Maríuvesper
Vespro della beata Vergine eftir Claudio Monteverdi
Harpa Eldborg 3. desember 2023
Schola Cantorum Alþjóðlega Barokksveitin í Reykjavík Scandinavian Cornetts and Sackbuts Cantores Islandiae Skólakór Kársness
Stjórnandi: Bjarni Frímann Bjarnason
Covid-faraldurinn setti ýmislegt úr skorðum eins og við munum öll og fór tónlistarlífið ekki varhluta af því. Mörgum viðburðum stórum og smáum var frestað og sumum jafnvel slaufað alveg. Sem betur fer hafa margir viðburðirnir raungerst síðar og svo var um stórtónleika Schola Cantorum sem fram fóru í Eldborg fyrsta sunnudag í aðventu en þeir áttu upphaflega að fara fram í Hallgrímskirkju í mars 2020 en vegna breyttra aðstæðna þá voru þeir haldnir í Eldborg.
Einn af þessum stóru áhrifavöldum
Monteverdi er einn af þessum stóru áhrifavöldum í tónlistinni, sem átti stóran þátt í að þróa tónlist frá endurreisn yfir í barokk, ekki síst með þessu verki, Maríuvesper eða aftansöng Maríu. Verkið er frá því snemma á 17. öld útgefið árið 1610 þegar Monteverdi var rúmlega fertugur, þá þegar þekktur fyrir framúrskarandi madrigala sína og fleiri verk. Hann stóð á tímamótum, var óánægður með stöðu sína við Mantua hertogahirðina og …
Athugasemdir