Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Synir Eddu Bjarkar á leið til Noregs

Dreng­ir Eddu Bjark­ar eru komn­ir í leit­irn­ar og eru á leið­inni til Kefla­vík­ur. Þar tek­ur fað­ir drengj­anna á móti þeim og fer með þá til Nor­egs.

Synir Eddu Bjarkar á leið til Noregs
Edda Björk Arnardóttir Situr í gæsluvarðhaldi í Noregi fyrir að hafa numið þrjá syni sína á brott.

Allir þrír drengir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í leitirnar. Þeirra hefur verið leitað frá því að móðir þeirra var handtekin í lok nóvember. Drengirnir eru nú á leið til Keflavíkur þar sem faðir drengjanna bíður þeirra, þar sem förinni er heitið til Noregs. Þetta kemur fram á Nútímanum.

Fyrr í dag sáust tvíburasynir Eddu Bjarkar og barnsföður hennar á kaffihúsi í Garðabænum með systur Eddu Bjarkar, Ragnheiði Arnardóttir. Óeinkennisklæddur lögreglumaður stöðvaði bíl Ragnheiðar um tíuleytið í morgun og handtók hana. Drengirnir hafa verið færðir í umsjá barnaverndar ásamt dóttur Ragnheiðar sem var með í för. 

Sagði Ragnheiður í viðtali við Heimildina í byrjun mánaðarins að hún vissi ekki hvar drengirnir væru niðurkomnir. 

Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu ásamt systur dætrumRagnheiður var handtekin í morgun þar sem sást til hennar með tvíburastrákum Eddu Bjarkar á kaffihúsi í Garðabænum

Edda er með tvo íslenska lögmenn. Nútíminn greinir frá því að annar þeirra, Hildur Sólveig Pétursdóttur, lögmaður Eddu Bjarkar í forsjámálinu hér á landi, hafi verið handtekin vegna málsins. Hinn lögmaðurinn, Jóhannes Karl Sveinsson, verjandi Eddu í sakamálinu hér á landi, segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki verið handtekin.

Edda verður áfram í gæsluvarðhaldi í Noregi fram yfir áramót, þegar mál hennar verður tekið fyrir í byrjun janúar. Aðalmeðferð í málinu lauk í vikunni.

Málið var rakið í þaula í nýjasta tölublaði Heimildarinnar.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár