Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég held að það sé ekki Namibía“

Vinnslu­stöð­in festi fyr­ir skömmu kaup á þrem­ur vél­um sem umbreyta sjó í drykkjar­vatn. Vél­arn­ar voru upp­haf­lega ver­ið fram­leidd­ar fyr­ir ónefnd­an að­ila í Afr­íku sem voru til­bún­ir að leyfa Vinnslu­stöð­inni að fá tæk­in til sín og bíða eft­ir næstu fram­leiðslu. Fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar kveðst ekki vita frá hvaða landi að­il­arn­ir frá Afr­íku eru.

„Ég held að það sé ekki Namibía“
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Framkvæmdstjóri Vinnslustöðvarinnar segist ekki vita frá hvaða landi upphaflegir kaupendur vatnshreinsibúnaðarins séu.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdarstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanneyjum, segist í samtali við Heimildina ekki vita frá hvaða Afríkuríki upphaflegir kaupendur tæknibúnaðs sem umbreytir í sjó í drykkjarvatn eru. „Ég bara er ekki með það á hreinu, ég held að það sé ekki Namibía,“ segir Sigurgeir. 

Vinnslustöðin sendi frá yfirlýsingu fyrir stuttu þar sem tilkynnt var um að fyrirtækið hefði gengið frá kaupum þremur gámum af tæknibúnaði frá hollensku fyrirtæki. Þá segir í tilkynningunni að fyrirtækinu hafi tekist að útvega sér tækin með því að ganga inn í samning sem upphaflega var gerður milli fyrirtækis í Hollandi og aðila í ónefndu ríki í Afríku. Vinnslustöðin hafi tekist ná samkomulagi um að kaupa og flytja inn tækin til sín á meðan aðilarnir í Afríku myndu þess í stað bíða lengur eftir sínum búnaði.

Spurður nánar út í þessi viðskipti segir Sigurgeir kaupendurna í Afríku hafa lent í erfiðleikum sem hafi verið þess valdandi að þeir voru ekki reiðubúnir til þess að taka við tækjabúnaðinum. „Þannig þetta hentaði þeim bara ágætlega að við færum inní þetta af því þeir gátu ekki borgað eða gátu ekki gengið frá,“ segir Sigurgeir. Þá bendir hann á að viðskiptin hafi verið gerð í samvinnu við seljanda og kaupanda og full samkomulag hafi verið um að Vinnslustöðin keypti búnaðin og að aðilarnir í Afríku fengju næstu framleiðslu. 

Eins og fram hefur komið, eru kaupin á þessu tækjum viðbragð við skemmdum sem urðu á neysluvatnlögninni til Vestmanneyja, þegar skipið Huginn VE, sem er gert út af Vinnslustöðinni, missti akkeri með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn skemmdist. Í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar segir að Vinnslustöðin þurfi ekki allar þrjár vélarnar og til standi að bjóða Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ að kaupa hinar tvær vélarnar. Hver vél kostar á milli 90 til 100 milljónir króna.

Aðspurður hvort stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hefðu íhugað að gefa annað tækið til bæjarins, í ljósi þess að skip á vegum útgerðarinnar olli fyrgreindum skemmdum, svaraði Sigurgeir því neitandi. Þá tekur hann fram að óvíst sé hvort að bærinn taki við tilboðinu. „Við vitum bara að það er þörf fyrir vatnið og við bara kaupum þetta og leysum við þetta bara í framhaldinu. Ég er ekki viss um að það verði Vestmanneyjabær sem kaupir, ég veit ekkert um það.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Bjarni Guðjonsson skrifaði
    Þetta er nú fallleg gert af Vinslustöðinni hreynsa vatn og senda til Afríku.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár