Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Virknin úti en áralangt eldgosatímabil líklegt

Þó að eng­in virkni sé leng­ur í gíg eld­goss­ins við Sund­hnúk seg­ir nátt­úru­vár­sér­fræð­ing­ur lík­legt að fleiri gos muni verða á Reykja­nesskag­an­um á næstu ár­um. At­burða­rás­inni svip­ar til Kröflu­elda.

Virknin úti en áralangt eldgosatímabil líklegt
Það sem var Svona var eldgosið. Nú virðist engin virkni vera í gígnum. Mynd: Golli

Engin virkni sést lengur í gígnum við Sundhnúka á Reykjanesskaganum þó enn glitti í glóð undir hrauninu, að sögn náttúruvársérfræðings. Þó mega Íslendingar búast við frekari jarðhræringum og eldgosum á skaganum á næstu árum. 

Gosið hófst á mánudagskvöld og hefur það því einungis staðið yfir í um þrjá sólarhringa.

Er öruggt að segja að gosinu sé lokið?

„Í bili er engin virkni. Við verðum svo bara að bíða og sjá hvað gerist í framhaldinu,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Þannig að það gæti alveg tekið sig upp aftur?

„Það er náttúrulega ekki hægt að útiloka það.“ 

En er það ólíklegt?

„Það er voðalega erfitt að vera að meta einhverjar líkur,“ segir Sigríður Magnea. „Það er alla vega ekkert sem við sjáum í okkar gögnum núna um að það fari að draga eitthvað til tíðinda.“

Svipar til Kröfluelda sem stóðu í áratug

Bjuggust sérfræðingar við því að þetta myndi taka svona stuttan tíma?

„Miðað við hvernig gosið byrjaði þá bjuggust sumir við því að þetta gæti verið stutt en aðrir langt. Þetta var náttúrulega mjög kraftmikið í byrjun. Fólk bjóst kannski við því að þetta myndi taka lengri tíma. Þessu svipar mjög til gosanna í Kröflu. Þau byrjuðu oft mjög kröftuglega og stóðu yfir í einn til tvo sólarhringa einstaka gos. Þannig að við höfum séð þetta þar en ekki hér á Reykjanesskaganum.“

Atburðunum á skaganum, sem hófust árið 2020, svipar einmitt mjög til Kröfluelda – hvað varðar gosin, landrisið og myndun kvikugangana, segir Sigríður Magnea. 

Kröflueldar stóðu yfir í áratug og níu eldgos urðu á tímabilinu. 

Megum við búast við því að það sé það sem koma skal? 

„Það er það sem við búumst við; að við séum komin í eitthvert ferli sem geti tekið einhver ár,“ segir Sigríður Magnea.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu