Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þjóðþekktir íbúar í Vesturbæ mótmæla öryggisráðstöfunum bandaríska sendiráðsins

Alls 79 skrifa und­ir er­indi íbúa í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur þar sem áform­um um ör­ygg­is­ráð­staf­an­ir banda­ríska sendi­herra­bú­stað­ar­ins er mót­mælt á þeim grunni að þau ógni hverfis­anda, frið­helgi íbúa og grunn­gild­um Ís­lend­inga. Fjöldi lista­manna er í hópn­um.

Þjóðþekktir íbúar í Vesturbæ mótmæla öryggisráðstöfunum bandaríska sendiráðsins
Sendiherrabústaður Talsverð óánægja er meðal íbúa í Vesturbæ Reykjavíkur vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Sólvallagötu 14 þar sem sendiherra Bandaríkjanna á að hafa aðsetur.

Fjöldi íbúa í gamla Vesturbæ Reykjavíkur, í og við Sólvallagötu, telur að fyrirhugaður öryggisviðbúnaður sendiherrabústaðar Bandaríkjanna við götuna muni vega að hverfisanda og grundvallargildum íslensks samfélags: öryggi, trausti, jafnræði, frelsi og sakleysi.

Alls undirrita 79 íbúar erindi til hverfisráðs Vesturbæjar þar sem ráðið er hvatt til þess að synja bandaríska sendiráðinu um breytingar, sem fela í sér aðstöðu fyrir varðmenn og hátt öryggisgrindverk.

Meðal íbúanna eru Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur, Þórarinn Eldjárn skáld, Ari Magg ljósmyndari, Ívar Valgarðsson myndlistarmaður, Snorri Helgason tónlistarmaður og Saga Garðarsdóttir, leikkona og skemmtikraftur. 

Í erindinu, sem stílað er á Íbúaráð Vesturbæjar, lýsa íbúar í nágrenni fyrirhugaðs sendiherrabústaðar við Sólvallagötu 14 yfir miklum áhyggjum af þeim breytingum sem sendiráðið hyggst gera á húsinu. Draga þeir í efa að starfsemi hússins flokkist undir heimilisrekstur í ljósi umfangs og eðli breytinganna.

„Breytingarnar sem sótt er um munu hafa óafturkræf áhrif á hverfisanda, öryggi, traust og jafnræði …
Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    This is a natural request on the part of the US authorities. Their ambassador needs a high level of security which must meet a standard that the USA ensures all its ambassadors. For comparison, what is the situation in London, Berlin or Copenhagen. The official residence of the US ambassador to Iceland must be a safe place. The garage of this house is probably decrepit and needs rebuilding from the foundations up. Making it two storeys would not change anything. Also, the roof of the house would need to be renovated, with modern balconies added. This petition from the local residents is a storm in a teacup.
    -1
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er Eðlileg raðstöfun hja Bandarikjastjorn Sendiherra USA þar mikið öryggi og þær þurfa að standast STAÐAL sem USA setur um öryggi sinna SENDIHERRA. Kvernig er i London, eða Berlin, eða Kaupmannahöfn, a Islandi þarf öryggi Heimilis Sendiherra Storveldis að vera ÖRUGGUR DVALARSTAÐUR. Bilskurinn við þetta hus er ugglaust Onytur Biggja þarf hann upp fra Grunni 2 hæðir breita þar engu um. Lika þarf þarf að Breita Þaki Husins og gera þar nytiskulegar Svalir. Þessi Kvörtun er STORMUR I VATNSGLASI.
    -1
  • Dalila Ubillus skrifaði
    Está bien que proteste Islandia es el país más amable del mundo
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Það sem vekur athygli er þeir sem ekki skrifa undir úr vesturbænum, þar er fremst væntanlegur sendiherra Íslands í BNA ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu