Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Virknin úti en áralangt eldgosatímabil líklegt

Þó að eng­in virkni sé leng­ur í gíg eld­goss­ins við Sund­hnúk seg­ir nátt­úru­vár­sér­fræð­ing­ur lík­legt að fleiri gos muni verða á Reykja­nesskag­an­um á næstu ár­um. At­burða­rás­inni svip­ar til Kröflu­elda.

Virknin úti en áralangt eldgosatímabil líklegt
Það sem var Svona var eldgosið. Nú virðist engin virkni vera í gígnum. Mynd: Golli

Engin virkni sést lengur í gígnum við Sundhnúka á Reykjanesskaganum þó enn glitti í glóð undir hrauninu, að sögn náttúruvársérfræðings. Þó mega Íslendingar búast við frekari jarðhræringum og eldgosum á skaganum á næstu árum. 

Gosið hófst á mánudagskvöld og hefur það því einungis staðið yfir í um þrjá sólarhringa.

Er öruggt að segja að gosinu sé lokið?

„Í bili er engin virkni. Við verðum svo bara að bíða og sjá hvað gerist í framhaldinu,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Þannig að það gæti alveg tekið sig upp aftur?

„Það er náttúrulega ekki hægt að útiloka það.“ 

En er það ólíklegt?

„Það er voðalega erfitt að vera að meta einhverjar líkur,“ segir Sigríður Magnea. „Það er alla vega ekkert sem við sjáum í okkar gögnum núna um að það fari að draga eitthvað til tíðinda.“

Svipar til Kröfluelda sem stóðu í áratug

Bjuggust sérfræðingar við því að þetta myndi taka svona stuttan tíma?

„Miðað við hvernig gosið byrjaði þá bjuggust sumir við því að þetta gæti verið stutt en aðrir langt. Þetta var náttúrulega mjög kraftmikið í byrjun. Fólk bjóst kannski við því að þetta myndi taka lengri tíma. Þessu svipar mjög til gosanna í Kröflu. Þau byrjuðu oft mjög kröftuglega og stóðu yfir í einn til tvo sólarhringa einstaka gos. Þannig að við höfum séð þetta þar en ekki hér á Reykjanesskaganum.“

Atburðunum á skaganum, sem hófust árið 2020, svipar einmitt mjög til Kröfluelda – hvað varðar gosin, landrisið og myndun kvikugangana, segir Sigríður Magnea. 

Kröflueldar stóðu yfir í áratug og níu eldgos urðu á tímabilinu. 

Megum við búast við því að það sé það sem koma skal? 

„Það er það sem við búumst við; að við séum komin í eitthvert ferli sem geti tekið einhver ár,“ segir Sigríður Magnea.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár