Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Heil stétt sem breytist úr þýðendum í yfirlesara

Krist­ínu Ei­ríks­dótt­ur rit­höf­undi fannst eft­ir­tekt­ar­vert, hvað bók­mennta­ár­ið varð­aði, að Stor­ytel ætl­aði að láta vél­ar þýða bæk­ur, og séu jafn­vel þeg­ar byrj­uð á því. Fyr­ir henni er starf þýð­enda list­grein og þýð­ing­arn­ar sjálf­ar líf­ríki.

Heil stétt sem breytist úr þýðendum í yfirlesara
Kristín Eiríksdóttir Mynd: b'Hordur Sveinsson'

Kristín Eiríksdóttir rithöfundur gekk hratt um gólf þegar hún heyrði af því að sænska hljóðbókafyrirtækið Storytel ætlaði sér að fá vélar, gervigreind, til að þýða bæku og að íslenski armur þess tæki vel í hugmyndina. Henni fannst fréttirnar svakalegar og stórar. „Það er heil stétt þarna sem breytist úr þýðendum í yfirlesara fyrir tölvu,“ sagði Kristín í Jólabókaboði Heimildarinnar. 

Í júní þessa árs birtust fréttir þess efnis að gervigreindarraddir til viðbótar „upplesinna mennskra radda bjóðast viðskiptavinum Storytel innan skamms,“ eins og það var orðað í frétt Ríkisútvarpsins. Dan Panas, samskiptastjóri Storytel, sagði í viðtali við fréttastofu RÚV að gervigreindarraddirnar ættu alls ekki að koma í stað þess að „raunverulegt fólk lesi upp bækurnar“ en að viðbótin þýddi minni framleiðslukostnað á hljóðbókum.

Hann sagði svo að fólk ætti að hafa val um raddir þegar kæmi að hljóðbókum, og ef mennsk rödd …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Margrét Jónsdóttir skrifaði
    Að nýta sér þá heibrigðisþjónustu sem í boði er, t.d. með því að þiggja bólusetningu til að vernda viðkvæman, dauðlegan mannslíkamann, gera vélar einmitt ekki. Það gerir skynsamt fólk.
    1
  • SÍF
    Sveinn í Felli skrifaði
    Færeyska orðið "vitlíki" lýsir fyrirbærinu mun betur en hið íslenska "gervigreind". Alvöru gervigreind er allt annað.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár