Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og sérfræðingur um offitumeðferð, segir útskýringar Sjúkratrygginga á hertum skilyrðum fyrir greiðsluþátttöku með sykursýkislyfjum ekki breyta skoðun sinni á málinu. Erla hefur talað gegn breytingunum og segir nýju skilyrðin vera of ströng.
„Það er verið að hefja lyfjameðferð þegar sjúkdómurinn offita er of langt genginn. Það er of seint að hefja lyfjameðferð þarna eins og greiðsluþátttakan er,“ segir hún. Erla segir notkun lyfjanna koma í veg fyrir fylgikvilla offitu sem felur í sér umtalsverðan sparnað og minna álag á heilbrigðiskerfið.
Kostnaður Sjúkratrygginga hefur tólffaldast
Sjúkratryggingar segja kostnað vegna sykursýkislyfja, sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar, hafa tólffaldast á undanförnum fimm árum. Kostnaðurinn hefur farið úr því að vera 163 milljónir árið 2018 í 1,9 milljarð í ár. Lyfin sem um ræðir eru semaglútíðlyf s.s. Ozempic, Rybelsus og Wegowy og líraglútíðlyfin Victoza og Saxenda.
Í tilkynningu frá Sjúkratryggingum segir að fjöldi þeirra sem hafi fengið ávísanir upp …
Athugasemdir (1)