Þar var komið sögu Marie Josèphe Rose Tascher de La Pagerie þegar ég skildi við hana fyrir viku að hún sat í júlí 1793 í hinu alræmda fangelsi Des Carmes í París þar sem ógnarstjórn Jakobína geymdi fanga sína áður en þeir voru leiddir undir fallöxina. Meðal annars var eiginmaður hennar sneiddur höfði sínu og búist var við aftöku hennar á hverri stundu.
En þá gerðist óvæntur atburður.
Robespierre gætti sín ekki
Driffjöður og leiðtogi Jakobína, hinn harðlyndi Robespierre, hafði þrátt fyrir annálaða tortryggni sína vanrækt að ganga svo tryggilega frá völdum sínum formlega að honum yrði ekki velt úr sessi. Og þegar ýmsum í fremstu röð samverkamanna hans og bandamanna varð ljóst að hann var að undirbúa „hreinsanir“ á þeim, þá reyndist þeim furðu auðvelt að velta honum úr sessi. Robespierre var handtekinn 27. júlí 1794 og hálshöggvinn daginn eftir á Place de la Revolution (nú Place de la …
Athugasemdir