Virknin úti en áralangt eldgosatímabil líklegt

Þó að eng­in virkni sé leng­ur í gíg eld­goss­ins við Sund­hnúk seg­ir nátt­úru­vár­sér­fræð­ing­ur lík­legt að fleiri gos muni verða á Reykja­nesskag­an­um á næstu ár­um. At­burða­rás­inni svip­ar til Kröflu­elda.

Virknin úti en áralangt eldgosatímabil líklegt
Það sem var Svona var eldgosið. Nú virðist engin virkni vera í gígnum. Mynd: Golli

Engin virkni sést lengur í gígnum við Sundhnúka á Reykjanesskaganum þó enn glitti í glóð undir hrauninu, að sögn náttúruvársérfræðings. Þó mega Íslendingar búast við frekari jarðhræringum og eldgosum á skaganum á næstu árum. 

Gosið hófst á mánudagskvöld og hefur það því einungis staðið yfir í um þrjá sólarhringa.

Er öruggt að segja að gosinu sé lokið?

„Í bili er engin virkni. Við verðum svo bara að bíða og sjá hvað gerist í framhaldinu,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Þannig að það gæti alveg tekið sig upp aftur?

„Það er náttúrulega ekki hægt að útiloka það.“ 

En er það ólíklegt?

„Það er voðalega erfitt að vera að meta einhverjar líkur,“ segir Sigríður Magnea. „Það er alla vega ekkert sem við sjáum í okkar gögnum núna um að það fari að draga eitthvað til tíðinda.“

Svipar til Kröfluelda sem stóðu í áratug

Bjuggust sérfræðingar við því að þetta myndi taka svona stuttan tíma?

„Miðað við hvernig gosið byrjaði þá bjuggust sumir við því að þetta gæti verið stutt en aðrir langt. Þetta var náttúrulega mjög kraftmikið í byrjun. Fólk bjóst kannski við því að þetta myndi taka lengri tíma. Þessu svipar mjög til gosanna í Kröflu. Þau byrjuðu oft mjög kröftuglega og stóðu yfir í einn til tvo sólarhringa einstaka gos. Þannig að við höfum séð þetta þar en ekki hér á Reykjanesskaganum.“

Atburðunum á skaganum, sem hófust árið 2020, svipar einmitt mjög til Kröfluelda – hvað varðar gosin, landrisið og myndun kvikugangana, segir Sigríður Magnea. 

Kröflueldar stóðu yfir í áratug og níu eldgos urðu á tímabilinu. 

Megum við búast við því að það sé það sem koma skal? 

„Það er það sem við búumst við; að við séum komin í eitthvert ferli sem geti tekið einhver ár,“ segir Sigríður Magnea.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár