Á árunum 2021 og 2022 var kosið tvívegis, fyrst til þings og svo til sveitarstjórna. Nær allir flokkar skila tapi við slíkar aðstæður, enda kostnaðarsamt að taka þátt í kosningum. Einn sker sig úr, Sjálfstæðisflokkurinn. Hann er sá flokkur sem fær hæstu fjárhæðirnar úr opinberum sjóðum og sá flokkur sem fær mest fé frá atvinnulífinu, sem gaf honum meira fé á árinu 2022 en það hefur gert síðan á árinu 2007. Þetta eru þó ekki meginástæður þess að Sjálfstæðisflokkurinn stendur betur en nokkurt annað stjórnmálaafl í landinu. Þær liggja í fasteignaþróun.
Á árinu 2020 var samþykkt nýtt deiliskipulag Háaleitisbrautar 1, lóðinni sem Valhöll, höfuðstöðvar flokksins, standa á. Samkvæmt því var heimilt að bæta tveimur nýjum byggingarreitum við lóðina. Á þeim er meðal annars gert ráð fyrir að byggja 47 íbúða fjölbýlishús, skrifstofuhúsnæði og bílakjallara. Hluti byggingarréttar Valhallarreitsins, sem snýr að horni Skipholts og Bolholts, var seldur á árinu 2021. Ári …
Athugasemdir (1)