Forseti Rússlands, Vladímír Pútín, beindi spjótum sínum að Lettlandi í nýlegri ræðu sinni, en þar gagnrýndi hann framgöngu lettneskra yfirvalda gagnvart íbúum landsins af rússnesku þjóðerni. Þjóðernisminnihlutinn samsvarar 23,6% af íbúafjölda Lettlands. Samskonar orðræðu var beitt af rússneskum yfirvöldum til að rökstyðja aðgerðir þeirra gegn Úkraínu, þar sem vernda þyrfti rússneskan minnihluta gegn „nasistum“.
Frá því að stríðið í Úkraínu braust út með innrás Rússa í landið, hafa Eystrasaltslöndin, Lettland, Litháen og Eistland, öll verið einörð í stuðningi sínum við málstað Úkraínu. Þá hafa löndin, sem öll voru lengi undir rússneskri stjórn, fyrst keisaraveldi Rússlands og síðar Sovétríkjunum, talið Rússland vera helstu ógn við þjóðaröryggi sitt, enda mikið stórveldi við landamæri þeirra.
Yfirvöld í Lettlandi hafa gripið til harkalegra aðgerða gagnvart rússneskum borgurum sínum, sem lið í tilraun sinni til afvæðingar Sovéskra og rússneskra áhrifa á menningu og borgaralegt samfélag. Rússneskum borgurum innan Lettlands var gert að sækja um dvalarleyfi …
Athugasemdir