Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Guðni fær ekki sömu eftirlaunakjör og Ólafur Ragnar fékk

Guðni Th. Jó­hann­es­son kom mörg­um á óvart þeg­ar hann til­kynnti að hann muni ekki fara fram í næstu for­seta­kosn­ing­un­um í sum­ar. Þeg­ar Guðni læt­ur af embætti munu aðr­ar regl­ur gilda um rétt­indi hans til eft­ir­launa en ver­ið hef­ur um aðra for­seta í sögu lýð­veld­is­ins.

Guðni fær ekki sömu eftirlaunakjör og Ólafur Ragnar fékk
Fær ekki eftirlaun forseta Guðni Th. Jóhannesson mun, fyrstur forseta, ekki eiga rétt á eftirlaunum forseta þegar hann lætur af embætti.

Guðni Th. Jóhannesson hefur ekki sömu réttindi til eftirlauna og forverar sínir þegar hann lætur af embætti forseta Íslands síðar á þessu ári. Ólíkt fyrri forsetum mun Guðni ekki eiga rétt á því að fá greidd eftirlaun forseta, sem er hlutfall af fullum launum forseta hverju sinni, sex mánuðum eftir að hafa látið af embætti.

Guðni mun þó eiga rétt á því að fá biðlaun í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti. Það eru full laun forseta. Að þeim tíma liðnum mun hann þurfa snúa til annarra starfa til þess að afla sér tekna.

Fyrir þessu eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi er Guðni aðeins 55 ára gamall og verður hann því yngsti fyrrverandi forseti í sögu lýðveldisins. Að undanskildum Sveini Björnssyni, sem lést í embætti, höfðu allir hinir fyrrverandi forsetar landsins verið komnir á eftirlaunaaldur þegar þeir létu af embætti. 

Í öðru lagi voru umdeild lög um laun forseta Íslands, sem og annara háttsettra embættismanna, frá 2003 felld úr gildi árið 2009. Þessi lög héldu þó gildi sínu gagnvart þáverandi forseta, Ólafi Ragnar Grímssyni og sitjandi hæstaréttardómurum. Guðni verður því fyrsti forsetinn sem breytt lög munu gilda um. 

Þegar Guðni kemst á eftirlaunaaldur mun hann því aðeins eiga rétt á almennum lífeyri í samræmi við þau iðgjöld sem hann hefur greitt í lífeyrissjóð. Enn er óljóst hvað Guðni muni taka sér fyrir hendur þegar hann lætur af embætti. Mörgum þykir líklegt að hann muni snúa sér aftur að fræðistörfum. 

Laun forseta

Í lögum um laun forseta Íslands segir að sá sem kjörinn hefur verið til og gegnt hefur embættinu eigi rétt á eftirlaunum að liðnum þeim sex mánuðum sem hann nýtur biðlauna. Upphaflega þegar lögin voru samþykkt var að ákveðið að laun forseta skyldu vera 2.985.000 krónur á mánuði.

Hins vegar taka launin breytingum 1. júlí ár hvert. Launabreytingin tekur mið af mælingum Hagstofunnar. Heildarlaun forseta eru nú 3.738.652 krónur á mánuði samkvæmt gögnum sem birtar eru á vef stjórnarráðsins. 

Lögbundin fríðindi á hverfandi hveli 

Í lögunum frá 2003, sem voru felld úr gildi eftir hrun, var kveðið á um að forseti eigi rétt á eftirlaunum að sex mánuðum liðnum eftir að hann lætur af embætti. Á þessu sex mánaða tímabili átti forsetinn því að fá greidd biðlaun.

Þar sagði einnig að eftirlaun fyrrverandi forseta skyldu nema 60 prósent af launum forseta eins og þau eru hverju sinni, ef forsetinn hefði eitt kjörtímabil. Ef forseti hefði gegnt embættinu lengur en eitt kjörtímabil áttu eftirlaunin að vera 70 prósent, en 80 prósent ef hann hefði gegnt embættinu lengur en tvö kjörtímabil. 

Fyrir árið 2000 var forseti Íslands skattfrjáls en það var afnumið, meðal annars vegna þess að slík fríðindi þóttu vera tímaskekkja. 

Í launalausu leyfi

Ekki er vitað með vissu hvað Guðni mun taka sér fyrir hendur eftir að hann lætur af embætti. Í viðtali við RÚV sagði Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, að Guðni gæti gengið aftur til starfa við sagnfræðideild háskólans. 

Skömmu áður en Guðni tók við embætti forseta hafði hann fengið framgang í prófessorsstöðu við sagnfræðideild Háskóla Íslands. Tæknilega séð hafi Guðni því verið í launalausu leyfi frá störfum sínum við háskólann á meðan hann hefur gegnt embætti forseta Íslands. 

Kjósa
65
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Forsetaembættið á ekki að vera ávísun inn í auðstéttina.
    0
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    ,,Guðni Th. Jóhannesson hefur ekki sömu réttindi til eftirlauna og forverar sínir...."
    Þarftu ekki að laga þetta?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár