Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Myndband: Fyrsti bruni ársins þegar skúr brann í Hafnarfirði

Tölu­vert tjón varð á bíl­skúr í Hafnar­firði þeg­ar terta valt á hlið­ina og flug­eld­ar skut­ust inn í skúr­inn. Hlífð­argler­augu björg­uðu mörg­um frá al­var­leg­um augná­verk­um í nótt.

Fyrsti brun ársins varð í Hafnarfirði skömmu eftir miðnætti í nótt. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar sem fengnar voru hjá nágrönnum á vettvangi valt flugeldaterta á hliðina og innihald hennar skaust inn í bílskúr.

Húsið var mannlaust en nágranni varð var við það sem gerst hafði og gerði slökkviliðinu viðvart, samkvæmt upplýsingum frá nærstöddum íbúum.

Á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins kemur fram að töluvert tjón varð á bílskúrnum. Eldurinn barst þó ekki í íbúðarhúsið. 

Lítið var um önnur útköll hjá slökkviliðinu í nótt. Þau voru raunar einungis þrjú til viðbótar „þar sem tilkynnt var um eld í gám og þess háttar.“

Sjúkrabílar á höfuðborgarsvæðinu fóru hins vegar í 64 útköllum, en ekkert útkallanna var vegna flugelda. 

Af vettvangiMyndir sem teknar voru fyrir Heimildina í nótt sýna að betur fór en á horfðist þegar það kveiknaði í bílskúr í Hafnarfirði.

Á sjúkrabíla var töluvert að gera en næturvaktin fór í 64 útköll eða jafnmörg og dagvaktin tók. Ekkert útkalla var vegna flugelda og er það gott.

Í tilkynningu frá Hjalta Má Björnssyni, yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítala, segir að talsvert hafi verið um það að einstaklingar hafi þurft að leita á bráðamóttöku Landspítala um áramótin vegna flugeldaslysa. Alls komu tólf á deildina frá morgni gamlársdags og fram á fyrsta morgun nýja ársins vegna slíkra áverka sem í flestum tilvikum voru minni háttar.

Mikill reykurReykur barst inn í íbúðarhúsið sem stendur við hlið bílskúrsins.

Hjalti segir að áberandi hafi verið hversu mikilvægt sé að nota hlífðargleraugu ef verið er að skjóta upp flugeldum í nágrenni. „Nokkrir einstaklingar hlutu brunasár í andliti þar sem hlífðargleraugun höfðu augljóslega komið í veg fyrir alvarlegan augnáverka. Einnig voru tilvik þar sem fólk hafði talið sig standa fjarri flugeldum og því ekki verið með hlífðargleraugu en samt orðið fyrir minni háttar augnáverka vegna flugelda. Ættu því öll þau sem stödd eru utandyra þegar verið er að nota flugelda að vera með hlífðargleraugu.“

Í tilkynningunni segir einnig að þrátt fyrir að loftmengun hafi samkvæmt mælingum virst hafa verið langt yfir viðmiðunarmörkum hafi enginn þeirra sem leitaði á bráðamóttöku að loftmengun vegna flugelda væri bein ástæða komunnar.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár