Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Synir Eddu Bjarkar á leið til Noregs

Dreng­ir Eddu Bjark­ar eru komn­ir í leit­irn­ar og eru á leið­inni til Kefla­vík­ur. Þar tek­ur fað­ir drengj­anna á móti þeim og fer með þá til Nor­egs.

Synir Eddu Bjarkar á leið til Noregs
Edda Björk Arnardóttir Situr í gæsluvarðhaldi í Noregi fyrir að hafa numið þrjá syni sína á brott.

Allir þrír drengir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í leitirnar. Þeirra hefur verið leitað frá því að móðir þeirra var handtekin í lok nóvember. Drengirnir eru nú á leið til Keflavíkur þar sem faðir drengjanna bíður þeirra, þar sem förinni er heitið til Noregs. Þetta kemur fram á Nútímanum.

Fyrr í dag sáust tvíburasynir Eddu Bjarkar og barnsföður hennar á kaffihúsi í Garðabænum með systur Eddu Bjarkar, Ragnheiði Arnardóttir. Óeinkennisklæddur lögreglumaður stöðvaði bíl Ragnheiðar um tíuleytið í morgun og handtók hana. Drengirnir hafa verið færðir í umsjá barnaverndar ásamt dóttur Ragnheiðar sem var með í för. 

Sagði Ragnheiður í viðtali við Heimildina í byrjun mánaðarins að hún vissi ekki hvar drengirnir væru niðurkomnir. 

Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu ásamt systur dætrumRagnheiður var handtekin í morgun þar sem sást til hennar með tvíburastrákum Eddu Bjarkar á kaffihúsi í Garðabænum

Edda er með tvo íslenska lögmenn. Nútíminn greinir frá því að annar þeirra, Hildur Sólveig Pétursdóttur, lögmaður Eddu Bjarkar í forsjámálinu hér á landi, hafi verið handtekin vegna málsins. Hinn lögmaðurinn, Jóhannes Karl Sveinsson, verjandi Eddu í sakamálinu hér á landi, segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki verið handtekin.

Edda verður áfram í gæsluvarðhaldi í Noregi fram yfir áramót, þegar mál hennar verður tekið fyrir í byrjun janúar. Aðalmeðferð í málinu lauk í vikunni.

Málið var rakið í þaula í nýjasta tölublaði Heimildarinnar.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár