Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Synir Eddu Bjarkar á leið til Noregs

Dreng­ir Eddu Bjark­ar eru komn­ir í leit­irn­ar og eru á leið­inni til Kefla­vík­ur. Þar tek­ur fað­ir drengj­anna á móti þeim og fer með þá til Nor­egs.

Synir Eddu Bjarkar á leið til Noregs
Edda Björk Arnardóttir Situr í gæsluvarðhaldi í Noregi fyrir að hafa numið þrjá syni sína á brott.

Allir þrír drengir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í leitirnar. Þeirra hefur verið leitað frá því að móðir þeirra var handtekin í lok nóvember. Drengirnir eru nú á leið til Keflavíkur þar sem faðir drengjanna bíður þeirra, þar sem förinni er heitið til Noregs. Þetta kemur fram á Nútímanum.

Fyrr í dag sáust tvíburasynir Eddu Bjarkar og barnsföður hennar á kaffihúsi í Garðabænum með systur Eddu Bjarkar, Ragnheiði Arnardóttir. Óeinkennisklæddur lögreglumaður stöðvaði bíl Ragnheiðar um tíuleytið í morgun og handtók hana. Drengirnir hafa verið færðir í umsjá barnaverndar ásamt dóttur Ragnheiðar sem var með í för. 

Sagði Ragnheiður í viðtali við Heimildina í byrjun mánaðarins að hún vissi ekki hvar drengirnir væru niðurkomnir. 

Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu ásamt systur dætrumRagnheiður var handtekin í morgun þar sem sást til hennar með tvíburastrákum Eddu Bjarkar á kaffihúsi í Garðabænum

Edda er með tvo íslenska lögmenn. Nútíminn greinir frá því að annar þeirra, Hildur Sólveig Pétursdóttur, lögmaður Eddu Bjarkar í forsjámálinu hér á landi, hafi verið handtekin vegna málsins. Hinn lögmaðurinn, Jóhannes Karl Sveinsson, verjandi Eddu í sakamálinu hér á landi, segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki verið handtekin.

Edda verður áfram í gæsluvarðhaldi í Noregi fram yfir áramót, þegar mál hennar verður tekið fyrir í byrjun janúar. Aðalmeðferð í málinu lauk í vikunni.

Málið var rakið í þaula í nýjasta tölublaði Heimildarinnar.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefnuræða forsætisráðherra: „Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst?“
5
Fréttir

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra: „Hvar ann­ars stað­ar en á Ís­landi gæti þetta gerst?“

Kristrún Frosta­dótt­ir jós sam­starfs­kon­ur sín­ar lofi í stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra og sagði að burt­séð frá póli­tísk­um skoð­un­um mætt­um við öll vera stolt af Ingu Sæ­land. Hún minnt­ist einnig Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur sem var jarð­sung­in í dag og hét því að bæta rétt­ar­kerf­ið fyr­ir brota­þola of­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár