Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Margrét Þórhildur: Komin af Pétri mikla og Jósefínu hinni forsmáðu konu Napóleons

Margrét Þórhildur: Komin af Pétri mikla og Jósefínu hinni forsmáðu konu Napóleons
Pétur mikli, Margrét 2. og Jósefína Bonaparte

Margrét 2. Danadrottning tilkynnti í gær að hún ætli að stíga niður úr hásæti sínu eftir tvær vikur og eftirláta það syni sínum. Þótt öllum megi vera ljóst að arfaríki og konungdæmi yfirleitt séu gjörsamlega úrelt fyrirbæri er Dönum þó nokkuð brugðið og ljóst að henni hefur tekist á löngum ferli að vinna sér sess í hjörtum dönsku þjóðarinnar.

Í sögulegu ljósi er dálítið skemmtilegt að skoða langfeðga- og mæðratal Margrétar því það sýnir vel hve samansúrraðar konungsættir Evrópu eru og voru. Það má kannski líta á konungsættirnar sem ættir eins konar stigamanna sem fara um og heiðra um sig hvar sem laus hjónasæng og laust hásæti er að finna.

Karlamagnús var konungur Franka sem náði yfirráðum yfir mestöllu Þýskalandiog var krýndur til keisara í Róm árið 800. Spurning hvað honum hefði þótt um afsögn Margrétar afkomanda síns?

Ég stóðst ekki mátið að líta á nokkra úr hópi langforeldra Margrétar. Þar kemur svo sem fátt á óvart, þekki fólk svolítið til konungsætta Evrópu — og þó.

Margrét fæddist 1940, elst af þrem dætrum Friðriks 9. konungs og Ingiríðar einkadóttur Gústaf 6. Adolfs konungs Svía.

Friðrik 9. var sonur Kristjáns 10. síðasta konungs Íslands — og í rauninni þess fyrsta líka.

Kristján 10. var nefnilega eini þjóðhöfðinginn sem hefur haft orðin „konungur Íslands“ í opinberum titli sínum. Fram að fullveldinu 1918 var litið á Ísland sem hvern annan hluta Danmerkur (og áður Noregs) og því ekki þörf á að taka fram sérstaklega að hinir tilfallandi kóngar í hásætinu væru konungar Íslands.

Viktoría Bretadrottning á ótal afkomendur,þar á meðal Margréti 2.

Móðir Friðriks var hins vegar Alexandrína stórhertogadóttir frá héraðinu Mecklenburg-Schwerin á Eystrasaltshafsströnd Þýskalands.

Á þeim slóðum voru allnokkur hertogadæmi og í hálfa aðra öld höfðu helstu konungsættir Evrópu litið á þau sem mjög heppilegt veiðisvæði til að finna vel upp aldar verðandi brúðir fyrir synina — nú, eða reffilega brúðguma fyrir dæturnar.

Í framættum Alexandríu beinlínis úði því og grúði af kóngum og drottningum frá flestöllum konungsríkjum og/eða stórfurstadæmum Mið- og Austur-Evrópu.

Í fljótu bragði er hægðarleikur að finna í ættum hennar kónga og drottningar Þýskalands, Prússlands, Unverjalands, Danmerkur, Svíþjóðar, Hollands, Króatíu, Póllands, Bæheims (Tékklands), Bretlands (Georgs 2. á 18. öld), keisara Austurríkis og Hins heilaga rómverska ríkis, og stórfursta ýmiss konar af Eystrasaltssvæðum, Stór-Litháen og Norður-Ítalíu.

Langt aftur í ættum (á tíundu öld) má svo til dæmis finna stórprinsinn í Kjíev, Valdimar hinn mikla sem kristnaði Kænugarðsríkið sem þá var við lýði á úkraínsku sléttunum.

Einn af forfeðrum Margrétar Danadrottningar fer í bað í Kyíevog kemur þannig á kristni í Kænugarðsríkinu sem bæði Rússar og Úkraínumenn líta á sem upphafsreit þjóða sinna.

Á öðrum stað í ættartré er hægðarleikur að rekja sig aftur til Karlamagnúsar keisara um 800.

En einnig var fyrrnefnd Alexandrína komin af Katrínu miklu keisaraynju í Rússlandi.

Katrín mikla var sem sé langalangalangalangalangalangamma Margrétar drottningar.

Katrín mikla keisaraynja Rússlandsvar ein formóðir Margrétar.

Alexandrína var líka komin af Pétri mikla Rússakeisara um 1700 og hinni stórmerku Katrínu 1. eiginkonu hans.

Þá segir sig svo næstum sjálft að Margrét 2. er líka komin af Viktoríu Bretadrottningu. Ingiríður móðir hennar var dóttir Maríu frá Connaught sem var dóttir Arthurs hertoga af Connaught, sjöunda barns Viktoríu.

Nokkrir óvæntir snúningar eru á ættartrénu.

Móðir Kristjáns 10. (afa Margrétar) var Lovísa dóttir Karls 15. Svíakonungs.

Móðir Karls hét Jósefína af Leuchtenberg sem gekk að eiga Óskar Svíakonung og hún var dóttir Eugène de Beauharnais hertoga af Leuchtenberg.

Og hver var hann?

Jú, hann var sonur Jósefínu fyrri eiginkonu Napóleons Bonaparte Frakkakeisara. Þótt Napóleon skildi við Jósefínu af því hún gat ekki borið honum son, þá hugsaði hann vel um börnin tvö sem Jósefína hafði eignast af fyrra hjónabandi og þannig vildi það til að börn Eugène sonar hennar komust inn í aðals- og konungsættir Evrópu.

Desirée Clary var ekki nógu sexí fyrir Napóleonen nú sitja afkomendur hennar en ekki hans í kóngshöllum.

Það er á sinn hátt kaldhæðnislegt að Napóleon hafi talið sig verða að skilja við Jósefínu til að reyna að tryggja sér afkomenda sem hún gat ekki séð honum fyrir, en svo er það hin forsmáða Jósefína sem á fullt af afkomendum í konungshöllum Evrópu en ekki Napóleon.

Jósefína er raunar ekki eina konan úr lífi Napóleons sem er formóðir Margrétar Danadrottningar.

Fyrrnefndur Óskar Svíakóngur var nefnilega sonur franskrar kaupmannsdóttur, Desirée Clary, sem var unnusta Napóleons áður en hann heillaðist af Jósefínu.

Desirée gekk síðar að eiga einn af marskálkum Napóleons, Jean-Baptiste Bernadotte, sem var mjög óvænt valinn til konungs yfir Svíþjóð þegar konungsættin þar dó út í byrjun 19. aldar.

Það má sem sagt slá því föstu að ef Napóleon Bonaparte hefði ekki heillast af kynþokka Jósefínu 1795 og varpað Desirée sinni fyrir róða, þá væri engin Margrét Danadrottning nú að búa sig undir að stíga niður úr hásætinu í Kaupmannahöfn.

Bernadotte var einn helsti hershöfðingi Napóleons en snerist gegn honumeftir að hafa verið valinn til kóngs í Svíþjóð. Hann gat af sér fjölda afkomenda, þar á meðal Margréti drottningu.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    Ídag er það öðruvísi. Núa taka hátignirnar almúgafólk sér til ekta maka og er það vel lítum til Noregs og Svíþjóðar í þeim efnum til dæmis og það virðist ganga bara ljómandi vel
    0
  • Jón Benediktsson skrifaði
    Fróðleg samantekt en þarfnast smá leiðréttinga.
    Móðir Ingiríðar Danadrottningar hét ekki María heldur Margaret og var kona Gústafs Adólfs krónprins Svíþjóðar sem síðar varð Gústaf 6. Adólf 1950-1973. Margaret dó fyrir aldur fram 1920 aðeins 38 ára. Dótturdóttir hennar fráfarandi Danadrottning heitir væntanlega eftir henni. Margaret var einnig föðuramma núverandi Svíakonungs.
    Franski marskálkurinn Jean-Baptiste Bernadotte var gerður að ríkisarfa Svíþjóðar árið 1810. Það var ekki vegna þess að sænska konungsættin væri útdauð heldur var konunginum Gústafi 4. Adólf steypt af stóli snemma árs 1809 í kjölfar hrakfara sænska hersins í stríði gegn Rússlandi sem leiddu til þess að svíar misstu yfirráð yfir Finnlandi. Föðurbróðir hins burtrekna konungs var gerður að konungi sem Karl 13. og Bernadotte gerður að ríkisarfa. Af vali hans sem ríkisarfa er merkileg daga sem ekki verður rakin hér . Eftir lát Karls 13. árið 1818 tók Bernadotte við sem Karl 14. Jóhann og ríkti til dauðadags 1844.
    Hinn burtrekni Gústaf 4.Adólf fór úr landi og bjó í Þýskalandi eftir það. Afkomandi hans Viktoria af Baden-Baden giftist svo inn í nýju konungsættina upp úr 1880 er hún giftist Gústaf krónprins ( Gustav 5. 1907-1950) og eru því bæði Margrét 2. og Karl 16. Gústaf afkomendur Gústafs 4. Adólfs sem var steypt af konungsstóli 1809.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?
Flækjusagan

Tví­kynja hér­ar tákn páska — og Maríu guðs­móð­ur líka?

„Af hverju er kan­ín­ur, nú eða frænd­ur þeirra hér­ar, tákn pásk­anna?“ Svar­ið við þeirri spurn­ingu er í aðra rönd­ina mjög ein­falt. Pásk­arn­ir eru í grunn­inn vor­há­tíð sem hald­in er til að fagna því að líf er að kvikna í jörð­inni eft­ir (mis)lang­an vet­ur. Í krist­inni trú er það túlk­að með dauða en síð­an upprisu guðs­son­ar­ins. En líf kvikn­ar ekki að­eins...

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
3
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
6
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
8
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár