Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Söngurinn sameinar samfélög

Að syngja í kór hef­ur marg­vís­leg já­kvæð áhrif, rann­sókn­ir sýna fram á það. Lang­holts­kirkja er syngj­andi kirkja og fyr­ir jól­in sam­ein­ast kór­söngv­ar­ar á jóla­söngv­um og hafa gert í 45 ár. „Ég fæ svo mik­inn inn­blást­ur frá þeim. Þetta er lif­andi hljóð­færi,“ seg­ir kór­stjór­inn Sunna Kar­en Ein­ars­dótt­ir um kór­ana sem hún stjórn­ar.

„Munið svo að anda ekki milli jóla og nýárs,“ sagði Sunna Karen Einarsdóttir, kórstjóri í Langholtskirkju, við kórstelpurnar í Gradualekórnum og Graduale Nobili á lokaæfingu fyrir 45. jólasöngva Kórs Langholtskirkju í vikunni. Blaðamaður Heimildarinnar og ljósmyndari litu við á æfingunni og fengu að upplifa eftirvæntinguna sem lá í loftinu. Jólaandinn er alltumlykjandi. 

Það má að sjálfsögðu anda á milli jóla og nýárs, annað myndi enda illa, en Sunna Karen bað söngvarana vinsamlegast að anda ekki milli þessara orða í einu laganna sem er á efnisskránni á tónleikunum sem fram fara um helgina. 

„Munið svo að anda ekki milli jóla og nýárs“
Sunna Karen Einarsdóttir,
kórstjóri í Langholtskirkju.

Sunna Karen er söngelsk félagsvera og stjórnar fimm af sex kórum Langholtskirkju, allt frá 3 ára byrjendum í Krúttakórnum til Graduale Nobili sem samanstendur af söngvurum á aldrinum 18–30 ára sem hafa stundað eða lokið tónlistarnámi. Þar á milli má finna Gradualekór Langholtskirkju …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár