Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Læknir dregur í efa að hert skilyrði fyrir Ozempic feli í sér sparnað

Erla Gerð­ur Sveins­dótt­ir, lækn­ir og sér­fræð­ing­ur um offitu­með­ferð, hef­ur lagst gegn hert­um skil­yrð­um fyr­ir greiðslu­þátt­töku með syk­ur­sýk­is­lyfj­um. Hún seg­ir skil­yrð­in of ströng og dreg­ur í efa að minni greiðslu­þátt­taka hafi í för með sér sparn­að í heild­ar­sam­heng­inu.

Læknir dregur í efa að hert skilyrði fyrir Ozempic feli í sér sparnað
Greiðsluþátttaka Erla bendir á að kostnaður Sjúkratrygginga hafi nýlega minnkað umtalsmert með tilkomu lyfsins Wygowy á markað. Kostnaðurinn sem minnst sé á í tilkynningunni muni því fara minnkandi í ljósi þessarar þróunar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og sérfræðingur um offitumeðferð, segir útskýringar Sjúkratrygginga á hertum skilyrðum fyrir greiðsluþátttöku með sykursýkislyfjum ekki breyta skoðun sinni á málinu. Erla hefur talað gegn breytingunum og segir nýju skilyrðin vera of ströng.

„Það er verið að hefja lyfjameðferð þegar sjúkdómurinn offita er of langt genginn. Það er of seint að hefja lyfjameðferð þarna eins og greiðsluþátttakan er,“ segir hún. Erla segir notkun lyfjanna koma í veg fyrir fylgikvilla offitu sem felur í sér umtalsverðan sparnað og minna álag á heilbrigðiskerfið.

Kostnaður Sjúkratrygginga hefur tólffaldast

Sjúkratryggingar segja kostnað vegna sykursýkislyfja, sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar, hafa tólffaldast á undanförnum fimm árum. Kostnaðurinn hefur farið úr því að vera 163 milljónir árið 2018 í 1,9 milljarð í ár. Lyfin sem um ræðir eru semaglútíðlyf s.s. Ozempic, Rybelsus og Wegowy og líraglútíðlyfin Victoza og Saxenda.

Í tilkynningu frá Sjúkratryggingum segir að fjöldi þeirra sem hafi fengið ávísanir upp …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Getur verið að einkavinir heilbrigðisráðherra í læknastétt , sem reka Kliníkina , séu á dýrunum hjá Willum ? Alltaf að koma betur í ljós hvað Willum er vitlaus í sinni ráðherra vinnu .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
4
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár