Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lögregla vísar rauðu glitregni yfir Bjarna til héraðssaksóknara

Mót­mæl­andi sem kast­aði rauðu glimmeri yf­ir Bjarna Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra er til rann­sókn­ar vegna brota gegn ákvæð­um laga sem við ligg­ur allt að tveggja til sex ára fang­elsis­vist.

Lögregla vísar rauðu glitregni yfir Bjarna til héraðssaksóknara
Rautt regn Mótmælandi sést hér kasta rauðu glimmeri yfir utanríkisráðherra á meðan að aðrir úr hópi mótmælenda stigu fram og stilltu sér upp við sviðið með stóran borða sem á stóð „Stjórnmálaslit & viðskiptabann á Ísrael“. Mynd: Skjáskot/RUV

Ríkislögreglustjóri hefur sent rannsókn og meðferð á atviki þar sem mótmælandi kastaði rauðu glimmeri yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra til embættis héraðssaksóknara. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. 

Þar er haft eftir Kari Steinari Valssyni, yf­ir­lög­regluþjóni alþjóðasviðs rík­is­lög­reglu­stjóra, að málið varði 106. og 122. grein hegn­ing­ar­laga sem snúa ým­ist að brot­um gegn vald­stjórn­inni eða að brot­um á al­mannafriði og alls­herj­ar­reglu. Við brotum gegn þeim ákvæðum liggur allt að tveggja til sex ára fangelsi.

Atvikið átti sér stað á hátíðarfundi í Háskóla Íslands fyrir sex dögum síðan, þar sem ætlunin var að minnast þess að 75 ár væru liðin frá því að mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur. Fundinum var aflýst eftir að mótmælandi, sem var hluti af hóp sem fór fram á að viðskiptabann yrði sett á Ísrael og stjórnmálasambandi við landið yrði slitið, gekk að Bjarna, sem átti að flytja opnunarerindi, og kastaði rauðu glimmeri yfir hann. Samtímis gengu aðrir mótmælendur fram og strengdu mótmælaborða þar sem skilaboð þeirra komu fram. 

Viðburðurinn var skipulagður af forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu í samvinnu við Alþjóðamálastofnun og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands. Myndbönd af atvikinu birtust fljótlega í fjölmiðlum. Hér að neðan má sjá eitt slíkt sem birtist á Instagram-reikningi No Borders með skilaboðunum: „Stjórnmálasambandsslit og viðskiptabann á fasíska aðskilnaðarríkið Ísrael sem nú fremur hrottalegt þjóðarmorð á Palestínufólki! Á meðan Ísland á í stjórnmálasambandi og stundar viðskipti við Ísrael þá veitir það fjárhagslegan stuðning og samþykkir þjóðarmorð!“

Gagnrýndi RÚV harðlega

Bjarni skrifaði færslu á Facebook um atvikið síðastliðinn laugardag þar sem hann sagði að hann hafi ekki ætlað að ræða atvikið sérstaklega, þar sem hann hefði ekki orðið fyrir neinum skaða. Auk þess hallist hann að því að þegar fólk fremji skemmdarverk, sem hann telji atvikið vera enda hafi ráðstefnan verið slegin af, sé best að gera því ekki hærra undir höfði en efni standa til. Annað gæti verkað sem hvatning fyrir viðkomandi til að halda áfram eða ganga lengra. 

Hann hafi þó gert undantekningu í þetta skiptið þar sem tólf ára dóttir hans hafi séð umfjöllun RÚV á samfélagsmiðlinum TikTok um málið og spurt hann út í það. 

Í færslunni gagnrýndi hann RÚV harðlega og sagði að ekki væri hægt að halda því fram að opinbera fjölmiðlafyrirtækið hefði brugðist mótmælendum. „Margrét K. Blöndal, sú sem tók yfir ráðstefnuna ásamt öðrum, og hrópaði yfir alla viðstadda ávarp sem hún hafði undirbúið, tryggði sér viðtal í fyrstu frétt. Þar gat hún af yfirvegun og í rólegheitum rætt um gjörninginn sem eðlilegasta hlut og haldið áfram með boðskap sinn á besta fréttatíma. Upptaka þeirra sem stóðu að gjörningnum var birt sem aðsent efni og endurtekið spilað atvik þar sem skvett var yfir mig rauðu efni, sem landsmenn takast nú á um hvort kalla á glimmer eða glansduft.“

Hann gagnrýndi einnig það að RÚV hefði útbúið efni til birtingar á TikTok, það sem dóttir hans síðan sá. „Þar er hin dramatíska skvetta sem tekin var upp af mótmælendum send út af Ríkisútvarpinu á samfélagsmiðlinum. Við TikTok-fréttina eru athugasemdir skrifaðar af fjölmörgum. Ein þeirra er þessi: ,,...henda sýru en ekki glimmeri á BB næst takk...". Það mátti gera ráð fyrir að barnið spyrði hvað átt sé við en maður fer að velta fyrir sér, þegar maður les svona lagað á vef sem Ríkisútvarpið heldur úti, hvenær ástæða er til að staldra við.“

Þegar Ísland sat hjá

Gagnrýni á Bjarna á rætur sínar að rekja til 27. október en þá studdu 120 ríki tillögu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gaza og 14 greiddu atkvæði gegn henni. Alls 45 ríki sátu hjá, þar á meðal Ísland. Sú ákvörðun var tekin af Bjarna.

Ákvörðun Íslands að sitja hjá var harðlega gagnrýnd víða á samfélagsmiðlum og annarsstaðar í samfélaginu. Bjarni tjáði sig um málið í færslu á Facebook þar sem hann ítrekaði að sendinefnd Íslands á allsherjarþinginu hafi kallað skýrt eftir mannúðarhléi til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð til óbreyttra borgara á Gaza. Á fundinum hefði Jórdanía lagt fram ályktun um ástandið á svæðinu fyrir hönd ríkja Arabahópsins, en ályktunin hafi ekki verið bindandi. „Ísland studdi ályktunina að því gefnu að breytingartillaga Kanada yrði samþykkt, þar sem hryðjuverk Hamas yrðu jafnframt fordæmd. Samstaða náðist ekki um það á þinginu og sat Ísland því hjá ásamt á fimmta tug ríkja, þar á meðal Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum. Það er miður að ekki hafi náðst samstaða á þinginu um að fordæma hryðjuverk.“

Þessi afstaða leiddi til mikilla deilna innan ríkisstjórnar Íslands þar sem Vinstri græn voru mjög óánægð með ákvörðun Bjarna. Ein birtingarmynd þess var að tveir þing­menn Vinstri grænna tilkynntu að þær myndu vera á með­al flutn­ings­manna á þings­álykt­un­ar­til­lögu um að Ís­land styðji vopna­hlé á Gaza, að rík­is­stjórn­in for­dæmi árás­ir Ísra­els­hers á óbreytta borg­ara og á borg­ara­lega inn­viði Palestínu. Til­lag­an gekk þvert á af­stöðu ut­an­rík­is­ráð­herra gagn­vart mál­inu. Sú tillaga var á endanum ekki tekin til atkvæðagreiðslu.

Þess í stað samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu utanríkismálanefndar þann 9. nóvember um „afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs“ um að án tafar „skuli komið á vopnahléi af mannúðarástæðum á Gaza-svæðinu“ svo tryggja megi öryggi almennra borgara, „jafnt palestínskra sem ísraelskra“. 

Ísland studdi vopnahlé í vikunni

Á þriðjudag voru svo greidd atkvæði á ný um ályktun á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á Gaza. Sú ályktun var samþykkt með 153 atkvæðum, þar með talið atkvæði Íslands. 

Ísland var meðflutningsaðili tillögunnar um vopnahléið sem greitt var atkvæði um og þótt ályktunin sé ekki bindandi þá sýndi hún, að mati Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, vilja meirihluta aðildarríkjanna 193. Alls sátu 23 ríki hjá og tíu greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Katrín sagði í færslu á Facebook að það væri nauðsynlegt að vopnahléið raungerðist tafarlaust.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það er sárt að við fáum ekki raunsanna mynd af því sem ísraelar hafa aðhafast áður en þessi viðbjóður hófst. Stærstu fréttaveiturnar eru jú ''þróuðuríkja,, megin og þar af leiðandi sannleikurinn kæfður.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
„Ég var bara glæpamaður“
6
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár