Sú ákvörðun meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar að lækka fiskeldisgjald frá því sem áður var áformað sparar íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækjum 346 milljónir króna á næsta ári. Breytingin felst í því að í stað þess að hækka fiskeldisgjaldið úr 3,5 í fimm prósent, líkt og lagt var til, á hvert slátrað kíló af eldisfiski verður það hækkað í 4,3 prósent.
Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar vegna fjárlagafrumvarps næsta árs sem var afgreitt laugardaginn 16. desember.
Þeir sem stóðu að breytingartillögunni sem leiddi af sér þessa lækkun á fiskeldisgjaldinu voru þingmennirnir Teitur Björn Einarsson og Vilhjálmur Árnason úr Sjálfstæðisflokki, Ágúst Bjarni Garðarsson og Jóhann Friðrik Friðriksson úr Framsóknarflokki og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Að uppistöðu í eigu Norðmanna
Þetta er í annað sinn á einu ári sem meirihluti nefndarinnar grípur í taumana rétt fyrir þinglok og mildar þær álögur sem til stóð að leggja á sjókvíaeldisfyrirtæki. Í fyrra voru einnig …
Athugasemdir (4)