Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Guðni fær ekki sömu eftirlaunakjör og Ólafur Ragnar fékk

Guðni Th. Jó­hann­es­son kom mörg­um á óvart þeg­ar hann til­kynnti að hann muni ekki fara fram í næstu for­seta­kosn­ing­un­um í sum­ar. Þeg­ar Guðni læt­ur af embætti munu aðr­ar regl­ur gilda um rétt­indi hans til eft­ir­launa en ver­ið hef­ur um aðra for­seta í sögu lýð­veld­is­ins.

Guðni fær ekki sömu eftirlaunakjör og Ólafur Ragnar fékk
Fær ekki eftirlaun forseta Guðni Th. Jóhannesson mun, fyrstur forseta, ekki eiga rétt á eftirlaunum forseta þegar hann lætur af embætti.

Guðni Th. Jóhannesson hefur ekki sömu réttindi til eftirlauna og forverar sínir þegar hann lætur af embætti forseta Íslands síðar á þessu ári. Ólíkt fyrri forsetum mun Guðni ekki eiga rétt á því að fá greidd eftirlaun forseta, sem er hlutfall af fullum launum forseta hverju sinni, sex mánuðum eftir að hafa látið af embætti.

Guðni mun þó eiga rétt á því að fá biðlaun í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti. Það eru full laun forseta. Að þeim tíma liðnum mun hann þurfa snúa til annarra starfa til þess að afla sér tekna.

Fyrir þessu eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi er Guðni aðeins 55 ára gamall og verður hann því yngsti fyrrverandi forseti í sögu lýðveldisins. Að undanskildum Sveini Björnssyni, sem lést í embætti, höfðu allir hinir fyrrverandi forsetar landsins verið komnir á eftirlaunaaldur þegar þeir létu af embætti. 

Í öðru lagi voru umdeild lög um laun forseta Íslands, sem og annara háttsettra embættismanna, frá 2003 felld úr gildi árið 2009. Þessi lög héldu þó gildi sínu gagnvart þáverandi forseta, Ólafi Ragnar Grímssyni og sitjandi hæstaréttardómurum. Guðni verður því fyrsti forsetinn sem breytt lög munu gilda um. 

Þegar Guðni kemst á eftirlaunaaldur mun hann því aðeins eiga rétt á almennum lífeyri í samræmi við þau iðgjöld sem hann hefur greitt í lífeyrissjóð. Enn er óljóst hvað Guðni muni taka sér fyrir hendur þegar hann lætur af embætti. Mörgum þykir líklegt að hann muni snúa sér aftur að fræðistörfum. 

Laun forseta

Í lögum um laun forseta Íslands segir að sá sem kjörinn hefur verið til og gegnt hefur embættinu eigi rétt á eftirlaunum að liðnum þeim sex mánuðum sem hann nýtur biðlauna. Upphaflega þegar lögin voru samþykkt var að ákveðið að laun forseta skyldu vera 2.985.000 krónur á mánuði.

Hins vegar taka launin breytingum 1. júlí ár hvert. Launabreytingin tekur mið af mælingum Hagstofunnar. Heildarlaun forseta eru nú 3.738.652 krónur á mánuði samkvæmt gögnum sem birtar eru á vef stjórnarráðsins. 

Lögbundin fríðindi á hverfandi hveli 

Í lögunum frá 2003, sem voru felld úr gildi eftir hrun, var kveðið á um að forseti eigi rétt á eftirlaunum að sex mánuðum liðnum eftir að hann lætur af embætti. Á þessu sex mánaða tímabili átti forsetinn því að fá greidd biðlaun.

Þar sagði einnig að eftirlaun fyrrverandi forseta skyldu nema 60 prósent af launum forseta eins og þau eru hverju sinni, ef forsetinn hefði eitt kjörtímabil. Ef forseti hefði gegnt embættinu lengur en eitt kjörtímabil áttu eftirlaunin að vera 70 prósent, en 80 prósent ef hann hefði gegnt embættinu lengur en tvö kjörtímabil. 

Fyrir árið 2000 var forseti Íslands skattfrjáls en það var afnumið, meðal annars vegna þess að slík fríðindi þóttu vera tímaskekkja. 

Í launalausu leyfi

Ekki er vitað með vissu hvað Guðni mun taka sér fyrir hendur eftir að hann lætur af embætti. Í viðtali við RÚV sagði Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, að Guðni gæti gengið aftur til starfa við sagnfræðideild háskólans. 

Skömmu áður en Guðni tók við embætti forseta hafði hann fengið framgang í prófessorsstöðu við sagnfræðideild Háskóla Íslands. Tæknilega séð hafi Guðni því verið í launalausu leyfi frá störfum sínum við háskólann á meðan hann hefur gegnt embætti forseta Íslands. 

Kjósa
65
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Forsetaembættið á ekki að vera ávísun inn í auðstéttina.
    0
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    ,,Guðni Th. Jóhannesson hefur ekki sömu réttindi til eftirlauna og forverar sínir...."
    Þarftu ekki að laga þetta?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár