Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Guðni Th. Jóhannesson býður sig ekki fram í þriðja sinn

Í ný­ársávarpi sínu til­kynnti Guðni Th. Jó­hann­es­son að hann ætli ekki að bjóða sig fram til for­seta í þriðja sinn. Kosn­ing­ar munu fara fram í sum­ar.

Guðni Th. Jóhannesson býður sig ekki fram í þriðja sinn

Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í nýársávarpi sínu, nú fyrir skömmu, að hann muni ekki sækjast eftir því að endurnýja umboð sitt sem forseti Íslands. Fyrirhugaðar forsetakosningar munu fara fram á þessu ári þann 1. júní, ef fleiri en einn frambjóðandi verða í kjöri. Guðni þakkaði fyrir liðin ár og stuðninginn og sagði þetta ekki vera kveðjustund.

„Gott er að hætta leik þá hæst fer fram“
Guðni Th. Jóhannesson
forseti Íslands í nýársávarpi sínu

Sjötti forseti landsins frá lýðveldisstofnun

Guðni var fyrst kjörinn í embætti forseta Íslands 25. júní árið 2016, eftir að hafa sigrað spennandi kosningar þar sem honum tókst að tryggja sér um 39 prósent greiddra atkvæða. Í þeim kosningum buðu sig fram átta aðrir.

Þar á meðal voru Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, seðlabankastjóri og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og fjárfestir, en hún fékk næstflest atkvæða. 

Í síðustu forsetakosningum árið 2020 vann Guðni öruggan sigur. Viðskiptamaðurinn Guðmundur Franklín Jónsson var sá eini sem að bauð sig fram gegn sitjandi forseta og fékk hann 7,9 prósent atkvæða.

Guðni hefur áður sagt að honum þyki eðlilegt að forseti sitji að hámarki í þrjú kjörtímabil. Fram að ávarpi sínu hafði Guðni þó ekki viljað tjá sig um áform sín um að sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu.

Í viðtali við RÚV frá júní 2023 sagðist forsetinn ekki verið búinn að ákveða sig hvort hann ætli að fara fram í þriðja sinn. Þegar Guðni tilkynnti um framboð sitt árið 2020 gerði hann það í nýársávarpi sínu 1. Janúar 2020.

Forseti og fræðimaður

Áður en að Guðni tók við embætti forseta Íslands starfaði hann við rannsóknir og kennslu við sagnfræðideild Háskóla Íslands. Þá hefur hann einnig kennt við Háskólann í Reykjavík, Bifröst og University College London.

Í fræðistörfum sínum hefur Guðni einkum rannsakað stjórnmála- og utanríkissögu  20. og 21. aldar. Til að mynda hefur hann gefið út bækur og greinar um þorskastríðið og landhelgismál, síðasta bók hans, Stund milli stríða, kom út árið 2022 og rekur sögu landhelgismálsins 1961 til 1971.

Þá gaf Guðni einnig út bók um efnahagshrunið árið 2008, ævisögu Gunnar Thoroddsen árið 2010. Guðni ritaði einnig sögu forsetaembættisins á Íslandi frá lýðveldisstofnun til lok 20. aldar í bók sem kom út árið 2016.

Vorið 2016 varð Guðni flestum landsmönnum kunnur eftir að hafa verið tíður gestur í sjónvarpi, eftirminnilegast í þáttunum Kastljós. Þar sem hann var fenginn til þess að greina atburðina í kringum það þegar þáverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði forsætisráðherra, þá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, um þingrof.

Í kjölfarið fóru ýmsir að skora á Guðna til þess að bjóða sig fram í forsetakosningunum sem fram fóru síðar um sumarið.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    lágkúrulegur stimpilpúði valdstjórnarinnar . . . fjölmellurnar minnast ekki einu orði um framboð mitt . . .
    -5
    • J
      Jón skrifaði
      Vil nú ekki fullyrða beinlínis en ef þú segir fyrst fjölmellur og vilt svo jafnframt vera forseti lýðveldisins allt svo, hvort í senn, og það samtímis, þá gæti verið hollráð að kanna statusinn á lingus, það er hægt að fá mælingar á þessu hjá góðu fólki
      1
  • J
    Jón skrifaði
    Hér fer maður með hraustan lingus.
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár