Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur selt byggingarrétt fyrir 564 milljónir á tveimur árum

Fyr­ir­tæki og fé­lög hafa ekki gef­ið Sjálf­stæð­is­flokkn­um jafn­mik­ið fé og þau gerðu í fyrra síð­an fyr­ir banka­hrun. Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki voru fyr­ir­ferð­ar­mik­il á með­al þeirra sem gáfu. Flokk­ur­inn er sá sem fær hæstu fram­lög­in úr op­in­ber­um sjóð­um.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur selt byggingarrétt fyrir 564 milljónir á tveimur árum
Formaður Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2009. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Á árunum 2021 og 2022 var kosið tvívegis, fyrst til þings og svo til sveitarstjórna. Nær allir flokkar skila tapi við slíkar aðstæður, enda kostnaðarsamt að taka þátt í kosningum. Einn sker sig úr, Sjálfstæðisflokkurinn. Hann er sá flokkur sem fær hæstu fjárhæðirnar úr opinberum sjóðum og sá flokkur sem fær mest fé frá atvinnulífinu, sem gaf honum meira fé á árinu 2022 en það hefur gert síðan á árinu 2007. Þetta eru þó ekki meginástæður þess að Sjálfstæðisflokkurinn stendur betur en nokkurt annað stjórnmálaafl í landinu. Þær liggja í fasteignaþróun. 

Á árinu 2020 var samþykkt nýtt deiliskipulag Háaleitisbrautar 1, lóðinni sem Valhöll, höfuðstöðvar flokksins, standa á. Samkvæmt því var heimilt að bæta tveimur nýjum byggingarreitum við lóðina. Á þeim er meðal annars gert ráð fyrir að byggja 47 íbúða fjölbýlishús, skrifstofuhúsnæði og bílakjallara. Hluti byggingarréttar Valhallarreitsins, sem snýr að horni Skipholts og Bolholts, var seldur á árinu 2021. Ári …

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár