Í fjárlagafrumvarpi komandi árs, eins og það kom fyrir þingið frá fjármála- og efnahagsráðherra, var lagt upp með að hætta sérstökum skattaívilnunum vegna reiðhjóla og raf- eða vetnisdrifinna hjóla og bifhjóla. Það hefði haft þær afleiðingar að reiðhjól og rafhjól hefðu hækkað töluvert í verði um áramót.
Þessu hefur fjárlaganefnd hins vegar kosið að breyta, samkvæmt því sem fram kemur í nefndaráliti meirihluta nefndarinnar sem birt var á vef Alþingis í gær. Þar segir að nefndin mælist til þess að virðisaukaskattsívilnun vegna hjólanna verði framlengd um eitt ár.
Ástæðan sem meirihlutinn nefnir fyrir þessu er sú að um sé að ræða umhverfisvæn farartæki sem séu til þess fallin að draga úr bílaumferð og fjölga í hópi þeirra sem ferðast með vistvænum hætti.
Var ekki á áætlun hjá ríkisstjórninni
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafði áður svarað fyrirspurn frá mbl.is um þetta efni með þeim hætti að ekki stæði til að styrkja …
Athugasemdir