Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Guðni Th. Jóhannesson býður sig ekki fram í þriðja sinn

Í ný­ársávarpi sínu til­kynnti Guðni Th. Jó­hann­es­son að hann ætli ekki að bjóða sig fram til for­seta í þriðja sinn. Kosn­ing­ar munu fara fram í sum­ar.

Guðni Th. Jóhannesson býður sig ekki fram í þriðja sinn

Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í nýársávarpi sínu, nú fyrir skömmu, að hann muni ekki sækjast eftir því að endurnýja umboð sitt sem forseti Íslands. Fyrirhugaðar forsetakosningar munu fara fram á þessu ári þann 1. júní, ef fleiri en einn frambjóðandi verða í kjöri. Guðni þakkaði fyrir liðin ár og stuðninginn og sagði þetta ekki vera kveðjustund.

„Gott er að hætta leik þá hæst fer fram“
Guðni Th. Jóhannesson
forseti Íslands í nýársávarpi sínu

Sjötti forseti landsins frá lýðveldisstofnun

Guðni var fyrst kjörinn í embætti forseta Íslands 25. júní árið 2016, eftir að hafa sigrað spennandi kosningar þar sem honum tókst að tryggja sér um 39 prósent greiddra atkvæða. Í þeim kosningum buðu sig fram átta aðrir.

Þar á meðal voru Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, seðlabankastjóri og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og fjárfestir, en hún fékk næstflest atkvæða. 

Í síðustu forsetakosningum árið 2020 vann Guðni öruggan sigur. Viðskiptamaðurinn Guðmundur Franklín Jónsson var sá eini sem að bauð sig fram gegn sitjandi forseta og fékk hann 7,9 prósent atkvæða.

Guðni hefur áður sagt að honum þyki eðlilegt að forseti sitji að hámarki í þrjú kjörtímabil. Fram að ávarpi sínu hafði Guðni þó ekki viljað tjá sig um áform sín um að sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu.

Í viðtali við RÚV frá júní 2023 sagðist forsetinn ekki verið búinn að ákveða sig hvort hann ætli að fara fram í þriðja sinn. Þegar Guðni tilkynnti um framboð sitt árið 2020 gerði hann það í nýársávarpi sínu 1. Janúar 2020.

Forseti og fræðimaður

Áður en að Guðni tók við embætti forseta Íslands starfaði hann við rannsóknir og kennslu við sagnfræðideild Háskóla Íslands. Þá hefur hann einnig kennt við Háskólann í Reykjavík, Bifröst og University College London.

Í fræðistörfum sínum hefur Guðni einkum rannsakað stjórnmála- og utanríkissögu  20. og 21. aldar. Til að mynda hefur hann gefið út bækur og greinar um þorskastríðið og landhelgismál, síðasta bók hans, Stund milli stríða, kom út árið 2022 og rekur sögu landhelgismálsins 1961 til 1971.

Þá gaf Guðni einnig út bók um efnahagshrunið árið 2008, ævisögu Gunnar Thoroddsen árið 2010. Guðni ritaði einnig sögu forsetaembættisins á Íslandi frá lýðveldisstofnun til lok 20. aldar í bók sem kom út árið 2016.

Vorið 2016 varð Guðni flestum landsmönnum kunnur eftir að hafa verið tíður gestur í sjónvarpi, eftirminnilegast í þáttunum Kastljós. Þar sem hann var fenginn til þess að greina atburðina í kringum það þegar þáverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði forsætisráðherra, þá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, um þingrof.

Í kjölfarið fóru ýmsir að skora á Guðna til þess að bjóða sig fram í forsetakosningunum sem fram fóru síðar um sumarið.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    lágkúrulegur stimpilpúði valdstjórnarinnar . . . fjölmellurnar minnast ekki einu orði um framboð mitt . . .
    -5
    • J
      Jón skrifaði
      Vil nú ekki fullyrða beinlínis en ef þú segir fyrst fjölmellur og vilt svo jafnframt vera forseti lýðveldisins allt svo, hvort í senn, og það samtímis, þá gæti verið hollráð að kanna statusinn á lingus, það er hægt að fá mælingar á þessu hjá góðu fólki
      1
  • J
    Jón skrifaði
    Hér fer maður með hraustan lingus.
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár