Í upphafi ársins 2024 fer leikarinn Atli Rafn Sigurðsson með burðarhlutverk í Eddu, jólafrumsýningu Þjóðleikhússins, en Kristín Eysteinsdóttir – fyrrverandi borgarleikhússtjóri, sem árið 2017 sagði upp tímabundnum samningi við hann vegna ásakana starfsfólks um áreitni – er hætt að starfa við leikhús. Hún hafði starfað við leikhús allt sitt líf en ákvað á endanum að yfirgefa leikhúsið. Í nokkur ár starfaði hún við ýmislegt en tók nýverið við stöðu rektors í LhÍ – Listaháskóla Íslands.
Málinu lauk þegar Hæstiréttur Íslands dæmdi Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 1,5 milljónir í miskabætur og jafnframt þrjár milljónir í málskostnað. Í dómi þessum var tekið fram að leikfélaginu hafi almennt séð verið heimilt að segja upp samningi við Atla Rafn í samræmi við meginreglur þær sem gilda á almennum vinnumarkaði. Þó hafi félagið vikið í grundvallaratríðum frá skráðum hátternisreglum sem hefði átt að fara eftir við mat á ásökunum gagnvart Atla Rafni, …
Að horfa á svona atburðarás eins og meting þar sem einn "vann" og hinn "tapaði" hljómar eins og úr sandkassa. Það er enginn sigurvegari þegar líf fólks er lagt í rúst.