem hótun en hann hafði áður ýjað að því að hann vildi nota skotvopn á blaðamenn. Mynd: Samsett / Heimildin

„Rannsókn málsins hefur verið hætt þar sem ekki var talinn grundvöllur til að halda henni áfram.“ Þetta kemur fram í bréfum sem skrifuð voru þann 27. desember síðastliðinn hjá embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og stíluð annars vegar á Þórð Snæ Júlíusson og hins vegar á Aðalstein Kjartansson.  

Málið sem lögreglan vísar til snýst um að Þórður og Aðalsteinn kærðu Pál Steingrímsson, skipstjóra hjá Samherja, fyrir hótanir í sinn garð eftir að þeir fengu frá honum tölvupóst þar sem sagði að hann sagðist neyðast til að „grípa til annara ráða til þess að stoppa ykkur.“ Kærurnar lögðu þeir fram í september 2022.

„Ég taldi umræddan póst fela í sér hótun,“ segir Þórður Facebookfærslu sem birtist á fimmtudag: „Meðal annars með vísun í að umræddur Páll virðist eiga umtalsvert magn af skotvopnum og hafði birt mynd af slíku vopni á samfélagsmiðlum þar sem hann ýjaði að því að um væri að ræða það vopn sem hann vildi helst nota á blaðamenn. Auk þess hafði Páll oft, með opinberum yfirlýsingum og ummælum á samfélagsmiðlum, sýnt af sér þannig hegðun að mér þótti eðlilegt að efast stórlega um dómgreind hans og jafnvægi,“ segir hann.

Markmiðið að hafa æruna af blaðamönnum

Þórður og Aðalsteinn eru meðal þeirra fimm blaðamanna sem hafa fengið stöðu sakborninga eftir umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar árið 2021 um hóp fólks sem kallaði sig „Skæruliðadeild Samherja“. Umfjöllunin byggði á gögnum sem sýndu hvernig stjórn­­­end­­­ur, starfs­­­fólk og ráð­gjafar Sam­herja höfðu lagt á ráðin um að ráð­­­ast gegn nafn­­­greindum aðilum, til að mynda blaðamönnum, til að hafa af þeim æruna. Á þessum tíma var Þórður ritstjóri Kjarnans en Aðalsteinn blaðamaður Stundarinnar. Báðir starfa þeir nú á Heimildinni sem varð til við samruna miðlanna tveggja.

Í umfjölluninni kom fram að einn þeirra sem gegndi lykilhlutverki í áróðursteymi Samherja var Páll Steingrímsson. Hópurinn var í reglulegum samskiptum við æðstu stjórnendur Samherja um hvernig hann ætti að beita sér. Þessi hegðun átti sér stað allt frá því að Kveikur, Stund­­­in, Wiki­leaks og Al Jazeera birtu umfjallanir sínar um Sam­herja og atferli fyr­ir­tæk­is­ins í Namibíu í nóv­em­ber 2019 og þangað til að umræddar fréttir og fréttaskýringar voru birtar í Stundinni og Kjarnanum.

Aðhafðist ekkert í meira en ár

Rannsókn á lögmæti lögreglurannsóknarinnar á blaðamönnunum vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild Samherja“ hefur staðið yfir í nær þrjú ár. Þar hafa blaðamennirnir haft stöðu sakbornings í brátt tvö ár. 

Þórður skrifar í færslunni sinni að „málsgögnin sýna að rannsókn málsins samanstóð af einni 22 mínútna langri skýrslutöku yfir Páli sem fór fram í byrjun nóvember 2022. Svo gerði lögreglan ekkert í rúma 13 mánuði, eða þar til að ég spurðist fyrir um afdrif málsins og hún ákvað að fella það niður.“ 

Aðalsteinn gerir niðurfellingu lögreglunnar á kæru þeirra einnig að umtalsefni í grein sem hann birti á Heimildinni á fimmtudag sem ber heitið: „Það sem lögreglan telur í lagi að segja og hvað ekki“.

Þar segir hann að áðurnefndur Páll sem og Páll Vilhjálmsson, framhaldsskólakennari og bloggari, haldi fram samsæriskenningum um að hann sé glæpamaður fremur en blaðamaður, sem „eitri bjór á Akureyri í þeim tilgangi að komast yfir síma“. Páll Vilhjálmsson hefur endurtekið kallað skæruliðamálið „byrlunar- og símastuldsmálið“ á blogginu sínu. 

Aðalsteinn fékk nú fyrir jólin það sem hann kallar „jólakveðju“ í tölvupósti frá Páli Steingrímssyni. Þar var hlekkur á bloggfærslu Páls Vilhjálmssonar þar sem því var haldið fram að Aðalsteinn væri vanhæfur til að fjalla um Samherjamálið í Namibíu af því hann væri til rannsóknar í öðru máli hér á Íslandi. 

Halda þeir því á lofti að nektarmynd af innanhúslögfræðingi Samherja hafi verið að finna á síma Páls skipstjóra þar sem gögn um „skæruliðadeild“ Samherja voru geymd og fullyrða þeir því að Aðalsteinn sé til rannsóknar fyrir stafrænt kynferðisbrot gagnvart henni. 

„Ég veit ekki hvað hefur verið í síma Páls, enda hef ég ekki séð hann eða skoðað“
Aðalsteinn Kjartansson

„Fyrst umrædd kona sé sakborningur í rannsókn á mútugreiðslum Samherja til ráðamanna í Namibíu sé ég vanhæfur til að fjalla nokkuð meira um það mál,“ skrifar Aðalsteinn í grein sinni: „Ég veit ekki hvað hefur verið í síma Páls, enda hef ég ekki séð hann eða skoðað, en ég veit að þessi samsæriskenning er röng. Ekkert slíkt efni fannst við rannsókn lögreglu og samkvæmt því sem mér var kynnt þegar ég var yfirheyrður í málinu er ég ekki til rannsóknar fyrir stafrænt kynferðisbrot,“ skrifar hann.

Meindýr en ekki blaðamenn

Þórður var gestur í hlaðvarpsþættinum Synir Egils á Samstöðunni rétt fyrir áramótin þar sem hann ræddi kæruna sem þeir Aðalsteinn lögðu fram. 

Þann 4. janúar birtit grein eftir Pál Steingrímsson á Vísir.is þar sem hann gerir lítið úr þeim skilningi Þórs og Aðalsteins að hann hafi verið að hóta þeim. Páll segist einfaldlega hafa vera að tala um „meindýr og hælbíta en ekki blaðamenn.“ 

Hann hefur hins vegar ýjað að því á samfélagsmiðlum hvaða skotvopn hann myndi vilja nota á blaðamenn, ásamt því að birta af því mynd. 

Páll heldur því fram í grein sinni að þessi ummæli hans á Facebook um „andstæðinga“ Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, hafi ekki verið beint að blaðamönnunum heldur vill hann meina að hann sé að ræða við vin sinn, sem er meindýraeyðir, um meindýr og hælbíta. „Virðist sem þeir kumpánar hafi séð sjálfa sig í þessu samtali, einhverra hluta vegna,“ skrifar Páll Steingrímsson.

Aðalsteinn fjallar ennfremur um þetta. „„Við getum verið stolt af því að vinna hjá Máa,“ skrifað vinkona hans í þessum Facebook-þræði og fékk svarið frá Páli um að engir hælbítar fengju að hafa áhrif á það. Hælbítar væru meindýr, sem best væri að skjóta. Síðan birti hann mynd af byssunni sem hann vildi nota. Samhengið er auðvitað öllu fólki nálægt meðalgreind ljóst. Orðin beindust að þeim sem Páll upplifir sem andstæðinga Samherja,“ skrifar Aðalsteinn í greininni.

Fékk aldrei að gefa skýrslu hjá lögreglu

Aðalsteinn og Þórður kærðu Pál Steingrímsson upphaflega til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þegar þeir kölluðu eftir upplýsingum um hvar málið stæði var þeim tilkynnt að rannsóknin hefði verið send til lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Í grein Aðalsteins segir að í svari lögreglunnar við fyrirspurn sem Þórður lagði fram skömmu fyrir jól um hvar málið standi kemur fram að rannsókninni hafi verið hætt þar sem ekki var talinn grundvöllur til að halda henni áfram. 

Aðalsteinn segist sjálfur aldrei hafa fengið tækifæri til að gefa lögregluskýrslu „eða benda á samhengi hótunarinnar, né að koma öðru á framfæri en þessu skjáskoti af Facebook. Það eina sem hefur gerst síðan ég kvittaði undir eitthvað eyðublað á lögreglustöðinni við Hverfisgötu þann 5. september árið 2022 er að málið var sent norður án þess að ég fengi að vita það og þar framkvæmdi lögreglan rannsókn sem stóð yfir í innan við hálftíma,“ skrifar hann. 

„Það er það eina sem okkur hefur verið gefið að sök að gera, að það er að hafa tekið við gögnum og skrifað frétt um það“
Þórður Snær Júlíusson

Þórður segir í færslu sinni að hann hafi óskað eftir rökstuðningi hvers vegna málið verði ekki tekið til frekari rannsókna og eftir aðgangi að öllum málsgögnum. „Í rökstuðningnum segir að til þess að eitthvað teljist hótun í skilningi hegningarlaga verði að vera sett fram hótun um að fremja refsverðan verknað af tilteknum grófleika. Lögreglan á Norðurlandi eystra telur það orðalag sem Páll notaði ekki fela í sér hótun um refsiverðan verknað,“ skrifar Þórður í færslunni sinni.

Í viðtalinu á Samstöðunni fjallaði Þórður einnig um hvernig ýmsir fjölmiðlar gefa skoðunum Páls Steingrímssonar og Páls Vilhjálmssonar byr undir báða vængi: „Það sem er alvarlegast er það sem við erum að upplifa í gegnum lögreglurannsókn sem við erum undir og hvernig er verið að fjalla um hana og hvernig ýmsir meginstraums miðlar taka þátt í umfjölluninni um hana vegna þess að þar er undirliggjandi að verið er að sækja að blaðamönnum einvörðungu fyrir að skrifa fréttir. Það er það eina sem okkur hefur verið gefið að sök að gera, að það er að hafa tekið við gögnum og skrifað frétt um það.“

Fyrirvari: Blaðamennirnir sem fjallað er um, þeir Þórður Snær Júlíusson og Aðalsteinn Kjartansson, eru starfsmenn Heimildarinnar.

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingunn Björnsdóttir skrifaði
    Ríkissaksóknari er víst lögreglunni sammála um að þarna hafi hreint ekki verið um líflátshótun að ræða. Sannast sagna furðulegt hvernig mönnunum gat dottið slíkt í hug: Eitthvað gengur þeim kumpánunum nú illa að sannfæra lögreglu- og dómskerfi um að þeir hafi orðið fyrir hótunum: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/08/kaerur_thordar_snaes_og_adalsteins_endanlega_fellda/
    0
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Alltaf er maður minntur á það reglulega að örfáir einstaklingar stjórna eiginlega öllu kerfinu. Af hverju teljum við að kosningaréttur sé einhvers virði?
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár