Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Myndband: Fyrsti bruni ársins þegar skúr brann í Hafnarfirði

Tölu­vert tjón varð á bíl­skúr í Hafnar­firði þeg­ar terta valt á hlið­ina og flug­eld­ar skut­ust inn í skúr­inn. Hlífð­argler­augu björg­uðu mörg­um frá al­var­leg­um augná­verk­um í nótt.

Fyrsti brun ársins varð í Hafnarfirði skömmu eftir miðnætti í nótt. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar sem fengnar voru hjá nágrönnum á vettvangi valt flugeldaterta á hliðina og innihald hennar skaust inn í bílskúr.

Húsið var mannlaust en nágranni varð var við það sem gerst hafði og gerði slökkviliðinu viðvart, samkvæmt upplýsingum frá nærstöddum íbúum.

Á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins kemur fram að töluvert tjón varð á bílskúrnum. Eldurinn barst þó ekki í íbúðarhúsið. 

Lítið var um önnur útköll hjá slökkviliðinu í nótt. Þau voru raunar einungis þrjú til viðbótar „þar sem tilkynnt var um eld í gám og þess háttar.“

Sjúkrabílar á höfuðborgarsvæðinu fóru hins vegar í 64 útköllum, en ekkert útkallanna var vegna flugelda. 

Af vettvangiMyndir sem teknar voru fyrir Heimildina í nótt sýna að betur fór en á horfðist þegar það kveiknaði í bílskúr í Hafnarfirði.

Á sjúkrabíla var töluvert að gera en næturvaktin fór í 64 útköll eða jafnmörg og dagvaktin tók. Ekkert útkalla var vegna flugelda og er það gott.

Í tilkynningu frá Hjalta Má Björnssyni, yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítala, segir að talsvert hafi verið um það að einstaklingar hafi þurft að leita á bráðamóttöku Landspítala um áramótin vegna flugeldaslysa. Alls komu tólf á deildina frá morgni gamlársdags og fram á fyrsta morgun nýja ársins vegna slíkra áverka sem í flestum tilvikum voru minni háttar.

Mikill reykurReykur barst inn í íbúðarhúsið sem stendur við hlið bílskúrsins.

Hjalti segir að áberandi hafi verið hversu mikilvægt sé að nota hlífðargleraugu ef verið er að skjóta upp flugeldum í nágrenni. „Nokkrir einstaklingar hlutu brunasár í andliti þar sem hlífðargleraugun höfðu augljóslega komið í veg fyrir alvarlegan augnáverka. Einnig voru tilvik þar sem fólk hafði talið sig standa fjarri flugeldum og því ekki verið með hlífðargleraugu en samt orðið fyrir minni háttar augnáverka vegna flugelda. Ættu því öll þau sem stödd eru utandyra þegar verið er að nota flugelda að vera með hlífðargleraugu.“

Í tilkynningunni segir einnig að þrátt fyrir að loftmengun hafi samkvæmt mælingum virst hafa verið langt yfir viðmiðunarmörkum hafi enginn þeirra sem leitaði á bráðamóttöku að loftmengun vegna flugelda væri bein ástæða komunnar.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu