Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Guðni fær ekki sömu eftirlaunakjör og Ólafur Ragnar fékk

Guðni Th. Jó­hann­es­son kom mörg­um á óvart þeg­ar hann til­kynnti að hann muni ekki fara fram í næstu for­seta­kosn­ing­un­um í sum­ar. Þeg­ar Guðni læt­ur af embætti munu aðr­ar regl­ur gilda um rétt­indi hans til eft­ir­launa en ver­ið hef­ur um aðra for­seta í sögu lýð­veld­is­ins.

Guðni fær ekki sömu eftirlaunakjör og Ólafur Ragnar fékk
Fær ekki eftirlaun forseta Guðni Th. Jóhannesson mun, fyrstur forseta, ekki eiga rétt á eftirlaunum forseta þegar hann lætur af embætti.

Guðni Th. Jóhannesson hefur ekki sömu réttindi til eftirlauna og forverar sínir þegar hann lætur af embætti forseta Íslands síðar á þessu ári. Ólíkt fyrri forsetum mun Guðni ekki eiga rétt á því að fá greidd eftirlaun forseta, sem er hlutfall af fullum launum forseta hverju sinni, sex mánuðum eftir að hafa látið af embætti.

Guðni mun þó eiga rétt á því að fá biðlaun í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti. Það eru full laun forseta. Að þeim tíma liðnum mun hann þurfa snúa til annarra starfa til þess að afla sér tekna.

Fyrir þessu eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi er Guðni aðeins 55 ára gamall og verður hann því yngsti fyrrverandi forseti í sögu lýðveldisins. Að undanskildum Sveini Björnssyni, sem lést í embætti, höfðu allir hinir fyrrverandi forsetar landsins verið komnir á eftirlaunaaldur þegar þeir létu af embætti. 

Í öðru lagi voru umdeild lög um laun forseta Íslands, sem og annara háttsettra embættismanna, frá 2003 felld úr gildi árið 2009. Þessi lög héldu þó gildi sínu gagnvart þáverandi forseta, Ólafi Ragnar Grímssyni og sitjandi hæstaréttardómurum. Guðni verður því fyrsti forsetinn sem breytt lög munu gilda um. 

Þegar Guðni kemst á eftirlaunaaldur mun hann því aðeins eiga rétt á almennum lífeyri í samræmi við þau iðgjöld sem hann hefur greitt í lífeyrissjóð. Enn er óljóst hvað Guðni muni taka sér fyrir hendur þegar hann lætur af embætti. Mörgum þykir líklegt að hann muni snúa sér aftur að fræðistörfum. 

Laun forseta

Í lögum um laun forseta Íslands segir að sá sem kjörinn hefur verið til og gegnt hefur embættinu eigi rétt á eftirlaunum að liðnum þeim sex mánuðum sem hann nýtur biðlauna. Upphaflega þegar lögin voru samþykkt var að ákveðið að laun forseta skyldu vera 2.985.000 krónur á mánuði.

Hins vegar taka launin breytingum 1. júlí ár hvert. Launabreytingin tekur mið af mælingum Hagstofunnar. Heildarlaun forseta eru nú 3.738.652 krónur á mánuði samkvæmt gögnum sem birtar eru á vef stjórnarráðsins. 

Lögbundin fríðindi á hverfandi hveli 

Í lögunum frá 2003, sem voru felld úr gildi eftir hrun, var kveðið á um að forseti eigi rétt á eftirlaunum að sex mánuðum liðnum eftir að hann lætur af embætti. Á þessu sex mánaða tímabili átti forsetinn því að fá greidd biðlaun.

Þar sagði einnig að eftirlaun fyrrverandi forseta skyldu nema 60 prósent af launum forseta eins og þau eru hverju sinni, ef forsetinn hefði eitt kjörtímabil. Ef forseti hefði gegnt embættinu lengur en eitt kjörtímabil áttu eftirlaunin að vera 70 prósent, en 80 prósent ef hann hefði gegnt embættinu lengur en tvö kjörtímabil. 

Fyrir árið 2000 var forseti Íslands skattfrjáls en það var afnumið, meðal annars vegna þess að slík fríðindi þóttu vera tímaskekkja. 

Í launalausu leyfi

Ekki er vitað með vissu hvað Guðni mun taka sér fyrir hendur eftir að hann lætur af embætti. Í viðtali við RÚV sagði Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, að Guðni gæti gengið aftur til starfa við sagnfræðideild háskólans. 

Skömmu áður en Guðni tók við embætti forseta hafði hann fengið framgang í prófessorsstöðu við sagnfræðideild Háskóla Íslands. Tæknilega séð hafi Guðni því verið í launalausu leyfi frá störfum sínum við háskólann á meðan hann hefur gegnt embætti forseta Íslands. 

Kjósa
65
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Forsetaembættið á ekki að vera ávísun inn í auðstéttina.
    0
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    ,,Guðni Th. Jóhannesson hefur ekki sömu réttindi til eftirlauna og forverar sínir...."
    Þarftu ekki að laga þetta?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár