Karl Ágúst Úlfsson, leikari og almennur listamaður, birti á dögunum sláandi mynd af sér eftir aðgerð sem hann fór á höfði fyrir ári síðan. Var hann með æxli í heila sem var fjarlægt og sendir hann því kveðju í færslunni.
Í viðtalið við Heimildina segir hann bataferlið ganga hægt og þurfi hann mikið á jákvæðu hugarfari að halda. „Þrátt fyrir það að þetta gangi ákaflega hægt fyrir sig er þetta allt á réttri leið,“ segir hann. Í bataferlinu beitir hann óspart sköpuninni til að virkja sjálfan sig.
„Mikil áskorun en spennandi barátta“
„Eftir á hefur þetta alltaf reynst eitthvað gagnlegt og gefið mér viðbætur við lífið og nýtist mér eftir á sem reynsla,“ segir Karl Ágúst um bataferlið eftir aðgerðina. Hann segir reynsluna nýtast sér sem listamanni, „að hafa lent í ýmsu sem ég get síðan notað sem efnivið og innblástur í verkin sem ég sem og flyt“. Bataferlið …
Athugasemdir