Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdarstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanneyjum, segist í samtali við Heimildina ekki vita frá hvaða Afríkuríki upphaflegir kaupendur tæknibúnaðs sem umbreytir í sjó í drykkjarvatn eru. „Ég bara er ekki með það á hreinu, ég held að það sé ekki Namibía,“ segir Sigurgeir.
Vinnslustöðin sendi frá yfirlýsingu fyrir stuttu þar sem tilkynnt var um að fyrirtækið hefði gengið frá kaupum þremur gámum af tæknibúnaði frá hollensku fyrirtæki. Þá segir í tilkynningunni að fyrirtækinu hafi tekist að útvega sér tækin með því að ganga inn í samning sem upphaflega var gerður milli fyrirtækis í Hollandi og aðila í ónefndu ríki í Afríku. Vinnslustöðin hafi tekist ná samkomulagi um að kaupa og flytja inn tækin til sín á meðan aðilarnir í Afríku myndu þess í stað bíða lengur eftir sínum búnaði.
Spurður nánar út í þessi viðskipti segir Sigurgeir kaupendurna í Afríku hafa lent í erfiðleikum sem hafi verið þess valdandi að þeir voru ekki reiðubúnir til þess að taka við tækjabúnaðinum. „Þannig þetta hentaði þeim bara ágætlega að við færum inní þetta af því þeir gátu ekki borgað eða gátu ekki gengið frá,“ segir Sigurgeir. Þá bendir hann á að viðskiptin hafi verið gerð í samvinnu við seljanda og kaupanda og full samkomulag hafi verið um að Vinnslustöðin keypti búnaðin og að aðilarnir í Afríku fengju næstu framleiðslu.
Eins og fram hefur komið, eru kaupin á þessu tækjum viðbragð við skemmdum sem urðu á neysluvatnlögninni til Vestmanneyja, þegar skipið Huginn VE, sem er gert út af Vinnslustöðinni, missti akkeri með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn skemmdist. Í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar segir að Vinnslustöðin þurfi ekki allar þrjár vélarnar og til standi að bjóða Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ að kaupa hinar tvær vélarnar. Hver vél kostar á milli 90 til 100 milljónir króna.
Aðspurður hvort stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hefðu íhugað að gefa annað tækið til bæjarins, í ljósi þess að skip á vegum útgerðarinnar olli fyrgreindum skemmdum, svaraði Sigurgeir því neitandi. Þá tekur hann fram að óvíst sé hvort að bærinn taki við tilboðinu. „Við vitum bara að það er þörf fyrir vatnið og við bara kaupum þetta og leysum við þetta bara í framhaldinu. Ég er ekki viss um að það verði Vestmanneyjabær sem kaupir, ég veit ekkert um það.“
Athugasemdir (1)