Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslendingar nota mest ópíóða af Norðurlöndunum

Út­tekt­um á ópíóða­lyfj­um fjölg­aði á Ís­landi ár­ið 2022. Sal­an á þess­um lyfj­um jókst hér­lend­is en á hinum Norð­ur­lönd­un­um dróst úr sölu ópíóða. Má rekja aukn­ingu í sölu lyfj­anna til heims­far­ald­urs­ins.

Íslendingar nota mest ópíóða af Norðurlöndunum
Ópíóðlyf Aukning var á úttekt ópíóðalyfja árið 2022. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Ólíkt hinum Norðurlöndunum jókst salan á ópíóðum á Íslandi milli 2020 og 2022, þar sem dróst úr sölu ópíóða. Það er sambærileg þróun of hefur átt sér stað undanfarna áratugi. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Diljá Mist Einarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. 

Rekja má aukningu á úttektum á ópíóðalyfjum til COVID-faraldursins þar sem lyf í flokki kódeíns og parasetamóls voru notuð til hóstastillingar í faraldrinum. Ópíóðalyf eru notuð til verkjastillinga við slæmum verkjum. Lyfið er ávísunarskylt og er eingöngu skrifað upp á 30 daga í senn. 

Í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis, sem kom út fyrr á þessu ári kom fram að „ríflega 69 þúsund einstaklingar hafi leyst út að minnsta kosti eina ávísun á ópíóíða á árinu 2022 samanborið við ríflega 57 þúsund árið 2020. Árið 2021 leystu tæplega 61.500 einstaklingar út lyf í þessum flokki. Parkódín er lang algengasta lyfið sem afgreitt er.“

Árið 2022 var aukning á úttektum á ópíóðalyfjum á Íslandi. Það ár fengu lyfjafræðingar í apótekum „tímabundna heimild til að afgreiða 10 stykkja pakkningar af Parkódín án ávísunar frá lækni en Parkódín inniheldur parasetamól og ópíóíðann kódeín.“ Um 5.600 af þeim 69 þúsund einstaklingum sem leystu út ópíóða á árinu 2022 leystu út tíu stykkja pakkningu af Parkódín. Engin aukning hefur orðið á fjölda útleystra lyfja í flokki sterkari ópíóíða, svo sem óxýkódon eða morfín, sem eru ætlaðir til verkjastillingar við miklum og langvarandi verkjum. Notkun þeirra  er raunar minni hérlendis en annars staðar á Norðurlöndunum.

Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að „Lyfjastofnun hefur unnið að umbótum vegna lyfsölu ávana- og fíknilyfja, í samráði við heilbrigðisráðuneytið, sem miða að því að setja upplýsingaskyldu um ávanaáhættu og fræðslu þegar slík lyf eru afhent í lyfjabúðum.” Landspítalinn leitast eftir því að nota önnur lyf sem eru minna ávanabindandi við vægum verkjum. Ekki eru allir sjúklingar skimaðir fyrir fíknisjúkdómi þar sem um bráðaaðstæður oft á tíðum að ræða. Fyrri sjúkrasaga er þó alltaf könnuð.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár