Af hverju eruð þið í kór?
Gréta: „Það er mjög skemmtilegt að syngja með fullt af öðru fólki sem finnst gaman að syngja. Það er gaman að læra ný lög og þetta er geggjuð upplifun, ferðalög og alls konar.“
Ragnheiður Helga: „Það er geggjað að syngja alls konar lög með mismunandi fólki. Og alltaf gaman að læra ný lög og fara í ferðalög.“
Karlotta Lúcía: „Það er gaman að syngja í hóp, það er allt öðruvísi en að syngja ein. Við erum ein stór heild. Í kórnum fer fram hópavinna þar sem unnið er að sameiginlegu markmiði. Það lætur okkur líða vel. Svo er gaman að taka þátt í mismunandi verkefnum og hitta fleira fólk.“
Veitir kórsöngur ykkur vellíðan?
G: „Vá, já.“
R: „Ég hef mætt ótrúlega þreytt eftir skólann, með hausverk, en þegar ég kem á kóræfingu næ ég að …
Athugasemdir