Fólkið sem kemur inn á Reykjalund í meðferð við offitu hefur margt hvert orðið fyrir alvarlegum áföllum á lífsleiðinni. Stór hluti hópsins hefur sætt fordómum samfélags sem dæmir út frá holdafari og hefur reynt ýmislegt til þess að ná tökum á sjúkdómnum með takmörkuðum árangri.
Í byrjun meðferðarinnar, sem getur tekið upp undir heilt ár, eru margir skjólstæðinganna illa staddir bæði andlega og líkamlega en við útskrift upplifir fólk almennt betra ástand: Ekki bara sterkari vöðva og betri blóðsykursstjórnun en áður heldur líka sterkari sjálfsmynd og neista í brjóstinu, neista til þess að halda áfram á vegferðinni til heilbrigðara lífs, að sögn læknis og hjúkrunarfræðings hjá teyminu.
Frekari rannsóknir og gögn um langtíma árangur meðferðarinnar skortir aftur á móti, rétt eins og í tilvikum annarra meðferða við offitu á Íslandi.
Fjöldi plássa endurspegli ekki tækifærin
Offituteymi Reykjalundar er stærsta og reynslumesta þverfaglega teymi landsins sem sérhæfir sig í sjúkdómnum, sjúkdómi …
Athugasemdir