Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Þrjú mál tengd kynþáttamörkun hjá nefnd um eftirlit með lögreglu

Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu er með þrjú mál til með­ferð­ar sem varða kyn­þátta­mörk­un. Tvö mál­anna verða tek­in fyr­ir á fundi nefnd­ar­inn­ar í þess­ari viku en eitt, sem teng­ist leit lög­reglu að strokufanga, verð­ur tek­ið fyr­ir í mars.

Þrjú mál tengd kynþáttamörkun hjá nefnd um eftirlit með lögreglu
Lögreglan Þrjú mál eru til meðferðar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu vegna kynþáttamörkunar (e. racial profiling). Eitt málanna, sem tengist leit lögreglu að strokufanga, hefur verið hjá nefndinni í eitt og hálft ár. Mynd: Bára Huld Beck

Mál þeldökks manns sem var handtekinn á aðfangadag og mál 17 ára drengs sem lögregla hafði afskipti af á Ljósanótt í haust verða tekin fyrir á fundi nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL) á fimmtudag. Alls eru þrjú mál til meðferðar hjá nefndinni sem tengjast kynþáttamörkun (e. racial profiling), það er þegar kyn­þáttur eða húð­litur er not­aður til þess að skil­­­­greina ein­stak­l­inga eða hópa fólks og mis­­­­munun gagn­vart þeim rétt­lætt á þeim for­­­­send­­­­um.

Kyn­þátta­mörkun er til­­­tölu­­lega nýtt hug­tak í íslensku sam­­­fé­lagi, en endurtekin atvik þar sem lögregla hefur afskipti af þeldökkum einstaklingum hafa komið hugtakinu í umræð­una og hefur fólk af erlendum upp­­­runa í kjöl­farið bent á brotala­mir hvað varðar vinn­u­brögð lög­­­regl­unnar í slíkum mál­­­um. Kynþáttamörkun bygg­ist oft á ómeð­­­­vit­aðri hlut­­­­drægni, sam­­­kvæmt hópi fræða­­­fólks og aktí­vista sem kom með til­­­lög­una að þýð­ingu á hug­tak­inu. 

„Löggæsla á Suðurnesjum er ekki kynþáttamiðuð“

Í lög­­­­­­­gæslu birt­ist þetta með þeim hætti að ein­stak­l­ingur eða hópur fólks er grun­aður um sak­­­­næmt athæfi vegna kyn­þáttar eða húð­litar frekar en sönn­un­­­­ar­­­­gagna. Lögreglan heldur ekki sérstaklega utan um mál þar sem afskipti lögreglu má mögulega rekja til kynþáttamörkunar og Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, fullyrti í samtali við Kjarnann, annars fyrirrennara Heimildarinnar, í júní 2022 að löggæsla á Suðurnesjum væri ekki kynþáttamiðuð. „Og þekki ég ekki dæmi um slíka lög­gæslu,“ sagði hann í svari við fyrirspurn. 

Síðasta haust hafði lögreglan á Suðurnesjum afskipti af tveimur 17 ára drengjum á Ljósanótt. Lögreglan hafði afskipti af öðrum þeirra, sem er dökkur á hörund, færði hann upp að vegg og lét fíkniefnahund leita á honum. Móðir drengsins sakaði lögreglu um kynþáttafordóma og krafðist skýringa. Úlfar sagðist í samtali við Vísi hafa áhyggjur og þætti „þetta ekki gott“. Hann sendi inn kvörtun til NEL. 

Nýjasta málið átti sér stað á aðfangadag þegar Brian Gona, 28 ára maður frá Kenía sem er búsettur á Íslandi, var handtekinn á leið sinni heim frá vinnu. Var hann í kjölfarið vistaður í fangageymslu og yfirheyrður fyrir að geta ekki framvísað skilríkjum. Stjúpmóðir hans sagði frá atvikinu á Facebook en lög­regl­an sagðist ekki kann­ast við lýs­ingu líkt og lýst er í færsl­unni og sagðist ekki hand­taka fólk fyr­ir það eitt að vera þeldökkt. 

Málið var tilkynnt til NEL og verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar 11. janúar, rétt eins og atvikið sem átti sér stað á Ljósanótt. 

Málið sem kom öllu af stað 

En þá er ekki allt upp talið. Málið sem hratt af stað umræðu um kynþáttamörkun er enn til umfjöllunar hjá NEL og verður að öllum líkindum tekið fyrir í mars, samkvæmt upplýsingum frá Skúla Þór Gunnsteinssyni, formanni nefndarinnar. 

Í apríl 2022, fyrir tæpum tveimur árum, fylgdi lögregla eftir ábend­ingu sem sneri að stroku­fanga sem slapp úr haldi lög­­­reglu við Hér­­aðs­­dóm Reykja­víkur. Í tvígang, á jafnmörgum dög­um, brást lög­­regla við ábend­ingum þar sem reynd­ist svo ekki um að ræða stroku­fang­ann heldur 16 ára dreng. Dreng­­ur­inn er dökkur á hör­und líkt og stroku­fang­inn og með svip­aða hár­greiðslu. „Þetta eru ekkert annað en fordómar,“ sagði móðir drengsins í samtali við Kjarnann

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sat fyrir svörum á opnum fundi alls­herj­­­­­­­ar- og mennta­­­­mála­­­­nefndar í maí 2022 þar sem hún ræddi verk­lag lög­­­­­­­reglu í mál­inu sem og fræðslu og menntun lög­­­­­­­reglu­­­­manna um fjöl­­­­menn­ingu og for­­­­dóma. Á fund­inum sagði hún að ekki hafi verið um kyn­þátta­mið­aða lög­­­­­­­gæslu að ræða í til­­­­­­­felli 16 ára drengs­ins.

RíkislögreglustjóriSigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri telur að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða í tilfelli 16 ára drengs sem lögregla hafði tvívegis afskipti af við leit að strokufanga. Málið hefur verið til meðferðar hjá NEL í 18 mánuði.

Á fund­inum greindi rík­­is­lög­­reglu­­stjóri einnig frá því að málið væri til skoð­unar hjá nefnd um eft­ir­lit með lög­­­reglu. Svo reynd­ist ekki vera og lét full­­trúi nefnd­­ar­innar emb­ætti rík­­is­lög­­reglu­­stjóra vita. Engin kvörtun hafði þá borist til nefnd­­ar­innar vegna máls­ins líkt og rík­­is­lög­­reglu­­stjóri taldi og nefndin ákvað að taka málið ekki upp að eigin frumkvæði. Það vissi ríkislögreglustjóri ekki. 

Nefndinni barst málið loks formlega í lok júní 2022 fyrir tilstuðlan ríkislögreglustjóra. Í svari Skúla við fyrirspurn Heimildarinnar segir að nefndin taldi rétt að óska eftir afstöðu þess sem í hlut átti, þar á meðal hvort vilji væri til að málið yrði skoðað af nefndinni „í ljósi þess hvernig málið fór af stað“. Ekkert svar barst og málið var því sett á bið. Í lok síðasta árs óskaði aðili máls hins vegar eftir því að koma sjónarmiðum til nefndarinnar og hefur nefndin orðið við því. 

„Málið er varðar atvikið þegar lögreglan fór mannavillt í strætó verður ekki tekið fyrir í janúar en líklega í febrúar,“ segir í skriflegu svari Skúla til Heimildarinnar. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Hvers vegna birtist allt úr Heimildinni alltaf í tvíriti á Facebook?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
7
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Domino's-þjóðin Íslendingar
9
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
7
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár