Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þjóðþekktir íbúar í Vesturbæ mótmæla öryggisráðstöfunum bandaríska sendiráðsins

Alls 79 skrifa und­ir er­indi íbúa í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur þar sem áform­um um ör­ygg­is­ráð­staf­an­ir banda­ríska sendi­herra­bú­stað­ar­ins er mót­mælt á þeim grunni að þau ógni hverfis­anda, frið­helgi íbúa og grunn­gild­um Ís­lend­inga. Fjöldi lista­manna er í hópn­um.

Þjóðþekktir íbúar í Vesturbæ mótmæla öryggisráðstöfunum bandaríska sendiráðsins
Sendiherrabústaður Talsverð óánægja er meðal íbúa í Vesturbæ Reykjavíkur vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Sólvallagötu 14 þar sem sendiherra Bandaríkjanna á að hafa aðsetur.

Fjöldi íbúa í gamla Vesturbæ Reykjavíkur, í og við Sólvallagötu, telur að fyrirhugaður öryggisviðbúnaður sendiherrabústaðar Bandaríkjanna við götuna muni vega að hverfisanda og grundvallargildum íslensks samfélags: öryggi, trausti, jafnræði, frelsi og sakleysi.

Alls undirrita 79 íbúar erindi til hverfisráðs Vesturbæjar þar sem ráðið er hvatt til þess að synja bandaríska sendiráðinu um breytingar, sem fela í sér aðstöðu fyrir varðmenn og hátt öryggisgrindverk.

Meðal íbúanna eru Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur, Þórarinn Eldjárn skáld, Ari Magg ljósmyndari, Ívar Valgarðsson myndlistarmaður, Snorri Helgason tónlistarmaður og Saga Garðarsdóttir, leikkona og skemmtikraftur. 

Í erindinu, sem stílað er á Íbúaráð Vesturbæjar, lýsa íbúar í nágrenni fyrirhugaðs sendiherrabústaðar við Sólvallagötu 14 yfir miklum áhyggjum af þeim breytingum sem sendiráðið hyggst gera á húsinu. Draga þeir í efa að starfsemi hússins flokkist undir heimilisrekstur í ljósi umfangs og eðli breytinganna.

„Breytingarnar sem sótt er um munu hafa óafturkræf áhrif á hverfisanda, öryggi, traust og jafnræði …
Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    This is a natural request on the part of the US authorities. Their ambassador needs a high level of security which must meet a standard that the USA ensures all its ambassadors. For comparison, what is the situation in London, Berlin or Copenhagen. The official residence of the US ambassador to Iceland must be a safe place. The garage of this house is probably decrepit and needs rebuilding from the foundations up. Making it two storeys would not change anything. Also, the roof of the house would need to be renovated, with modern balconies added. This petition from the local residents is a storm in a teacup.
    -1
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er Eðlileg raðstöfun hja Bandarikjastjorn Sendiherra USA þar mikið öryggi og þær þurfa að standast STAÐAL sem USA setur um öryggi sinna SENDIHERRA. Kvernig er i London, eða Berlin, eða Kaupmannahöfn, a Islandi þarf öryggi Heimilis Sendiherra Storveldis að vera ÖRUGGUR DVALARSTAÐUR. Bilskurinn við þetta hus er ugglaust Onytur Biggja þarf hann upp fra Grunni 2 hæðir breita þar engu um. Lika þarf þarf að Breita Þaki Husins og gera þar nytiskulegar Svalir. Þessi Kvörtun er STORMUR I VATNSGLASI.
    -1
  • Dalila Ubillus skrifaði
    Está bien que proteste Islandia es el país más amable del mundo
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Það sem vekur athygli er þeir sem ekki skrifa undir úr vesturbænum, þar er fremst væntanlegur sendiherra Íslands í BNA ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi
6
FréttirBorgarlína

Ráð­herr­ann full bjart­sýnn á fram­kvæmda­hraða í Foss­vogi

Eyj­ólf­ur Ár­manns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra var ekki al­veg með það á hreinu hvenær Foss­vogs­brú ætti að verða til­bú­in til notk­un­ar þeg­ar hann tók fyrstu skóflu­stungu að henni í dag. Skóflu­stung­an að brúnni, sem á að verða klár ár­ið 2028, mark­ar upp­haf fyrstu verk­fram­kvæmda vegna borg­ar­línu­verk­efn­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár