Við aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem nam þrjá syni sína á brott frá Noregi, sem lauk í í gær héraðsdómi Telemark í Skien í Noregi í gær fór ákæruvaldið fram á að hún yrði dæmd í 17 mánaða fangelsi fyrir brot sín. Von er á dómi í málinu á föstudag.
Barnsfaðir Eddu bar vitni við aðalmeðferðina. Sagðist hann fá martraðir og eiga erfitt með svefn þar sem ekki er vitað um drengina þrjá. Hann hefur miklar áhyggjur af þeim. Tjáði hann sig í gegnum fjarfundabúnað þar sem hann mun vera á Íslandi þar til drengirnir koma í leitirnar.
Edda var handtekin í lok nóvember vegna ákæru á hendur hennar sem var gefin út í marsmánuði síðastliðnum og flutt í gæsluvarðhald á Hólmsheiði. Í kjölfarið voru drengirnir fluttir í felur og þeirra niður komustaður ekki en ljós.
Drengirnir skiluðu sér ekki til Noregs eftir frí
Edda er ákærð fyrir að hafa rænt þremur sonum sínum frá barnsföður sínum í tvígang. Í fyrra skiptið hélt hún drengjunum eftir á Íslandi eftir vetrarfrí. Fóru foreldrarnir með jafna forsjá án nokkurs samkomulags um umgengni á börnunum áður en Edda flutti til Íslands frá Noregi. Norskir dómstólar gerðu Eddu að skila börnunum aftur til föðurins.
Seinna skiptið var í lok mars 2022, en þá leigði Edda Björk einkaflugvél. Síðan þá hafa drengirnir verið hérlendis, jafnvel þó að dómstólar hafi skorið úr um að henni beri að skila drengjunum. Lögreglan reyndi í októbermánuði reynt að þá aftur úr landi án árangurs.
Í lok október 2020 ákærði saksóknari Eddu fyrir að halda börnunum eftir á Íslandi. Edda var dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa rænt börnunum. Þessa fangelsisvist segist Edda hafa verið að afplána með samfélagsþjónustu á Íslandi.
Heimildin tók málið fyrir í heild sinni í síðasta tölublaði. Þá umfjöllun má lesa hér:
Nam drengina á brott
Edda viðurkennir sök að hluta til fyrir dómi, það er að hún hafi numið drengina brott og þeir verið áfram á Íslandi. Edda flutti drengina með fölsuðum vegabréfum og sendi hún föður drengjanna í kjölfari skilaboðin „ég er með börnin. Nú förum við í frí.“
Faðir drengjanna hefur áhyggjur af því að þeir muni hafna sér þegar þeir koma aftur til Noregs. Segir hann að það verði eitthvað sem þurfi að vinna úr þegar þar að kemur. Edda hefur sakað barnsföður sinn um að beita börnin ofbeldi. Hefur lögreglan og barnavernd rannsakað þær ásakanir og telur það vera aðferðir móðurinnar til að stjórna börnunum.
Edda kærði föður barnanna 2019 fyrir að brjóta kynferðislega gegn eldri dóttur þeirra. Lögregla lét rannsókn málsins niðurfalla. Hann segir sjálfur að hann og börnin hafi átt í frábæru sambandi þegar þau bjuggu hjá honum.
Í lok október 2022 ætlaði faðir drengjanna að sækja þá til Íslands. Fór hann þá ásamt lögreglu og barnaverndar fulltrúa að húsi Eddu Bjarkar en honum ekki hleypt inn. Húsið var umkringt fjölda mótmælenda og gekk því ekki að sækja drengina.
Á loka degi aðalmeðferðar málsins ítrekaði saksóknari að Edda hefði viðurkennt brot að hluta til. Segir hann drengina ekki sækja nám á Íslandi eins vel og Edda gaf í ljós. Hann segir Eddu reyna að hafa áhrif á málflutning barnanna um sína líðan og sagt þeim hvað þeir ættu að segja.
Þyngja dóminn
Ákæruvaldið krefst þyngri dóms á hendur Eddu. Í stað sex mánaða fangelsisvistar líkt og dæmt var árið 2019 er lögð fram sú krafa að hún verði dæmd í 17 mánaða fangelsi.
Sjak R. Haaheim, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar, telur að Edda hafi sýnt réttinum í Noregi og Íslandi óvirðingu. Hann ítrekar í lokaræðu sinni í aðalmeðferð málsins að brottnám drengjanna með einkaflugvélinni var þaulskipulagt. Sol Elden, verjandi Eddu, sagði í sinni lokaræðu brottnám drengjanna vera minni háttar brot ef horft er til hennar áhyggjum af börnunum sínum.
Í viðtali við Mbl hvetur Sjak Íslendinga til að gera komu stað drengjanna kunnugt. „Nú er mikilvægast af öllu að hægt verði að hefjast handa sem fyrst við að koma þeim inn í samfélagið á ný,“ sagði Sjak.
Verjandi Eddu segir upp máluð mynd saksóknara á líðan drengjanna á Íslandi vera ranga. Þeir glími við einhverja leiti við tungumálaörðugleika en sé það ekki þeim til fyrirstöðu. Verjandi telur ákæruvaldið krefjast of þungs dóms. Krefst verjandi Eddu að hún verði látin laus svo hún komist heim til barnanna sinna.
Dómur í máli Eddu er, líkt og áður sagði, væntanlegur á föstudagsmorgun.
Athugasemdir