Þessi grein birtist fyrir rúmlega 13 mánuðum.

Þegar Frakkland fríkaði út – og Napóleon hitti Jósefínu

Lausung og létt­úð gripu mjög um sig í Frakklandi þeg­ar ógn­ar­stjórn Robespier­re lauk 1794. Í öllu húll­um­hæ­inu gerð­ist það með­al ann­ars að skemmti­kon­an Rose Tascher hitti reffi­leg­an, ung­an kors­ísk­an hers­höfð­ingja, Na­po­leo­ne Bu­onapar­te.

Þegar Frakkland fríkaði út – og Napóleon hitti Jósefínu
Þegar lífshættu hinnar þrúgandi ógnarstjórnar létti, þá losnaði um allar hömlur, jafnt kynferðislegar sem aðrar. Þessi samtímarista er ekki mynd af Rose Tascher og Barras en gæti verið það.

Þar var komið sögu Marie Josèphe Rose Tascher de La Pagerie þegar ég skildi við hana fyrir viku að hún sat í júlí 1793 í hinu alræmda fangelsi Des Carmes í París þar sem ógnarstjórn Jakobína geymdi fanga sína áður en þeir voru leiddir undir fallöxina. Meðal annars var eiginmaður hennar sneiddur höfði sínu og búist var við aftöku hennar á hverri stundu.

En þá gerðist óvæntur atburður.

Robespierre gætti sín ekki

Driffjöður og leiðtogi Jakobína, hinn harðlyndi Robespierre, hafði þrátt fyrir annálaða tortryggni sína vanrækt að ganga svo tryggilega frá völdum sínum formlega að honum yrði ekki velt úr sessi. Og þegar ýmsum í fremstu röð samverkamanna hans og bandamanna varð ljóst að hann var að undirbúa „hreinsanir“ á þeim, þá reyndist þeim furðu auðvelt að velta honum úr sessi. Robespierre var handtekinn 27. júlí 1794 og hálshöggvinn daginn eftir á Place de la Revolution (nú Place de la …

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár