Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Virknin úti en áralangt eldgosatímabil líklegt

Þó að eng­in virkni sé leng­ur í gíg eld­goss­ins við Sund­hnúk seg­ir nátt­úru­vár­sér­fræð­ing­ur lík­legt að fleiri gos muni verða á Reykja­nesskag­an­um á næstu ár­um. At­burða­rás­inni svip­ar til Kröflu­elda.

Virknin úti en áralangt eldgosatímabil líklegt
Það sem var Svona var eldgosið. Nú virðist engin virkni vera í gígnum. Mynd: Golli

Engin virkni sést lengur í gígnum við Sundhnúka á Reykjanesskaganum þó enn glitti í glóð undir hrauninu, að sögn náttúruvársérfræðings. Þó mega Íslendingar búast við frekari jarðhræringum og eldgosum á skaganum á næstu árum. 

Gosið hófst á mánudagskvöld og hefur það því einungis staðið yfir í um þrjá sólarhringa.

Er öruggt að segja að gosinu sé lokið?

„Í bili er engin virkni. Við verðum svo bara að bíða og sjá hvað gerist í framhaldinu,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Þannig að það gæti alveg tekið sig upp aftur?

„Það er náttúrulega ekki hægt að útiloka það.“ 

En er það ólíklegt?

„Það er voðalega erfitt að vera að meta einhverjar líkur,“ segir Sigríður Magnea. „Það er alla vega ekkert sem við sjáum í okkar gögnum núna um að það fari að draga eitthvað til tíðinda.“

Svipar til Kröfluelda sem stóðu í áratug

Bjuggust sérfræðingar við því að þetta myndi taka svona stuttan tíma?

„Miðað við hvernig gosið byrjaði þá bjuggust sumir við því að þetta gæti verið stutt en aðrir langt. Þetta var náttúrulega mjög kraftmikið í byrjun. Fólk bjóst kannski við því að þetta myndi taka lengri tíma. Þessu svipar mjög til gosanna í Kröflu. Þau byrjuðu oft mjög kröftuglega og stóðu yfir í einn til tvo sólarhringa einstaka gos. Þannig að við höfum séð þetta þar en ekki hér á Reykjanesskaganum.“

Atburðunum á skaganum, sem hófust árið 2020, svipar einmitt mjög til Kröfluelda – hvað varðar gosin, landrisið og myndun kvikugangana, segir Sigríður Magnea. 

Kröflueldar stóðu yfir í áratug og níu eldgos urðu á tímabilinu. 

Megum við búast við því að það sé það sem koma skal? 

„Það er það sem við búumst við; að við séum komin í eitthvert ferli sem geti tekið einhver ár,“ segir Sigríður Magnea.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár