Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þrefalt fleiri sækja um meðferð við offitu en komast að

Þre­falt fleiri sækja um með­ferð hjá offitu­teymi Reykjalund­ar ár hvert en kom­ast að. Pláss­um hjá teym­inu hef­ur ekki fjölg­að á síð­ast­liðn­um ára­tug en á sama tíma­bili hef­ur al­gengi sjúk­dóms­ins far­ið úr um 22 pró­sent­um í 27. Lækn­ir hjá teym­inu seg­ir það mið­ur að neyð­ast til þess að hafna fólki sem þarf sár­lega á þjón­ust­unni að halda.

Þrefalt fleiri sækja um meðferð við offitu en komast að
Á Reykjalundi Guðrún og Olga við sundlaugina á Reykjalundi þar sem margir skjólstæðingar þeirra fara í vatnsleikfimi. Mynd: Golli

Fólkið sem kemur inn á Reykjalund í meðferð við offitu hefur margt hvert orðið fyrir alvarlegum áföllum á lífsleiðinni. Stór hluti hópsins hefur sætt fordómum samfélags sem dæmir út frá holdafari og hefur reynt ýmislegt til þess að ná tökum á sjúkdómnum með takmörkuðum árangri.

Í byrjun meðferðarinnar, sem getur tekið upp undir heilt ár, eru margir skjólstæðinganna illa staddir bæði andlega og líkamlega en við útskrift upplifir fólk almennt betra ástand: Ekki bara sterkari vöðva og betri blóðsykursstjórnun en áður heldur líka sterkari sjálfsmynd og neista í brjóstinu, neista til þess að halda áfram á vegferðinni til heilbrigðara lífs, að sögn læknis og hjúkrunarfræðings hjá teyminu.

Frekari rannsóknir og gögn um langtíma árangur meðferðarinnar skortir aftur á móti, rétt eins og í tilvikum annarra meðferða við offitu á Íslandi. 

Fjöldi plássa endurspegli ekki tækifærin

Offituteymi Reykjalundar er stærsta og reynslumesta þverfaglega teymi landsins sem sérhæfir sig í sjúkdómnum, sjúkdómi …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár