Fjölmargar rannsóknir á sviði heilbrigðisvísinda hafa í gegnum árin staðfest tengsl reglulegrar hreyfingar við líkamlega heilsu. Rannsakendur hafa einnig reynt að átta sig á tengslum hreyfingar við andlega heilsu og oftast komist að þeirri niðurstöðu að hreyfing, ekki síst úti í náttúrunni, geri sálartetrinu gott.
Í tengslum við andlega heilsu og vellíðan hafa rannsakendur einnig skoðað sértækt hvort ferðamátinn sem fólk velur sér til og frá vinnu eða skóla hafi áhrif á líðan þess. Ýmsar rannsóknir sem hafa komið fram á undanförnum árum virðast benda til þess að akstur til og frá vinnu, hvað þá dvöl í umferðarteppum, dragi úr vellíðan og valdi stressi, á meðan að virkir ferðamátar eins og hjólreiðar eða ganga geti stuðlað að bættri líðan.
Rannsókn sem framkvæmd var í Bretlandi fyrir tæpum áratug síðan sýndi að fólk sem hjólaði eða gekk í vinnuna, og fólk sem notaði almenningssamgöngur raunar líka, upplifði meiri vellíðan en þeir …
Athugasemdir (1)