Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Lögreglan hætt rannsókn á meintum líflátshótunum í garð blaðamanna

Lög­regl­an á Norð­ur­landi eystra hef­ur fellt nið­ur rann­sókn á kæru sem tveir blaða­menn lögðu fram gegn skip­stjóra hjá Sam­herja. Blaða­menn­irn­ir líta svo á að þeim hafi ver­ið hót­að af mann­in­um þeg­ar“ hann sendi þeim póst um að hann neydd­ist til að „grípa til ann­ara ráða til þess að stoppa ykk­ur.“ Áð­ur hafði mað­ur­inn ýj­að að því op­in­ber­lega að hann vildi nota skot­vopn gegn blaða­mönn­um.

Lögreglan hætt rannsókn á meintum líflátshótunum í garð blaðamanna
Blaðamennirnir upplifðu orð Páls sem hótun en hann hafði áður ýjað að því að hann vildi nota skotvopn á blaðamenn. Mynd: Samsett / Heimildin

„Rannsókn málsins hefur verið hætt þar sem ekki var talinn grundvöllur til að halda henni áfram.“ Þetta kemur fram í bréfum sem skrifuð voru þann 27. desember síðastliðinn hjá embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og stíluð annars vegar á Þórð Snæ Júlíusson og hins vegar á Aðalstein Kjartansson.  

Málið sem lögreglan vísar til snýst um að Þórður og Aðalsteinn kærðu Pál Steingrímsson, skipstjóra hjá Samherja, fyrir hótanir í sinn garð eftir að þeir fengu frá honum tölvupóst þar sem sagði að hann sagðist neyðast til að „grípa til annara ráða til þess að stoppa ykkur.“ Kærurnar lögðu þeir fram í september 2022.

„Ég taldi umræddan póst fela í sér hótun,“ segir Þórður Facebookfærslu sem birtist á fimmtudag: „Meðal annars með vísun í að umræddur Páll virðist eiga umtalsvert magn af skotvopnum og hafði birt mynd af slíku vopni á samfélagsmiðlum þar sem hann ýjaði að því að um væri að ræða það vopn sem hann vildi helst nota á blaðamenn. Auk þess hafði Páll oft, með opinberum yfirlýsingum og ummælum á samfélagsmiðlum, sýnt af sér þannig hegðun að mér þótti eðlilegt að efast stórlega um dómgreind hans og jafnvægi,“ segir hann.

Markmiðið að hafa æruna af blaðamönnum

Þórður og Aðalsteinn eru meðal þeirra fimm blaðamanna sem hafa fengið stöðu sakborninga eftir umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar árið 2021 um hóp fólks sem kallaði sig „Skæruliðadeild Samherja“. Umfjöllunin byggði á gögnum sem sýndu hvernig stjórn­­­end­­­ur, starfs­­­fólk og ráð­gjafar Sam­herja höfðu lagt á ráðin um að ráð­­­ast gegn nafn­­­greindum aðilum, til að mynda blaðamönnum, til að hafa af þeim æruna. Á þessum tíma var Þórður ritstjóri Kjarnans en Aðalsteinn blaðamaður Stundarinnar. Báðir starfa þeir nú á Heimildinni sem varð til við samruna miðlanna tveggja.

Í umfjölluninni kom fram að einn þeirra sem gegndi lykilhlutverki í áróðursteymi Samherja var Páll Steingrímsson. Hópurinn var í reglulegum samskiptum við æðstu stjórnendur Samherja um hvernig hann ætti að beita sér. Þessi hegðun átti sér stað allt frá því að Kveikur, Stund­­­in, Wiki­leaks og Al Jazeera birtu umfjallanir sínar um Sam­herja og atferli fyr­ir­tæk­is­ins í Namibíu í nóv­em­ber 2019 og þangað til að umræddar fréttir og fréttaskýringar voru birtar í Stundinni og Kjarnanum.

Aðhafðist ekkert í meira en ár

Rannsókn á lögmæti lögreglurannsóknarinnar á blaðamönnunum vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild Samherja“ hefur staðið yfir í nær þrjú ár. Þar hafa blaðamennirnir haft stöðu sakbornings í brátt tvö ár. 

Þórður skrifar í færslunni sinni að „málsgögnin sýna að rannsókn málsins samanstóð af einni 22 mínútna langri skýrslutöku yfir Páli sem fór fram í byrjun nóvember 2022. Svo gerði lögreglan ekkert í rúma 13 mánuði, eða þar til að ég spurðist fyrir um afdrif málsins og hún ákvað að fella það niður.“ 

Aðalsteinn gerir niðurfellingu lögreglunnar á kæru þeirra einnig að umtalsefni í grein sem hann birti á Heimildinni á fimmtudag sem ber heitið: „Það sem lögreglan telur í lagi að segja og hvað ekki“.

Þar segir hann að áðurnefndur Páll sem og Páll Vilhjálmsson, framhaldsskólakennari og bloggari, haldi fram samsæriskenningum um að hann sé glæpamaður fremur en blaðamaður, sem „eitri bjór á Akureyri í þeim tilgangi að komast yfir síma“. Páll Vilhjálmsson hefur endurtekið kallað skæruliðamálið „byrlunar- og símastuldsmálið“ á blogginu sínu. 

Aðalsteinn fékk nú fyrir jólin það sem hann kallar „jólakveðju“ í tölvupósti frá Páli Steingrímssyni. Þar var hlekkur á bloggfærslu Páls Vilhjálmssonar þar sem því var haldið fram að Aðalsteinn væri vanhæfur til að fjalla um Samherjamálið í Namibíu af því hann væri til rannsóknar í öðru máli hér á Íslandi. 

Halda þeir því á lofti að nektarmynd af innanhúslögfræðingi Samherja hafi verið að finna á síma Páls skipstjóra þar sem gögn um „skæruliðadeild“ Samherja voru geymd og fullyrða þeir því að Aðalsteinn sé til rannsóknar fyrir stafrænt kynferðisbrot gagnvart henni. 

„Ég veit ekki hvað hefur verið í síma Páls, enda hef ég ekki séð hann eða skoðað“
Aðalsteinn Kjartansson

„Fyrst umrædd kona sé sakborningur í rannsókn á mútugreiðslum Samherja til ráðamanna í Namibíu sé ég vanhæfur til að fjalla nokkuð meira um það mál,“ skrifar Aðalsteinn í grein sinni: „Ég veit ekki hvað hefur verið í síma Páls, enda hef ég ekki séð hann eða skoðað, en ég veit að þessi samsæriskenning er röng. Ekkert slíkt efni fannst við rannsókn lögreglu og samkvæmt því sem mér var kynnt þegar ég var yfirheyrður í málinu er ég ekki til rannsóknar fyrir stafrænt kynferðisbrot,“ skrifar hann.

Meindýr en ekki blaðamenn

Þórður var gestur í hlaðvarpsþættinum Synir Egils á Samstöðunni rétt fyrir áramótin þar sem hann ræddi kæruna sem þeir Aðalsteinn lögðu fram. 

Þann 4. janúar birtit grein eftir Pál Steingrímsson á Vísir.is þar sem hann gerir lítið úr þeim skilningi Þórs og Aðalsteins að hann hafi verið að hóta þeim. Páll segist einfaldlega hafa vera að tala um „meindýr og hælbíta en ekki blaðamenn.“ 

Hann hefur hins vegar ýjað að því á samfélagsmiðlum hvaða skotvopn hann myndi vilja nota á blaðamenn, ásamt því að birta af því mynd. 

Páll heldur því fram í grein sinni að þessi ummæli hans á Facebook um „andstæðinga“ Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, hafi ekki verið beint að blaðamönnunum heldur vill hann meina að hann sé að ræða við vin sinn, sem er meindýraeyðir, um meindýr og hælbíta. „Virðist sem þeir kumpánar hafi séð sjálfa sig í þessu samtali, einhverra hluta vegna,“ skrifar Páll Steingrímsson.

Aðalsteinn fjallar ennfremur um þetta. „„Við getum verið stolt af því að vinna hjá Máa,“ skrifað vinkona hans í þessum Facebook-þræði og fékk svarið frá Páli um að engir hælbítar fengju að hafa áhrif á það. Hælbítar væru meindýr, sem best væri að skjóta. Síðan birti hann mynd af byssunni sem hann vildi nota. Samhengið er auðvitað öllu fólki nálægt meðalgreind ljóst. Orðin beindust að þeim sem Páll upplifir sem andstæðinga Samherja,“ skrifar Aðalsteinn í greininni.

Fékk aldrei að gefa skýrslu hjá lögreglu

Aðalsteinn og Þórður kærðu Pál Steingrímsson upphaflega til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þegar þeir kölluðu eftir upplýsingum um hvar málið stæði var þeim tilkynnt að rannsóknin hefði verið send til lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Í grein Aðalsteins segir að í svari lögreglunnar við fyrirspurn sem Þórður lagði fram skömmu fyrir jól um hvar málið standi kemur fram að rannsókninni hafi verið hætt þar sem ekki var talinn grundvöllur til að halda henni áfram. 

Aðalsteinn segist sjálfur aldrei hafa fengið tækifæri til að gefa lögregluskýrslu „eða benda á samhengi hótunarinnar, né að koma öðru á framfæri en þessu skjáskoti af Facebook. Það eina sem hefur gerst síðan ég kvittaði undir eitthvað eyðublað á lögreglustöðinni við Hverfisgötu þann 5. september árið 2022 er að málið var sent norður án þess að ég fengi að vita það og þar framkvæmdi lögreglan rannsókn sem stóð yfir í innan við hálftíma,“ skrifar hann. 

„Það er það eina sem okkur hefur verið gefið að sök að gera, að það er að hafa tekið við gögnum og skrifað frétt um það“
Þórður Snær Júlíusson

Þórður segir í færslu sinni að hann hafi óskað eftir rökstuðningi hvers vegna málið verði ekki tekið til frekari rannsókna og eftir aðgangi að öllum málsgögnum. „Í rökstuðningnum segir að til þess að eitthvað teljist hótun í skilningi hegningarlaga verði að vera sett fram hótun um að fremja refsverðan verknað af tilteknum grófleika. Lögreglan á Norðurlandi eystra telur það orðalag sem Páll notaði ekki fela í sér hótun um refsiverðan verknað,“ skrifar Þórður í færslunni sinni.

Í viðtalinu á Samstöðunni fjallaði Þórður einnig um hvernig ýmsir fjölmiðlar gefa skoðunum Páls Steingrímssonar og Páls Vilhjálmssonar byr undir báða vængi: „Það sem er alvarlegast er það sem við erum að upplifa í gegnum lögreglurannsókn sem við erum undir og hvernig er verið að fjalla um hana og hvernig ýmsir meginstraums miðlar taka þátt í umfjölluninni um hana vegna þess að þar er undirliggjandi að verið er að sækja að blaðamönnum einvörðungu fyrir að skrifa fréttir. Það er það eina sem okkur hefur verið gefið að sök að gera, að það er að hafa tekið við gögnum og skrifað frétt um það.“

Fyrirvari: Blaðamennirnir sem fjallað er um, þeir Þórður Snær Júlíusson og Aðalsteinn Kjartansson, eru starfsmenn Heimildarinnar.

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Ingunn Björnsdóttir skrifaði
  Ríkissaksóknari er víst lögreglunni sammála um að þarna hafi hreint ekki verið um líflátshótun að ræða. Sannast sagna furðulegt hvernig mönnunum gat dottið slíkt í hug: Eitthvað gengur þeim kumpánunum nú illa að sannfæra lögreglu- og dómskerfi um að þeir hafi orðið fyrir hótunum: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/08/kaerur_thordar_snaes_og_adalsteins_endanlega_fellda/
  0
 • BK
  Breki Karlsson skrifaði
  Alltaf er maður minntur á það reglulega að örfáir einstaklingar stjórna eiginlega öllu kerfinu. Af hverju teljum við að kosningaréttur sé einhvers virði?
  4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Illugi Jökulsson
5
Pistill

Illugi Jökulsson

Sagði Kissin­ger að ban­vænt væri að vera vin­ur Banda­ríkj­anna?

Gam­all prest­ur (sem kall­ar sig reynd­ar „pastor emer­it­us“) skrif­ar grein í Morg­un­blað­ið til stuðn­ings stríði Pút­ins Rúss­lands­for­seta í Úkraínu. Hann kenn­ir Banda­ríkja­mönnum­um um það stríð eins og fleira í heimi hér; þeir hafi att Úkraínu­mönn­um út í stríð­ið og vitn­ar í því sam­bandi við orða Henry Kissin­gers:„Það má vera hættu­legt að eiga Banda­rík­in að óvini en að eiga þau að...
„Áhyggjuefni hvað langtímaveikindi innan blaðamannastéttarinnar hafa aukist mikið“
8
Fréttir

„Áhyggju­efni hvað lang­tíma­veik­indi inn­an blaða­manna­stétt­ar­inn­ar hafa auk­ist mik­ið“

Til þess að rétta af bága fjár­hags­stöðu Styrkt­ar­sjóðs blaða­manna hef­ur Blaða­manna­fé­lag­ið ákveð­ið að breyta út­hlut­un­ar­regl­um sjóðs­ins. Halla­rekst­ur­inn er rak­inn til fjölg­un­ar um­sókna um sjúkra­daga­pen­inga. Í til­kynn­ingu seg­ir að fé­lag­ið hafi mikl­ar áhyggj­ur af aukn­um lang­tíma­veik­ind­um með­al blaða­manna sem rekja megi til óvið­un­andi starfs­að­stæðna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jesús Kristur breytti lífinu
2
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
6
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
7
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
10
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu