Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Virknin úti en áralangt eldgosatímabil líklegt

Þó að eng­in virkni sé leng­ur í gíg eld­goss­ins við Sund­hnúk seg­ir nátt­úru­vár­sér­fræð­ing­ur lík­legt að fleiri gos muni verða á Reykja­nesskag­an­um á næstu ár­um. At­burða­rás­inni svip­ar til Kröflu­elda.

Virknin úti en áralangt eldgosatímabil líklegt
Það sem var Svona var eldgosið. Nú virðist engin virkni vera í gígnum. Mynd: Golli

Engin virkni sést lengur í gígnum við Sundhnúka á Reykjanesskaganum þó enn glitti í glóð undir hrauninu, að sögn náttúruvársérfræðings. Þó mega Íslendingar búast við frekari jarðhræringum og eldgosum á skaganum á næstu árum. 

Gosið hófst á mánudagskvöld og hefur það því einungis staðið yfir í um þrjá sólarhringa.

Er öruggt að segja að gosinu sé lokið?

„Í bili er engin virkni. Við verðum svo bara að bíða og sjá hvað gerist í framhaldinu,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Þannig að það gæti alveg tekið sig upp aftur?

„Það er náttúrulega ekki hægt að útiloka það.“ 

En er það ólíklegt?

„Það er voðalega erfitt að vera að meta einhverjar líkur,“ segir Sigríður Magnea. „Það er alla vega ekkert sem við sjáum í okkar gögnum núna um að það fari að draga eitthvað til tíðinda.“

Svipar til Kröfluelda sem stóðu í áratug

Bjuggust sérfræðingar við því að þetta myndi taka svona stuttan tíma?

„Miðað við hvernig gosið byrjaði þá bjuggust sumir við því að þetta gæti verið stutt en aðrir langt. Þetta var náttúrulega mjög kraftmikið í byrjun. Fólk bjóst kannski við því að þetta myndi taka lengri tíma. Þessu svipar mjög til gosanna í Kröflu. Þau byrjuðu oft mjög kröftuglega og stóðu yfir í einn til tvo sólarhringa einstaka gos. Þannig að við höfum séð þetta þar en ekki hér á Reykjanesskaganum.“

Atburðunum á skaganum, sem hófust árið 2020, svipar einmitt mjög til Kröfluelda – hvað varðar gosin, landrisið og myndun kvikugangana, segir Sigríður Magnea. 

Kröflueldar stóðu yfir í áratug og níu eldgos urðu á tímabilinu. 

Megum við búast við því að það sé það sem koma skal? 

„Það er það sem við búumst við; að við séum komin í eitthvert ferli sem geti tekið einhver ár,“ segir Sigríður Magnea.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
4
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.
Stefán Ólafsson
5
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Tókst að semja um forgangsorku og olíubruna hætt
10
FréttirLoftslagsvá

Tókst að semja um for­gangs­orku og olíu­bruna hætt

Samn­ing­ar um for­gangs­orku sem náðst hafa milli Orku­bús Vest­fjarða og Lands­virkj­un­ar þýða að engri olíu eða sára­lít­illi þarf leng­ur að brenna til að kynda hita­veit­ur á Vest­fjörð­um. Fyr­ir ári síð­an voru slík­ir samn­ing­ar sagð­ir ómögu­leg­ir. For­gangs­orka væri of dýr og auk þess ekki fá­an­leg. En stór­bruni olíu í ár og fund­ur á heitu vatni hef­ur breytt mynd­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár